3.3.2013 | 14:21
HREINT VALDARÁN FER FRAM Á ALÞINGI
Það er komið í ljós að á Alþingi gengur ekki erinda fólksins í landinu. Kvótahirðin er búin að ná tangarhald á meirihluta þingmanna í þeim tilgangi að tryggja sér ævarandi nýtingarrétt á fiskimiðunum.
Að koma nýju stjórnarskránni fyrir kattarnef (það er ekkert sem heitir frestun) er partur í plotti stórútgerðanna og síðan verður stór hættulegt kvótafrumvarp samþykkt þrátt fyrir látbragðsleik í kringum það til að villa mönnum sýn.
Þeir sem leggja á sig að lesa kvótafrumvarpið sjá að í niðurlagi 11 gR. er gert ráð fyrir að sett verði í lög að kerfið verði óbreytt eftir þau 20 ár sem EINOKUNIN á að gilda.
Tökum vel eftir öllum þeim sem styðja þetta ferli því hér eru sögulegir atburðir að eiga sér stað. Alþingi í stríði gegn sinni eigin þjóð til að festa í sessi spillingu og einokun sérhagsmuna.
Sammála um stjórnarskrármálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.