ARÐSEMI ÍSLENSKRA ÚTGERÐA BYGGIST Á AFSKRIFTUM LÁNA OG 30% KOSTNAÐRHLUTDEILD ÁHAFNAR

Við heyrum varnarmenn KVÓTAKERFISINS tala um að íslenskur sjávarútvegur beri af öðrum sjavaútvegi i heiminum. En hvað er á bak við þennan sýndarleik fyrir utan lágt gengi krónunnar?

Hvernig geta menn leyft sér að tala um arðsemi þegar útgerðin hefur skuldsett sig um yfir 400 milljarða króna (verð alls kvótans er 134 milljarðar) síðan framsalið var sett á? Lánin voru tekin með því að fullt verð kvóta útgerðanna var tekið í bönkunum sem EIGIÐFÉ (hrein eign) fyrirtækjanna og gaf þannig "rétt" til þrefalds láns sem byggðist á þessu veði. Náttúrulega gat útgerðin aldrei borgað þessi lán í eðlilegu árferði og þess vegna er krónunni haldið í þeirri lægð sem nú er. 

Síðan er búið að afskrifa með beinum og óbeinum (Skinney/þinganess/Móna) hætti fleirri milljarða án þess að gengið sé á þessi veð!. Við sem erum að missa húsin okkar vitum að ef ekki er greitt að fullu af láni er gengið að veðinu. Af hverju leyfir ríkisstjórnin að þetta sé gert í málefnum útgerðarinnar? Þjóðin vill að gengið sé að þessum veðum svo hún geti notið arðsemi af því að leigja þessar aflaheimildir í framtíðinni. Hver gefur ríkinu og bönknum heimild til að afskrifa skuldir án þess að taka veðin til baka? 

Það er fyrst núna sem þessi umræða er að ná inná þing. Þetta er vitað frá því fyrst var afskrifað á útgerðina. Það er ekkert sem afsakar að þessi mál séu ekki tekin til rannsóknar og kvótinn tekinn af þeim sem fengið hafa afskriftir. Þeir eru ekki hæfir til að gera út og eiga ekki að halda EINOKUN á fiskveiðiheimildunum.

LÍÚ menn hafa löngum bent á að útgerðir til dæmis Noregs og fleiri landa séu ríkisstyrtar og er það rétt að niðurgreiðslur tíðkast í nágrannalöndum okkar en þær niðurgreiðslur eru ekkert á við það sem útgerðin er búin að ná í ofbeldinu gagnvart sjómönnunum. Búið er að ná 30% af óskiptu frá launum sjómanna. Þetta þýðir að öllum kostnaði við útgerðina er náð framhjá skiptum áður en laun sjómanna reiknast. Þetta náðist með þögguninni sem fram fór með símhringingum þar sem sjómönnum sem létu í sér heyra var hótað uppsögnum eða þeir voru bara reknir ef Púkinn á Akureyri komst að þvi að þarna var einhver "gasprari" sem stóð í vegi fyrir hans skipulagningu  á íslenskum sjávarútvegi. 

Nei kæri lesandi sannleikurinn er sagnanna bestur. Arðsemin sem verið er að hygla er byggð á að stela frá bönkum þjóðarinnar og frá íslenskum sjómönnum. Þetta er ekki arðsemi heldur hreinn þjófnaður í skjóli ALÞINGIS. 

Staðreyndin er að nóverandi KVÓTAKERFIS fyrirkomulag EINANGRAR arðinn af sjávarauðlindnni frá þjóðinni. Þessi fjármunir eru ekki á umferð þar sem búið er að skuldsetja útgerðina og allan hagnað hennar mörg ár fram í tímann. Þessi fjárdráttur var með ráðum gerður og er til að "tryggja" að ekki sé hróflað við kvótakerfinu. Með þessu er verið að búa til HIRÐ (-FÍFL) sem á að "eiga" allan rétt til að hagnast af sjávarauðlindinni. 

AFNEMA BER KVÓTAKERFIÐ ÞEGAR Í STAÐ OG SETJA HÉR Á SÓKNARMARK ÞAR SEM ALLIR SITJA VIÐ SAMA BORÐ. Fyrr verður spillingin ekki upprætt úr okkar góða landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.10.2011 kl. 09:08

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þótt Kvótapúkinn eigi nú margt, þá voru þessi 25-30% fram hjá skiftum komið á fyrir hans tíma í útgerð

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.10.2011 kl. 09:10

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hvernig ætlast þú til að ríkisstjórnin geri eitthvað af viti þegar hún hefur ekki dug eða vit til þess að auka við aflamarkið.  Ég held að allir sem nenna að fletta upp skrifum og umræðum um fiskveiðistjórnun, uppgötvi það hvað Hafró hefur mistekist algjörlega að stjórna veiðum með tilliti til hámarks afrakstur fiskistofna.

Ég sé ekki alveg hvernig Skrapdagakerfið geti virkað þar sem allar tegundir veiðanlegra fiska er orðið friðað, nema úthafsrækjan sem er frjáls.

Þegar sóknamarkskerfið "þitt" var notað var bara þorskurinn takmarkaður allt hitt var frjálst.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.10.2011 kl. 09:22

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Hallgrímur Friðrik er búinn að viðurkenna að ekki Hafró mátti ekki auka aflaheimildirnar út af kvóta verðinu. Þetta er ástæða þess að ekki er svarað góðu ástandi fiskstofanna.

Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir þig Hallgrímur. Það voru strangir stoppdagar sem vernduðu aðrar tegundir fyrir utan að sjálfsögðu lokanir á smákarfa hólfum sem tókust mjög vel og Karfinn se nú miklu meiri en menn áætluðu. 

Sóknarmark gengur úr á að rækta garðinn sinn svo hann gefi hámarks afrakstur öfugt við kvótakerfið sem reynir að taka eitthvað "meðaltal" þ.e. lítið þegar náttæurana er í hámarki og meðal tal þegar náttúran er í lágmarki. Í sóknarmarki er fjöregg þjóðarinnar í gjörgæslu þeirra sem stunda hana. Alvöru fiskimanna sem bera virðingu fyrir miðunum, þjóðinni og hverjir öðrum. 

Þeir sem ekki kunna að bera viðringu fyrir öðrum eins og Kvótapukinn geta ekki borið viðringu fyrir sjálfum sér. 

Ólafur Örn Jónsson, 5.10.2011 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband