Hvað skuldar þjóðin ÚTGERÐINNI?? Nákvæmlega EKKERT!

Skuldar þjóðin útgerðinni eitthvað??

Skuldum við þeim eitthvað fyrir að hafa skuldsett útgerðina svo mikið að efnahagskerfið sprakk og hrundi yfir hausinn á okkur? 

Skuldum við þeim eitthvað fyrir að hafa yfirtekið Hafró og staðið í vegi fyrir aukningu veiða í þeim tilgangi að halda við háu verði á kvóta og bola mönnum (svelta menn) útúr greininni?

Skuldum við þeim fyrir að hafa notað sér óðaskuldir útgerðarinnar til að hóta síðustu ríkisstjórn ef hún færi að vilja þjóðarinnar og setti kvótann í fyringingu? 

Skuldum við þeim eitthvað fyrir að sigla í burtu með gróðann af 50% gengisfellingu og borga ekki niður allar skuldir sínar eins og um var samið? 

Skuldum við þeim eitthvað fyrir að koma í veg fyrir framgang Nýju Stjórnarskrárinnar og reyna síðan að komast upp með Sáttaleiðina sem á að gera ríkissjóð ábyrgan vilji þjóðin gera breytingar á Lögum um stjórn fiskveiða. 

NEI Þjóðin skuldar útgerðinni ekki neitt og það er bara óheiðarlegt SKRUM að halda því fram að ekki megi AFNEMA kvótakerfið með einu penna striki. Þeir sem predika að innkalla eigi kvótann á jafnvel einhverjum árafjölda eru að ganga erinda útgerðarinnar og gefa tækifæri á að engu verði breytt. (Eins og dæmin sanna). 

Eina leið þjóðarinnar til að ná rétti sínum er einhliða afnám kvótakerfisins og engann aflátt á því. Þjóðin þarf ekki lengur að láta ljúga að sér og svíkja sig um arðinn af fiskveiðunum. Þrjár kynslóðir hafa liðið fyrir EINOKUN og skortveiðistefnuna í sjávarútvegi og kominn tími til að segja hingað og ekki lengra. Við töpum milljónum á hverju degi kvótans og enginn ástæða til að bíða lengur. Orðið kvótastýring og heiðarleiki fara ALDREI saman. 

Munum að þetta ástand og varanleg fátækt Íslandi er mannanna verk og þeirra sem gefa aflátt á afnámi kvótans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband