EINOKUN Í STAÐ MARKAÐSHYGGJU OG ÁFRAMHALDANDI MANNRÉTTINDABROT.

Við fylgjumst með hvernig þingmenn sameinast um að hafna réttlæti og mannréttindum en velja áframhaldandi einokun og spillingu. 

Við hlustum á þingmenn einn af öðrum gera sig að fíflum fyrir LÍÚ klíkuna og fara þar fremstir Friðrik  Þór Herbertsson, og Gunnar Bragi Sveinsson en hinir fylgja fast á eftir Einar Kr, Kristján Þór, Bjarni Ben og einhver Höskuldur sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Þessir menn fara með rakalaust kjaftæði trekk í trekk til að draga fram málþófið á Alþingi. 

Smá von er að Hreyfingin komi sínu frumvarpi fram þar er öllum gert jafn hátt undir höfði þó að landsbyggða-úthlutun á að vera inni. Það er jú réttlætanlegt að hefja markaðsúthlutun á afalheimildum með þessum hætti en verður að vera afnumin á mesta lagi 5 árum. 

Þjóðin verður að halda vöku sinni því inn á Alþingi er hópur fólks sem á framtíð sína undir því að fá "styrki" frá öfga samtökum í þjóðfélginu sem svífast einskis til að koma í veg fyrir að hér verði óbreytt ástand.  Hætt er við að þetta fólk veigri sér ekki við að beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar um afnám kvótakerfisins nái fram að ganga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband