LÍFSKJÖR á Íslandi

Áróðursmaskínan innan LÍÚ og dindlar þeirra sem berjast nú fyrir KVÓTAPÚKANN gegn nauðsynlegu afnámi KVÓTAKERFISINS illræmda halda því fram að KVÓTAKERFIÐ sé undirstaða mannsæmadi lífskjara.

það er orðið hverjum manni ljóst hve mikið vægi fiskveiðistjórnun hefur á lífskjör í landinu og hve neuðsynlegt er að hafa hér kerfi sem hámarkar afrakstur auðlindarinnar hverju sinni um leið og ekki sé gefinn EINOKUN á nýtingunni. 

Síðan ég fæddist fyrir mörgum mörgun árum hafa lífskjör á Íslandi aldrei verið verri en núna eftir 27 ár í KVÓTAKERFI. þetta á sér stað eftir að FYRIR KVÓTAKERFIÐ höfðu lífskjör á landinu aldrei tekið jafn miklum framförum. 

Staðreyndin er sú að ef ekki hefði komið til þetta illræmda KVÓTAKERFI og EINOKUNIN sem í henni fólst værum við í dag við hlið NORÐMANNA sem AUÐUGASTA ÞJÓÐ Í VERÖLDINNI. 

Allt tal um að áframhald KVÓTAKERFIS sé hornsteinn bættra lífskjara er lýðskrum og óheiðarlegur áróður runninn undan rótum GRÆÐGINNAR. Spillingu þarf að rífa upp með rótum eins og annað illgresi og eyða úr samfélagsgarðinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hefur lítið heyrst til púkans undanfarið Ólafur.Sem kannski er eðlilegt þar sem púkar forðast birtu og að sjálfsögðu er bjartast yfir sumarið.En fregnir hafa borist af honum sunnar í Evróp þar sem hefur verið dimmra..Hann hefur meðal annar komið oft við í Brussel.Hann er sá útgerðarmaður í Evrópu sem spannar flest lönd í Evrópu með útgerð og er auk þess með  starfsemi í Afríku og Ameríku, Grænland.Þú veist allt þetta.Er púkinn kanski að selja fullveldi Íslands.Það þarf að huga að því.Ég hef áður minnst á hvaða tilverurétt fólk taldi að púkar hefðu hér á árum áður og hvaða aðferðum fólk beitti við þá.Ég ætla ekki að endurtaka það hér. 

Sigurgeir Jónsson, 31.8.2011 kl. 10:49

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já þetta er satt og rétt hjá þér Sigurgeir og áður en ég vissi betur dáðist ég eins og þú og fleiri af "hugviti og viðskiptakænsku" þessa manns. En nú þegar fúlipyttur hefur opnað sig og klækirnir og óbilgirnin er augljós er fátt til að dáðst að.

Ég er þannig þenkjandi Sigurgeir að ég fæ aldrei skilið hvernig menn geta verið haldnir slíkri óðagræðgi að þeim sé sama þótt þeir valti yfir allt og alla eingöngu ef þeir fá fullnægt græðgi sinni. 

Ólafur Örn Jónsson, 31.8.2011 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband