Fortíðinni fær enginn breytt en FRAMTÍÐIN er í hættu!

Núna þegar flest hrunmálin eru í rannsókn eða komin fyrir rétt er vert að þjóðin fari að huga að framtíðinni. Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar fiskveiðistjórnin er í uppnámi. UTGERÐIN ætlar sér eignarhald á fiskveiðum um alla framtíð og hefur fjórflokkinn að baki sér.

Þjóðin hvar í flokki sem menn standa verður að beita sér gegn því að ný kvótafrumvörp sem færa munu útgerðinni veiðiréttinn til allrar framtíðar í hendur nái fram að ganga. Alþingi brást þjóðinni í bankahruninu og má þjóðin ekki treysta á stjórnmálamenn þegar kemur að jafn veigamiklu máli og fiskveiðistjórninni. 

Þjóðin verður sjálf að hafa stjórn á þessum málaflokki og setja reglur um veiðar og vinnslu. Það gerum við með því að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörpin og kjósa síðan um afnám kvótans og upp töku Sóknarmarks með allan fisk á markað. 

Ég bið fólk að forðast að halda að hér verði einhver Ragnarök við upptöku Sóknarmarks því ekki þarf einu sinni að kalla flotann inn bara samþykja lögin og halda áfram að veiða þar sem allir sem vit og kunnáttu hafa geta komið að á jafnréttis grunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband