EFLING FISKSTOFNA OG HÁMARKS AFRAKSTUR. Umræðan um kvótafrumvörpin er langt frá því að vera málefnaleg

Því miður hefur innstu klíku LÍÚ  tekist ætlunarverk sitt. Með hótunum og falsk áróðri er búið á afvegaleiða fólk varðandi ástæðu fiskveiðistjórnunnar.

Fiskveiðistjórnun á að ganga út á eflingu fiskstofna og hámarks afrakstur

En á þingi er ekki rætt um annað en hver á að fá úthlutað eða helst hver á ekki að fá úthlutað! 

Þegar við hófum fiskveiðistjórnun fyrst allra þjóða bárum við virðingu fyrir lýðræði og réttlæti og hér var sett byltingarkennt kerfi sem gerði öllum landsmönnum jafn hátt undir höfði. 

Nú gengur umræðan út á að misjafna mönnum eins mikið og mögulegt er og áfram hald EINOKUNAR af verstu gerð. 

Ekki ætla ég að dæma þetta kvótakerfi Jóns sem vonandi á eftir að lagfæra mikið og minnka í því handstýringu en fullyrði að ekki er hægt að setja verra kvótakerfi en það sem nú er við líði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sammála hverju orði Ólafur.  Umræðan snýst ekki um þjóðarhag heldur hagsmuni sárafárra einokunarsinna.  Verra kerfi er ekki til en núverandi kerfi.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.6.2011 kl. 11:23

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér athugasemdina Sigurður. Þjóðarhagur fellst í að fólkið njóti arðs af auðlindinni og peningarnir renni sem frjálsast um æðar samfélagsins en séu ekki byrgðir inní Einokunar blokkum sem einangra flæði peninga frá samfélaginu.

Ólafur Örn Jónsson, 6.6.2011 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband