Afnám KVÓTANS í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst

Þjóðin má ekki líða lengur að vilji okkar í sjávarútvegsmálum sé hundsaður eins og raun ber vitni. Við viljum enga fyrningu bara afnám óréttlætis og mannréttindabrota.

Í kjölfar útkomu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnaskránna og auðlindaákvæðið þar sem afgerandi meiri hluti lísti sig andvígann EINOKUN aðgangs að fiskveiðum á Alþingi að leggja kvótann í dóm kjósenda. Hellst innan 4ra mánaða.

Menn eiga ekki að dásama beint lýðræði og standa síðan í vegi þjóðarinnar að ná fram vilja sínum. 

Ekki láta neinn segja ykkur að ekki sé hægt að afnema kvótann eða að það geti boðað einhver Ragnar rök. Við hófum stjórn fiskveiða með Sóknarmarki og stofnarnir byggðust upp þrátt fyrir að við héldum áfram veiðum.

Við skiptum yfir í Kvótakerfi og héldum áfram veiðum (en spillingin í kringum kerfið eyðlilagði að hægt væri að ná árangri og mun alltaf gera).

Svo við þurfum að fá úr því skorið hvað "eigandi" fiskimiðanna og óveidds fisks vill í fiskveiðistjórnun og hvernig þjóðin vill að aflaheimildum sé úthlutað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband