25.10.2012 | 14:35
Kvótahirðin lítur á sig sem ríki í ríkinu
Hagsmunagæslan og áframhaldandi ítök í öðrum atvinnutækifærum gengur fyrir öllu hjá því fólki í útgerð sem fylgja kvótapúkanum og mogga-hirðinni að málum.
Einokunin sem kemur í veg fyrir að þjóðin njóti lengur arðsins af sjávarutvegi er að eyðileggja þjóðfélagið innan frá. Það verður ekki hægt að byggja upp velferðarkerfi og ná sömu kjörum og tíðkast í löndunum í kringum okkur án þess að rjúfa múra einokunnar í sjávarútvegi og afenma kvótakerfið og setja Sóknarmark með allan fisk á markað svo vinnufúsar hendur sem kunna og geta komist að framleiðslunni.
Komi í veg fyrir gjaldþrot Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enn sem komið er er sjávarútvegurinn hér sjálfbær.
Það er hann ekki í mögum þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við eins og Spán og Portúgal, Danmörku, Grikkland ofl.
Það má í millum vera að leyfa algjört frelsi markaðarins (Sjallastefnu) eða algjöran ríkisrekstur (eins og hér var og stefnir nú aftur í)
Reyndin er sú að boðun endalauss jöfnuðar endar í ógöngum þar sem að endanlega má enginn eiga neitt umfram annann mann og hvatinn til að leggja sig fram verður enginn.
Óskar Guðmundsson, 26.10.2012 kl. 11:59
Hvað hefur þjóðin að gera með landhelgi og fisk, ef almenningur á Íslandi fær hvorki að veiða né vinna fiskinn?
Er það nú kallað sjálfbærni, þegar atvinnusviknir og bankarændir einstaklingar á Íslandi eru skattpíndir til að taka á sig skuldir spilltra útgerða, sem hika ekki við að koma hagnaði af ólöglegum veiðum vítt og breitt um heimsins höf í skattaskjól? Evrópu-sambandið er varla skárra en Ísland í þessari svikastarfsemi?
Hvers vegna fá sjómenn með reynslu og hyggjuvit ekki áheyrn hjá sjávarútvegs-yfirvöldum og Hafró-yfirvöldum? Hvers konar kúgunar-aðferðir nota skattasvikarar og brottkasts-svikaútgerðir? Hverjir eru topparnir í þessari fiski-mafíu?
Ég skil ekki þessa svokölluðu fiskveiði-"sjálfbærni".
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.10.2012 kl. 12:54
Munum að enn eru skipin skráð hér og að olía og veiðarfæri, lestun, flutningur og vinna þar að skilar tekjum í ríkiskassann.
Á alveg sama hátt og almenningur kvartar ef að laun þeirra eru skert til að setja í ríkiskassann gera bubbarnir eins því að breyskleikinn í mannlegu eðli segir fyrir um að við eigum aldrei of mikið eða nóg af peningum.
Mörg lönd eru í raun að greiða með fiskveiðiiðnaðinum en svo er ekki hér.... enn.
Óskar Guðmundsson, 26.10.2012 kl. 14:40
Óskar. Hver borgar fyrir niðurfellingar skulda útgerðar-auðjöfra Íslands? Eru það ekki láglaunaþrælar, öryrkjar og lífeyrissjóðsrændir eldri borgarar?
Segðu mér bara satt. Ég bið ekki um meira. Get jafnvel fyrirgefið þeim sem viðurkenna sínar misgjörðir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.10.2012 kl. 15:06
Hæ, kunningi minn var stýrimaður á dönsku skipi í Kóngó, það var veið að lesta efni sem fer t.d. í flugvélahreyfla, innfæddir komu lítið að auðlindinni, asíufólg í námunum og hvítir öryggisverðir
út um allt vopnaðir, eigum við eftir að sjá okkar land þannig innan fárra ára.
Bernharð Hjaltalín, 26.10.2012 kl. 15:21
Bernharð. Við eigum eftir að sjá svona á skerinu, ef við þorum ekki að segja frá því sem við höfum orðið vitni að, í spillingunni.
Takk fyrir að segja frá þessu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.10.2012 kl. 15:43
Sæl og þakka ykkur innlitið. Óskar hvenær var sjávarútvegur ekki sjálfbær á Íslandi? Núna á síðastliðnum 20 árum safnaði útgerin yfir 400 milljörðum í "veðlausar" skuldir. Var það sjálfbærni? Fyrir kvótakerfið skuldaði útgerðin 167 milljarða en átti 130 ný og nýleg skip sem veð fyrir lánum? Menn verða að vera klárir á því sem þeir segja. Kvótakerfið er ekki bara að eyðileggja sjávarútveginn heldur allt samfélagið sem nærist ekki þegar arðurinn af fiskveiðunum er EINOKAÐUR og bankarnir sjúga til sín arðinn. Í sóknarmarki varð stærsta framfaraskref þjóðarinnar tekið núna eftir 28 ár í kvótaumhverfi erum við niðurlægð þjóð.
Varðandi jöfnuð þá er verið að tala um jafnan aðgang en að sjálfsögðu verður samkeppni um aflann á miðunum og fiskinn á mörkuðum. Kvóta skömmtun er sosialiskt fyrirbrygði sem ekki á heima í lýðræðisþjóðfélagi þar sem allir eiga að vera jafn réttháir til aðkomu að auðlindinni.
Sammála þér Anna þjóðin á fiskinn og við höfum alið af okkur einhverja bestu fiskimenn og fiskverkendur í heimi. Nú er þessu fólki varnað aðkomu að greinninni með múrum EINOKUNNAR. EINOKUN á ekki að þekkjast i neinni atvinnugrein allara síst sjávarútvegi og landbúnaði.
Bernard þetta er sama í S-Ameríku. Fólk sem býr í bandaríkjunum og Evrópu á námurnar og yfirstéttin sér um stjórn fyrirtækjanna í þeirra nafni ásamt stjórn landanna. Það fólk sem á einhverjar eignir býr eins og rottur bak við 3 metra háar gaddavírsgyrðingar. Almenningi er haldið frá menntun með himinháum skólagjöldum. Það er sennilega draumur moggahirðarinnar að afkoendur þeirra lifi svoleiðis.
Ólafur Örn Jónsson, 28.10.2012 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.