27.8.2011 | 11:05
DIRTY MONEY
Þegar banki leyfir sér að taka verðlaust veð og prenta út á það peninga er það vísvitadi brot á almennum lánareglum peningastofnanna. Og þegar sama stofnun tekur þessa peninga og telur þá sem "fram sett eigiðfé" viðkomandi aðila og lánar þrefalda upphæð út á þá er búið að fremja glæp sem nefnist fjárdráttur. Svona fóru bankarnir að í samskiptum sínum við útgerðamenn. Tóku kvótaveð gild sem gull væri og lánuðu síðan vissum útgerðaaðilum út á eigiðfé. Gróðinn af þessu fyrir vissa útgerðamenn var slíkur að þeir misstu sig gjörsmalega og svo fór sem fór.
Lög voru brotin á fólki og því rutt úr vegi. Ritstjórum var hótað ef þeir birtu krítík á það sem átti sér stað og menn fengu upphringingar þar sem þeim var hótað ef þeir létu ekki af skoðunum sínum á kvótakerfinu.
Þetta illa fengna fé flýtur nú um þjóðfélagið og hefur verið notað til að færa gífurleg völd í hendur fámennisklíku innan LÍÚ. Ríkisstjórnin á ekki nema eitt ráð í þessari baráttu um Ísland. AFNEMA ÞEGAR Í STAÐ KVÓTAKERFIÐ OG KOMA Á SÓKNARMARKI. Það verður að koma í veg fyrir valdarán áður en það er um seinan. Það kemur í hlut ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að koma í veg fyrir þann glæp sem verið er að fremja með stuðningi valda mestu samtaka landsins.
ALLS EKKI MÁ TALA MEIRA UM AÐ HÉR VERÐI KVÓTAKERFI Í NEINNI MYND. þJÓÐIN LEYFIR ÞAÐ EKKI. ÞESSU SVÍNARÍI VERÐUR AÐ LJÚKA NÚNA.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.