SUS lepur NÝ FÁVISKUNA úr YOU TUBE TRÚÐNUM H.H.

Alveg er einstakt að fylgjast með hvernig Eimreiðarhópurinn og fjármögnunin er búin að sýkja Sjáfstæðisflokkinn inn að beini. Þegar maður les það sem fram kemur í þessari yfirlýsingu frá SUS þar sem talað er um þjóðnýtingu og endurúthluta til almennings verður maður humsa.

Fiskurinn er eign þjóðarinnar og verður aldrei afhentur, seldur eða veðsettur en hann verður nýttur. Núna er notuð EINOKUN við úthlutun á aflaheimildum. MESTA EITUR í augum Sjálfstæismanna fyrir Davíð og spillinguna var EINOKUN samanber EINOKUN Mjólkur Samsölunnar á búnaðarvörum til borgarinnar. EINOKUN er alltaf af hinu vonda í þjóðfélögum og rýrir kjör almennings. Eins og kemur fram í þessari yfirlýsingu er almenningur ekki áhyggjuefni SUS og er vert að kjósendur taki vel eftir þessari stefnu þeirra labbakútanna. 

Það að nota orðið þjóðnýting um  veiðarnar vekur upp þá spurningu hverjir eru að þjóðnýta og hverjir eru að einkanýta? Er ekki réttast samkvæmt markaðshagfræði að aflaheimildir séu settar á markað hverju sinni og fólkið í landinu sitji við sama borð og bjóði í aflaheimildir? Hvaðan kemur stefna Sjálfstæðisflokksins að mismuna fólki í landinu og segi hverjir megi bjóða í eða "kaupa" aflaheimildir. Þegar ákvörun er tekin um að hámarka verð á vöru eða aðstöðu með markaðsaðferð þá opnar þú að sjálfsögðu markaðinn öllum til að tryggja eftirspurn.

SUS hefur fallið í þá gryfju að láta YOU TUBE TRÚÐINN H.H. draga sig á asna eyrunum inní myrkur Davíðismans og NÝ FÁVISKUNNAR. Ég hvet fólk í SUS til að leita sér gagna fyrir Davíð og fáviskunnar og sjái þá að hygla fáum á kostnað almennings er ekki stefna okkar sjálfstæðismanna heldur uppspuni asna sem treystu sér ekki í heiðarlega samkeppni við meðborgara sína. 


mbl.is Hafna frumvarpi Péturs Blöndal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með því að tala um þjóðnýtingu gefa þeir í skyn að þeir líti svo á að heimild sé það sama og eign. Ég ætla þá að bjóða þeim veð í ökuskírteininu mínu! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2012 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband