EINOKUN á kvótanum í 30 ár hefur engum árangri skilað þjóðinni. Minni afli minni tekjur.

Ríkisstjórn LÍÚ leggur nú fram "Sáttaleiðina" sem er í "ósátt" við meirihluta eigenda nýtingarréttarins. Þjóðina.

Kvótakerfinu var komið á 1984 til að þóknast illa reknum sambandsfrystihúsum fyrir Norðan sem treystu sér ekki í samkeppni við aðrar útgerðir um fiskinn á jafnréttisgrunni. Sauðspilltur ráðherra sjávarútvegsmála leyfði sér að nota sérstöðu Framsóknarflokksins í ríkisstjórn til að þvinga afnám á frábæru fiskveiðistjórnkerfi sem virkað hafði vel og skilað þjóðinni meiri auð en þekkst hefur fyrr eða síðar.

Í þau 30 ár sem hér hefur verið notast við kvótakerfi höfum við þurft að horfa uppá hnignun þess árangur sem náðist í velferðarmálum fyrir tilurð kvótakerfisins. Skrumarar útgerðarinnar halda reyndar öðru fram eins og þeim sé "borgað" fyrir það. En þegar farið er yfir rök Hagfræðinga HÍ sem eru óþreyttir við að tjá sig um þessi 30 ár og árin fyrir kvótann kemur í ljós að þeir fara með útúrsnúninga á sannleiknaum og hreinar lygar.

Núna eftir 30 ára EINOKUN liggur ljóst fyrir að enginn árangri hefur náðst hvorki í stjórnun fiskveiða eða með að hámarkar afraksturinn. Samt vogar Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða kjósendum sínum uppá það að Flokkurinn styðji Nýtt kvótafrumvarp sem gengur þvert gegn stefnu og gildum Flokksins. Vilja meirihluta kjósenda (þjóðaratkvæðagreiðslan) og gegn allri almennri skynsemi þegar litið er til frelsi einstaklingsins, þjóðarhags og flæðifjár sem vantar sárlega í atvinnu lifið.

Munum að við keyptum 140 skuttogara fyrir kvótakerfið svo ekki var spurning hvort menn væru ekki tilbúnir að fjárfesta í Sóknarmarkinu. Var það offjárfesting? Kannski en munum á þessum árum varð mesta uppbygging íslensk samfélags og við áttum peninga til að reka velferðarkerfið og borga læknum og tónlistarkennurum laun. Það hefði verið gaman að fá að sjá þetta frelsi við fiskveiðar þróast á Íslandi síðast liðin 30 ár. Hvílíkt þjóðfélag við ættum þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel orðað takk fyrir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2014 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband