BEINT LÝÐRÆÐI það sem koma skal

Beint Lýðræði er leið Íslendinga út úr spillingunni sem orðin er viðvarandi hér á landi eftir 18 ára tíð Davíð-ismans. Nýja stjórnarskrá Stjórnlaganefndar er stórt skref í þá átt og má ekkert koma í veg fyrir að hún nái fram að ganga. 

Þegar hyllir undir að völdin séu loksins að færast meira í hendur þjóðarinnar má ekki ske að Rikistjórnin og Alþingi samþykki lög um auðlindamálið sem gilda á í 20 ár eða lengur. Slíkt sýnir ekkert annað en valdhroka og ráðríki gagnvart fólkinu í landinu. 

Öllum má vera ljóst að fiskveiðistjórnin er eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar og kvótakerfi verður ekki grunnur fyrir Nýtt Ísland sem verður byggt á SÓKNARMARKI MATTA BJARNA ef þjóðin fær að ráða. 

Þjóðin þarf að slá skjaldborg um nýju stjórnarskránna og ónýta þau frumvörp sem verið er að reyna aðtroða í gegnum þingið í skjön við vilja og velferð þjóðarinnar. Það er illt að verða vitni að því að flokkur manna setji sig upp á móti þjóð sinni eingöngu til að fullnægja eigin GRÆÐGI.


mbl.is 66% styðja tillögur Stjórnlagaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband