Forsendubresturinn hefur alls ekki verið leiðréttur. Fólki var kastað út úr eigum sínum!

Það er hrikaleg staðreynd og stjórnvöldum til hreinnar skammar að ekki hafi verið gert neitt fyrir fólk sem ekki gat varið eigur sínar gegn Íbúðarlánasjóð og bönkunum eftir hrunið. Og svo virðist að það eigi að sigla seglum þöndum frá hruninu og láta þetta fólk bera milljóna tjón óbætt á meðan ríkið fær bætur frá slitabúunum og lánastofnanir halda aftur af sölu upptökueigna fólksins til að þvinga fram hærra fasteigna og leiguverð.

Ef það væri vilji þá er vegur til að leiðrétta þennan forsendubrest og ömurlegar aðstæður unga fólksins. Sá sem getur borgað 150 þús krónu í leigu á manuði er borgunarmaður fyrir íbúð. Það þarf bara ð búa til lánaleið. Bankarnir geta vel í stað þess að sitja á eignum sem er ekkert nema kostnaður selt þessar íbúðir á kjörum þar sem kaupendur borga 150 þús á mánuði í 5 ár og eignast þannig part í íbúðinni sem byggja má á langtímalán til 30 eða 40 ára á mannlegum kjörum.

Það e allra hagur að losa fólk undan klafa fátæktar og það er hlutverk stjórnvalda að gera slíkt.


mbl.is Rúm 20% í leiguhúsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þann 20. nóvember færu Hæstiréttur Íslands tækifæri til að bæta sitt eigið heimsmet í skuldaleiðréttingu, nú vegna verðtryggðra lána.

Nánari upplýsingar hér: Málflutningur fyrir Hæstarétti um verðtryggð neytendalán 20. nóvember - Hagsmunasamtök heimilanna

Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2015 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband