ÞJÓÐIN ÖSKRAR Á AFNÁM KVÓTANS en enginn hlustar?

83 % þjóðarinnar talaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sögðu....

* Innköllun aflaheimilda eins og ríkistjórnin lofaði og úthlutun á fjrálsum markaði
* Kvótaþegar greiði aukið en réttlátt veiðigjald til samfélagsins
* Allan fisk á markað
* Aðskilnaður veiða og vinnslu
* Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvörpin, kjósum um kvótann
* Frjálsara og heilbrigðara strandveiðikerfi

Kvótaþegar og aðrir útgerðarmenn ætla að nota starfsfólk sitt til að mótmæla auknu veiðigjaldi. LÍÚ hefur boðað til mótmæla á Austurvelli í dag kl. 16:00. Þetta er á mörkum þess að vera siðleg aðgerð, þarna er verið að stilla sjómönnum og starfsmönnum þessara fyrirtækja upp við vegg. Hætt er við að margir sjómenn munu ekki þora að vera á annarri skoðun en vinnuveitendur þeirra.

Ég skora á alla sem vilja mótmæla hroka og frekju útgerðarinnar, vilja krefjast réttlátara kerfis, vilja sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi að mæta á Austurvöll og sýna stjórnvöldum að við erum fleiri og sterkari en útgerðarmenn. Við verðum að pressa á ríkisstjórnina að standa við kosningaloforð sín!

Látum ekki útgerðarmenn standa í vegi fyrir eðlilegum framförum. Látum þá ekki hirða áfram allan ávinning af fiskum í sjónum.

Mætum hress í sólina á Austurvöll með mótmælaspjöldin og látum heyra í okkur.

Þetta er auðlind okkar, okkar allra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikill öfgamaður ertu drengur minn!!!!!

Haraldur Haraldsson, 28.10.2012 kl. 09:38

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér kommentið Halli.

Endilega skýrðu það að það séu öfgar að 83% þjóðarinnar kaus í löglegri þjóðaratkvæðagreiðslu að gera breytingar á EINOKUN í sjávarútvegi.

Og Halli að það séu öfgar að krefjast að sett verði í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu "Kvótinn" eða "Sóknarmark m allan fisk á markað"?

Þjóðarvilji sem hundsaður hefur verið í áratugi er ekki öfgar Halli heldur réttlæt krafa.

Ólafur Örn Jónsson, 28.10.2012 kl. 10:21

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Góðan daginn Ólafur

Það sem við svokallaða fólk erum spurð um eitthvað sem við viljum er okkut uppálakt að ljúga af sjálfum sér þá kanski færðu það sem þú vilt, ÞVÍ ÞANNIG HEFUR ÞESSI RÍKISSTJÓRN UNNIÐ FRÁ DEGI EITT

Jón Sveinsson, 28.10.2012 kl. 10:40

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið og góðan dag Jón. Ég reyni að lesa í það sem þú er að segja og tek undir að Ríkistjórnin er búin að bregðast þjóðinni illa á marga vegu og sérstaklega varðandi afnám kvótans ver í raun svikið þegar í stað með svokallaðri "sáttanefnd"?

Ólafur Örn Jónsson, 28.10.2012 kl. 12:51

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir sanngjarnar kröfur Ólafs Arnar. Það eru ekki öfgar, heldur vilji langtum stærsta hluta íslendinga síðan Halldór Ásgrímsson gaf sér og sínum fiskinn í sjónum.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.10.2012 kl. 22:55

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Anna þakka þér innlitið það er lang stærstur hluti þjóðarinnar á baki kröfunni um afnám kvótans. Það sem þarf að koma er fiskveiðistjórnun sem snýst um að hámarka afrasktur greinarinnar og gerir öllum jafn hátt undir höfði í veiðum og vinnslu.

Ólafur Örn Jónsson, 31.10.2012 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband