Þorsteinn Már kippti í spottan á LÍÚ hænunni svo hún fór að kvaka.

Friðrik segir að LÍÚ kvótahafarnir eigi rétt á fiskveiðum umfram aðra? Hvaða andskotans rétt? Hvað þykist þetta "fólk" hafa rétt yfir aðra? Þeim hefur aldrei verið færður neinn réttur hvorki með stjórnarskrá né með lögum um stjórn fiskveiða. Allir vita að það er hægt að afnema kvótann hvenær sem er og getur sjávarútvegsráðherra gert það í nafni meirihluta alþingis.

Þess vegna verður þetta þing að afnema kvótann og taka upp annað kerfi til að skera á þessi rök Hirðarinnar í eitt skiptiu fyrir öll. Meirhluti þjóðarinnar hefur alla tið verið andvígur kvótakerfinu og 84 % þjóðarinnar var að segja þingnu "AFNEMIÐ ÞIÐ KVÓTANN NÚNA". Þjóðin líður engan skollaleik í þessu máli lengur.

Ekkert 15 ára eða 20 ára plan. NÚNA! LÍÚ er á fullu að reyna að búa til lögfræðileg rök til að halda EINOKUN á veiðunum við. Þetta verður að stoppa. Ná til okkar pengunum sem hafa horfið og sparka þessu fólki sem ekki vill vera partur að þessu þjóðfélagi út í hafsauga.

Það er ekkert sem mælir gegn því að afnema kvótakerfið á morgun og taka hérna upp annað stjórnkerfi fiskveiða eins og til dæmis sóknarmark með allan fisk á markað. Það verða engin Ragna rök eða eða fall banka. Það sem mun ske er að fé í umferð mun stóraukast og verstöðvar hringin í kringum landið munu vakna til lifsins fasteignir munu hækka í verði atvinnuleysi mun hverfa og hagur ríkissjóðs mun vænkast.

Eftir 3 ár munu laun á Íslandi verða sambærileg við það besta á Norðurlöndum og nýjar sjúkrastofnanir byrja að rísa.

Varðandi skuldir útgerða verður ekkert afskrifað meira heldur verður farið eftir hverri krónu því það er ekkert sem heitir Money heaven. Illa fengið fé útgerðarinnar er einhverstaðar og ekkert annað en að finna það sem ekki fæst borgað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband