Afnemum EINOKUN í Sjávarútvegi og sköpum alvöru mönnum athafnafrelsi.

Óli Björn er eitt skærasta ljósið í Sjálfstæðisflokknum og ber af hraðgreindum og afburða gáfuðum forystu mönnum flokksins. Hann bendir hér á alvarlegt mál sem varð til á tímum okkar kynslóðar.

Oli Björn nefnir skattheimtu nú sitjandi stjórnvalda og hefur hann margt til síns máls. En mér finnst Oli Björn sigla svolítið létt framhjá ástæðu hrunsins og skuldasöfnunarinnar og ekki við hæfi að taki undir að Flatskjávæðing almenninngs sé ástæða vandans.

Ég hefði trúað Ola Birni til að segja sannleikann um ástæðuna fyrir hruninu og hvers vegna við erum í vandræðum að komast frá því.

Að sjálfssögðu hófst þessi óheilla þróun við upphaf kvótaveðanna og náði hámarki þegar bankarnir höfðu tútnað út vegna risalánanna til útgerðanna og voru settir í sölu til þeirra sem gátu slegið þjóðina fyrir þeim. Réttnefni einkavinavæðing.

Lausnin liggur krystall klár fyrir. Brjótum niður múra EINOKUNNAR í sjávarútvegi og opnum þeim sem kunna, geta og nenna beinann aðgang að auðlindinni og tökum upp Sóknarmark (Matta Bjarna) með allan fisk á markað. Þetta yrði slík vítamínssprauta fyrir atvinnu lífið hringinn i kringum landið og myndi sannarlega koma í veg fyrir að reikningar okkar yrðu sendir til komandi kynslóða. Og kannski það besta sem Oli Björn nefnir ekki við myndum losna veð HIRÐINA sem telur sig öðrum fremri og heldur Sjálfstæðisflokknum í heljargreipum hagsmunagæslu.


mbl.is Vöggugjöf og eignaupptökuskattur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband