Styrmir er sammála Óla Ufsa .... þarf að sópa út úr Valhöll og gefa Forystunni frítt start.

Styrmir talaði hreint út í Silfrinu þegar hann lýsti því að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að ganga í gegnum Lýðræðisbyltingu. Þeir sem staðið hafa á hliðalínunni og horfðu agndofa á DO rústa fjárhag landsins og ganga erinda hagsmunaaðila gegn hagsmunum þjóðarinnar reyna nú af veikum mætti að hvetja forystusveit flokksins til að snúa við blaðinu og byrja að fylgja Sjálfstæðisstefnunni sem gengur þvert á  EINOKUN og Hagsmunapot.

Núna þegar rísa upp ný framboð fólks sem ekki er sátt við að styðja lengur við spillingu og græðgi eins og gömlu flokkarnir hafa gert er tími til kominn að Sjálfstæðisflokkurinn hefji naflaskoðun "Lýðræðisbyltingu" og komi fram með réttláta og skýra stefnu eftir svartnætti Davíð-ysmans.

Þjóðin þarf á sterku og heiðarlegu fólki að halda til forystu á landinu í framtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn á t.d. í fórum sínum besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi sem byggðist á hugmyndafræði flokksins. Hvernig væri að fara inní næstu kosningar undir löngu tímabæru slagorði  "AFNEMUM KVÓTANN OG TÖKUM UPP SÓKNARMARK ÞAR SEM EINSTAKLINGURINN VERÐUR Í FYRIRRÚMI TIL HAGSBÓTA FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU". 

Þeir sem ekki skilja að hér verður ekki búið við hagsæld nema fólkið njóti auðlindarinnar eru ekki að fara á þing til að vinna fyrir fólkið í landinu. Fiskveiðistjórn er mesta hagsmunamál Íslendinga og undirstaða þess að við réttum úr kútnum og getum hafið sókn til betri lífskjara. Ef okkur ber gæfa til að afnema EINOKUN og virkjum kraftinn sem fellst í frelsi einstaklingsins þá verðum við ekki í vandræðum með að skapa hér heilbrigt og réttlátt samfélag þar sem fólkið verður í fyrirrúmi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki verður auðvelt að rétta kompásinn á Sjálfstæðisflokknum. Þar er stefnan gefin eftir bjartsýninni eins og hún er hverju sinni en sjaldan farið eftir aðstæðum hverju sinni.

Við lentum í brotsjó þar sem þjóðarskútan var flöt fyrir himinhárri öldunni. Enginn í brúnni vildi trúa því sem var í raun að gerast.

Því fór sem fór. En við erum með mjög góða vinstri stjórn þó svo hún styðjist við mjög veikan meirihluta. Hún hefur reynst okkur betur en talið var, hefur staðist öll áföll og hefur tekist að rétta stefnuna.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2012 kl. 19:39

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka  þér innlitið Guðjón.

Ólafur Örn Jónsson, 19.2.2012 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband