HVAR ERU PENINGARNIR SEM EIGA AÐ NÝTAST TIL REKSTUR ÞJÓÐFÉLAGINS?

Hvernig stendur á því að launin okkar eru þriðjungur þess sem viðgengst í löndunum í kringum okkur?

Hvernig stendur á því að við getum ekki rekið velferðarkerfið, sjúkrahúsin og heilsugæslurnar?

Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir í vandræðum með að geta jafnvel ekki staðið við skuldbindingar sínar? 

Jú svarið er einfalt. Með því að taka út fyrirfram greiddan arð úr bönkum landsins og skuldsetja útgerðarfyrirtækin þannig að nánast allur arður rennur nú beint inní bankanna eru kvótahafarnir búnir að EINOKA svo arðinn af fiskveiðunum að hann nýtist ekki þjóðfélaginu til viðurværis. 

Nú segja menn okkur að skuldir útgerðarinnar hafi lækkað um einhverja 150 milljarða síðustu 2 árin? Hvernig hafa skuldirnar lækkað? Hve mikið eru afskriftir og hversu mikið eru afborganir og hve háir voru vextirnir? Hvar er gegnsæið sem þjóðinni var lofað? 

Staðreyndin er að ef þessu arfavitlausa kvotakerfi yrði aflétt og hér tekið upp Sóknarmark með allan fisk á markað myndi veiðast meira og í gegnum markaðina mun arðurinn dreifast meira og renna um háræðar þjóðfélagsins og hagvöxtur fólksins yrði til.

EINOKUNIN  sem nú er við líði kemur í veg fyrir þessa eðlilegu hringrás peninganna og þess vegna nýtast þeir ekki almenningi og smærri fyrirtækjum sem lifa á verslun og þjónustu og síðast en ekki síst ríkinu. 

Þessu þarf að breyta. En fólk má trúa því það verður engin breyting nema með afnámi kvótakerfisins sem er ekki floknara verk en eitt pennastrik. Látið engan segja ykkur annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband