KJAFTSHÖGG Á KVÓTANN

Stórt Lýðræðisskref var tekið í gær og er vert að óska þjóðinni til hamingju.

Nú þegar þessi vel heppnaða þjóðaratkvæðagreiðsla er afstaðinn er vert að skoða og virða niðurstöðurnar og beinist það ekki síst að forystu Sjálfstæðisflokksins. Niðurstöðurnar varðandi auðlindaspurninguna eru svo afgerandi að engum stjórmálaflokk og allra síst Sjálfstæðisflokki er stætt á að hafa EINOKUN fiskveiðiheimilda á stefnu skrá sinni.

Þjóðin hefur algerlega hafnað "kvóta" úthlutunum í sjávarútvegi. Þjóðin hefur hafnað mismunun einstaklingsins og takmörkunum á handfæraveiðum. Forystusveit Sjálfstæðisflokksins verður að láta af linkind við Þorstein Má og Mogga-hirðina og sýna kjósendum sínum þá virðingu að láta af fáráðlins stefnu í sjávarútvegsmálum og snúa við blaðinu. 

Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar var og er sennilega eitt besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi þróað í nánu samstarfi við sjómenn og útvegsmenn. Það virkaði vel og var bæði skilvirkt við fiskveiðistjórn, hámörkun afraksturs og gerði öllum jafn hátt undir höfði. Sóknarmark með allan fisk á markað er í anda Sjálfstæðisstefnunnar þar sem frelsi einstaklingsins er virt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Hugason

Röksemdafærsla þín er alger tjara. Því miður.

Reynir Hugason, 21.10.2012 kl. 08:12

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Reynir það er til umsögn síðan 1998 um menn eins þig sem ganga erinda kvótakerfisins. Þeir láta stýrast af þrennu í dag. "Heimsku eða græðgi". Mér er svo sem sama hvorn flokkinn þú fyllir miður. Trjörulalli. 

Ólafur Örn Jónsson, 21.10.2012 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband