Megum skammast okkar að kalli Snowden sé ekki svarað "nema hann sé í landinu.

Spillingin og sukkið veður uppi hérna innan lands og er það vegna kjána í okkar röðum sem skilja ekki tilgang atkvæði síns. 

En hingað til höfum við haldið reisn okkar á erlendum vettvangi og getað hreykt okkur af að vera verndarar tjáningarfrelsis. Af hverju er þá ekki búið að bjóða Snowden velkominn til Íslands og send eftir honum rella. Það væri stórmannlegra en fólksflutningarnir á Króatískum fjölskyldum hér um daginn.

Maðurinn kom upp um ólöglegar hleranir og eftirlit með lífi og samskiptum einstaklinga í Bandaríkjunum og annars staðar. Ef menn sem sjá svona lagað eiga ekki að eiga viðreisnar von ef þeir upplýsa um svona athæfi hvað er þá átt við með tjáningarfrelsi??

Á kannski líka að taka upp sömu gildi og útgerðin á Íslandi styðst við þegar þeir þeytast um allan heim til að koma í veg fyrir að menn sem tjáð sig hafa upp viðbjóðinn sem átt hefur sér stað innan þeirra raða geti þrifist. Skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson kannski reglur um hælis veitingar á Íslandi?  


mbl.is Viðbrögð við hælisumsókn misjöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband