EYÐILEGGING KVÓTANS BLASIR ALLSTAÐAR VIÐ

Sama lyga þvælan vellur alltaf upp úr Prófessornum sem tók að sér það verkefni að vera Málpípa GRÆÐGINNAR í íslenskum sjávarútvegi. Ég ætla hér að hrekja það sem kemur fram í grein Ragnars og er alger lygi.

Ragnar þakkar kvótanum að okkur hafi gegnið betur en öðrum þjóðum undanfarin ár í sjávarútvegi . Staðreyndin er að vegna skerts aflamagns höfum við tapað milljörðum á því að hafa misst af fiski sem ekki mátti veiða eingöngu í þeim tilgangi að ekki mátti úthluta meiri kvóta til að trufla ekki verð á kvóta og þar með stöðu veða í bönkunum. Eins má spyrja hvað hefur EINOKUNIN eyðilagt mikið þar sem framsæknum nýliðum hefur verið haldið frá greininni. EINOKUN og framsækni fara sjaldan saman. 

Jú hefðin er löng en því miður gerir EINOKUN það að verkum að menn eru ekki á tánum. Og eins hefur takmark á úthlutun aflaheimilda "svelt makaði okkar" og opnað dyr frá öðrum framleiðendum með ódýrari fisk inná markaðina. Má þar nefna Alaska Ufsa flök og Hake frá S-Ameríku sem nú eru komin inní samkeppnina og lækka verð á okkar afurðum. 

Framsækin fyrirtæki hahahaha flotinn er yfir 30 ára gamall. Þessi fullyrðing Ragnars ætti nú að sýna öllum sem vilja einhverra hluta trúa þessum manni að hann er bara launuð málpípa en byggir ekki rök sín á staðreyndum heldur rökleysu og villum. Staðreyndin er að við sitjum uppi með alltof mikið af meðal skussum í útgerð i dag. 

Síðan klikkir fals prófessorinn út með því að þakka kvótakerfinu sem tók við af besta fiskveiðistjórnkerfi veraldar Sóknarmarkinu.  Þegar Ragnar tekur uppá því að bera þessi kerfi saman nær lygin hámarki. Staðreyndi er að í Sóknarmarki Matthíasar Bjarnasonar varð mesta framför í Íslenskum sjávarútvegi sem þessi þjóð hefur séð. Hér er ég að tala um veiðar, gæðamál, markaðs mál og framþróðun. Og þetta var gert án þess að skuldsetning færi fram úr veðhæfni flotans og fyrirtækjanna öfugt við það sem gerst hefur síðan framsalið var sett á illu heilli. Í sóknarmarki byggðum við upp þorskstofninn þrátt fyrir stór aukningu á skipafjölda og eins var sóknin skynsamleg og með komu markaðanna horfðum við fram á að stinga allar þjóðir af í fyrirkomulagi greinarinnar en í staðinn kom EINOKUN sem setti þjóðina á hausinn. ÞETTA DÁSAMAR PRÓFESSOR RAGNAR ÁRNASON ÆÐSTI HAG ÁLFUR. 

Fólk skal gera sér grein fyrir að núna þegar áróður LÍÚ dynur sem hæst og búið er að hneppa alla sem við komnir eru sjávarútvegi í svo kallaðan SJÁVARKLASA horfum við á ofbeldi Mogga-hirðarinnar sem aldrei fyrr. Nú skal freista þess að eigna sér fiskveiðiauðlind þjóðarinnar til eilífðar. Það er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar að losa okkur út úr kvótakerfinu og leggja af þessa EINOKUN sem fals spámenn eru að verja. 

 


mbl.is Ragnar Árnason: Sjávarútvegurinn og samkeppnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband