"Þeir eru ennþá að deyja"

Fyrstu árin eftir að framsalið var lögleitt var viðkvæði þeirra útgerðarmanna sem stóðu saman að baki kvótanum og höfðu sett stefnuna á að nýta sér "EIGNARHALDIÐ" til fulls að ekki mætti auka við kvótann "því smá útgerðirnar væru ennþá að deyja". 

Ekki veit ég hvernig fólk skilgreinir þessa hugsun sem fólst að baki þessari mannfyrirlitningu en mér varð óglatt að heyra mann sem í dag hefur verið í "fremstu röð" í íslensku atvinnulífi í 30 ár  segja þetta. Hugsið ykkur að hérna voru menn haldandi á fjöreggi þjóðarinnar fiskveiðiheimildunum og voru vísvitandi að halda aftur af aflaheimildum til að svelta smáútgerðamenn til að selja frá sér alfaheimildirnar. Hversu marga menn eyðilögðu þeir? Hversu margar fjölskyldur liðu fyrir græðgina og frekjuna sem átti sér stað með þessu? 

Núna eftir hrun hefur verið stanslaust góðæri í hafinu en við fáum ekki veiða fiskinn þar sem stjórn Hafró eins og fyrri daginn hefur neitað að auka við veiðarnar. Stjórn Hafró er enn skipuð sömu aðilum og fyrr frá útgerðinni og þeir hafa staðið gegn auknum afla en til hvers?

Hverjir eru núna ennþá að deyja?  

Jú gott fólk þetta hyski er viljandi enn að spila sinn sorgar leik og horfir á þjóðina, fólkið missa ekki bara eigur sínar heldur hrynur lifistandardinn og velferðarkerfið en ekki má veiða fiskinn í sjónum því nú skal ganga milli bols og höfuðs á fólki sem vogar sér að standa gegn kúgurum sínum og vill brjóta niður EINOKUN EILÍTUNAR á sjávarauðlindinni. Það má ekki auka við aflaheimildirnar því óþekka þjóðfélagið er "ENNÞÁ AÐ DEYJA". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nú er það bara spurningin hvenær kemur að þeim að geyspa golunni.

Hef trú á að ekki sé langt að bíða eftir því .....

Níels A. Ársælsson., 24.7.2013 kl. 08:27

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Geispa með einföldu ..

Níels A. Ársælsson., 24.7.2013 kl. 08:28

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Nilli ég held mér í formi og ætla svo sannarlega að njóta þess að mýga á............................ á leið minni í Aðaldalinn á komandi árum.

Ólafur Örn Jónsson, 25.7.2013 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband