SANNLEIKANN UM FERLI KVÓTAFRUMVARPANNA??

Það er að leka út einhver tvískinnungsháttur varðandi ferli "litla" kvótafrumvarpsins. Eins var "stóra" frumvarpið fljótt að hverfa.

Ættu þeir sem sáu og fylgdust með framvindu þessara mála á þinginu að upplýsa hvað gerðist og hvernig "litla" frumvarpið minnkaði og minnkaði. 

Það er vitað að KVÓTAPÚKINN hefur ítök í fleiri flokkum en Sjálfstæðis og Framsóknarflokknum. Er komið í ljós hver í VG gengur ekki heill með öðrum stjórnarliðum í breytingum á kvótakerfinu? Er einhver að reyna að hylja spor sín með því að blása upp moldviðri í kringum aðra sem segjast hafa verið tilbúnir að ganga lengra í að koma frumvarpinu í gegnum þingið?

Almenningur á rétt á að fá að vita ef inná þingi eru menn sem felast undir sauðagæru og svíkja lit á áhrifa augnablikum þegar mikið liggur við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband