Hér sjáum við hræsni og fals. Þjóðin hefur talað nú eiga sendlar að hlýða

Það er aumkunarvert að vera Íslendingur og horfa uppá þingið lítilsvirða vilja meirihluta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Ekkert að segja að þetta hafi ekki verið meirihluta niðurstaða. Þeir sem ekki fara á kjörstað hafa tekið þá pólitísku afstöðu að styðja við (vera ekki á móti) meirihluta niðurstöðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var lögleg lýðræðisleg leið til að gefa okkur þjóðinni tækifæri og tala beint við sendla okkar á þingi.

Við verðum að vera menn til að rétta þingið af og stoppa svona spillingu og hræsni. 


mbl.is Fundur um stjórnarskrármálið hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Hann er dapurlegur þessi málfutningur að "þjóðin hafi talað". Um hvað var þjóðin spurð? Þjóðin var spurð spurninga út í loftið. Alveg eins hefði verið hægt að spyrja hvort þjóðin vildi breyta lit á Alþingishúsinu. Ef meirihluti hefði sagt já þá hefðu áhugamenn um rautt Alþingishús getað sagt að þjóðin heimtaði rautt Alþingishús. Þjóðaratkvæðagreiðslan var skrípaleikur og Alþingi til skammar eins og svo margt á líðandi þingi. Afar léleg þátttaka í skrípaleiknum segir kannski meira en mörg orð um þessa meintu "kröfu þjóðarinnar"

Kristinn Daníelsson, 5.3.2013 kl. 15:21

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Margir sem ég hef hitt sem kusu ekki,Sögðust ekki fara til að kjósa um svona þvælu sem enginn gat skilið. Þannig er það bara vinur minn, svo að segja að þeir sem kusu ekki hafiv eið sammála er bara tómt kjaftæði.!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.3.2013 kl. 18:27

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka innlitið Strákar. Kristinn ég sé ekki hvað þú hefur á móti nýju sjtórnarskránni. Ertu einn af þeim sem lætur segja sér hvernig stjórnarskráin sé? Segðu mér hvað er að stjórnarskránni sem ég fyrir mínapart og helstu fræðimenn verladar finns góð og vel skrifuð og lýðræðislegt ferli aðdáunarvert.

Þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem efni og dagur eru vel kynnt er eins og hver önnur kosning. Sá sem heima situr er að sjálfsögðu búinn að taka afstöðu eins og við öll hin. Hann sættir sig við meirihlutavilja. Þetta heitir lýðræði Kristinn sem væri kannski betra að við færum að temja okkur í auknu mæli.

Ef þessi heimskulegu rök þin með litinn á Alþingishúsinu kæmu til myndi ég mæta og greiða atkvæði með að Húsið yrði ekki málað. Meira get ég ekki gert. Ég færi ekki að reka við útí loftið eftir að meirihlutinn væri búinn að samaþykja eitthvað annað.

Ólafur Örn Jónsson, 6.3.2013 kl. 20:40

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég tel mig með nálægt meðalgreind.Ég fylgdist glökkt með starfi stjórnlagaráðs og sendi inn ábendingar. Ég las stjórnarskránna spjalda milli og tók þátt í umræðunni og hafði ekki neina erfiðleika á að skilja alla kafla plaggsins. +Eg sá greinilega að það var stóraukin réttindi kjósenda á stórnlandsins sem mér hefur ekki funist sem best síðust 30 ár. Ég gat tekið aftöðu og ég kaus. Þetta heitir lýðræði og hér búum við í lýðræðisríki.

Ólafur Örn Jónsson, 6.3.2013 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband