Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.9.2013 | 08:29
Að verja auðlindirnar skiftir þig máli.
Aldrei eins og í dag hefur þjóðin verið í eins mikilli hættu að missa sjávarauðlindina úr höndum sér. Fólk sem hefur fengið í skjóli hagsmunagæslu stjórnmálanna að sitja að nýtingu fiskimiðanna varin með múrum EINOKUNAR lætur sér ekki nægja að vera búið að sitja á þessum illa fengnu forréttindum í 30 ár nú skal tryggja sér "eign" á forréttindunum. Eign á stærstu og dýrustu auðlind þjóðarinnar sem er ekki bara undirstaða velferðar á landinu heldur undirstaða bygglaganna sem eru í nálægð miðanna og best búin til að virkja auðlindina í þágu þjóðarinnar allrar.
Eftir hrun hefur komið berlega í ljós hversu "fátæk" þjóðin er án sjávarauðlindarinnar. Eftir hrunið þegar gífurleg óráðsía og skuldasúpa útgerðanna birtist urðu bankarnir að fá "fyrirfram greiddan" arð útgerðanna greiddan til baka svo að gróðinn af gengisfellingunni hvarf inní bankanna og í vasa útgerðarinnar en nýtist þjóðinni ekki í vörn og uppbyggingu þjóðfélagsins.
Því miður ristir spillingin í stjórnmálum svo djúpt á Íslandi að viðleitni okkar fólksins til að reyna að bjarga því sem bjarga varð með því að kalla "nýja" aðila að stjórnarborðinu fór á þver öfugan veg við það sem við þurftum á að halda við þær aðstæður sem blöstu við eftir hrunið. Skilyrðislaus krafa þjóðarinnar um afnám kvótakerfisins eins og sett var með stórum stöfum í stefnu yfirlýsingu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var ekki bara svikin heldur sett af stað fáránlegt ferli ( VG og Árni Páll ) um að framselja "NÝTINGARÉTTINN" á auðlindinni til útgerðarinnar.
Í stað þess að þjóðin næði að refsa spilltum stjórnmálamönnum og hafna þeim í síðust kosningum létu kjánar blekkjast til að kjósa til valda grímulausar gengilbeinur þeirra útgerðamanna sem ætla sér að svíkja nýtingaréttinn út úr þjóðinni.
Hvers vegna erum við heimsk þjóð á hálum ís? Við horfum á heilbrigðiskerfið, okkar dýrustu eign, sem búin er að kosta okkur blóð svita og tár að byggja upp og gera það besta í heimi hrynja vegna græðgi fárra einstaklinga sem við settum í forsæti við matarborð fiskimiðanna? EINOKUNIN sem búin er að vera um fiskveiðar og vinnslu er að eyðileggja allt þjóðfélagið og nú stefnir ríkisstjórnin að því að framselja NÝTINGARÉTTINN til 20 ára eða eilífðar eins og það mun þíða?
Þetta er útgerðin búin að vera að undirbúa með skipulögðum hætti í 20 ár og nú er ryki slegið í augu okkar og verið að reyna að telja okkur trú um að þetta sé nauðsynlegt???? Þetta er ekki nauðsynlegt frekar en kvótakerfið er/var nauðsynlegt! Þetta er bara fáránlegt og þjóðin "við" verðum að vakna og verjast þessari aðför að íslensku þjóðfélagi og afkomu okkar og afkomenda okkar í framtíðinni. Sjávarauðlindin dugar okkur ágætlega til að halda uppi góðum lífsgæðum en alls ekki til að halda hérna hirð manna sem veltast um í frekju og valdagræðgi og gefa skít í allt og alla. Gjaldtaka og skattar á útgerðina geta ekki fært okkur tekjurnar og hagsældina sem við þurfum að fá úr hafinu. Afnám hafta og einokunar og frelsi til veiða á jafnréttis grunni er það sem við þurfum til að landsbyggðin geti aftur orðið undirstaða og sá framfarabroddur sem þarf í íslenskan ´sjávarútveg en er nú að hverfa undir hæl kvótapúkans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2013 | 09:45
Ástin gegn hatrinu og eyðileggingunni
Ástin og væntumþykjan sem hríslast svo unaðslega um taugastrengi líkamans og hámarkast í ástalotum elskendanna er sannarlega hámakið í sköpunarverki Guðs. Með þessari fullkomnun á sköpunarverkinu lagði Guð grunninn að fjölskyldunni sem sannarlega á að vera undirstaða samfélagsins og stjórna skiptingu auðævanna þar sem hvatning einstaklinganna gengur út á að byggja sér og sínum heimili í samfélagi mannanna. Í samfélagi okkar verða að vera reglur sem tryggja línur réttlætis en hefta ekki eða mismuna einstaklingunum á neinn hátt. Reglur sem koma í veg fyrir að hópar manna sölsi undir sig auðævi og tækifæri sem leynast í samfélaginu og eiga að vera opin vinnufúsum höndum sem vilja og kunna til að tryggja framgang einstaklinganna og heill þjóðar. Tryggja framgang fjölskyldnanna sem verða að fá að þroskast til að geta staðið sem hornsteinar samfélagsins og skapa þann styrk sem þarf til að allir hafi tækifæri til lífs og heilsu.
Rotin stjórnmál, Framsóknarmennska og græðgin hafa eyðilagt þetta á Íslandi. Og það sem verra er allt of margir hafa dregist inní þá eyðileggingu og taka þátt í lyginni og falsinu sem notað er til að halda fólkinu í fanga villusýnar og blekkingar. Bankarnir sem gerðir voru fólkinu ómissannlegir eru notaðir til að stjórna fólkinu í dag og rífa af þeim réttmætar eigur þeirra og svipta það þannig þeim völdum og áhrifum sem einstaklingarnir eiga að hafa í þjóðfélaginu.
Íslenska þjóð við vorum sannarlega svikin og svívirt og létum síðan plata okkur með gylliboðum til að kjósa í stjórn landsins menn sem áttu það eina erindi inná Alþingi að festa í sessi það ranglæti og þá spillingu sem rifið hefur upp með rótum undirstöðu þess góða og réttláta samfélags sem víð byggðum upp á fallega auðuga landinu okkar. Guð varaði okkur við græðginni og benti okkur á að lifa í sveita okkar andliti og tryggja veggi fjölskyldunnar án þess að ásælast eigur annarra og sölsa undir okkur völd og áhrif yfir öðrum. Við þurfum að hreinsa til í musteri stjórnmálanna og ryðja braut réttlætis í atvinnulífi þjóðarinnar til að hér verði aftur búsældarlegt fyrir okkur venjulegt fólk sem þarf ekki að "taka meðborgara okkar í rassgatið" á hverjum degi til að sofa vel á nóttinni.
20.9.2013 | 10:24
"Spilltasta ríki Evrópu" var LEXIAN sem við neyddumst til að læra.
![]() |
Ísland verði fyrst út úr kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2013 | 08:12
SLÓTTUGUR er kvótapúkinn.
Nú kemur i ljós að fíflin i SF hefðu betur aldrei nefnt þetta fáránlega veiðileyfagjald á nafn. Þjóðin þarf ekki að fá skatttekjur af veiðunum þjóðin þarf að afnema EINOKUN kvótahirðarinnar a fiskveiðunum og taka her upp fiskveiðistjórnun þar sem allir sitja við sama borð og afrakstur af greininni er hamarkaður. Með allan fisk a markað er tryggt að arður af veiðunum dreifist um þjóðfélagið og endar hjá ríkinu öfugt við það sem nú er. Bara breyting i Sóknarmark strax eftir hrun eins og þjóðin vildi hefði gefið okkur 70 milljarða i auknu flæði fjár um þjðfélagið a ari frá hruni.
Ég stend agndofa og horfi a hvað fólk er dofið fyrir því sem á sér stað fyrir fyrir framan nefið a okkur á meðan verið er að rífast um málefni esb sem er alls ekki tímabært a meðan svikarar í æðstu stöðum þjóðfélagsins eru að ræna auðlindinni frá þjóðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2013 | 07:27
Djöfulsins viðbjóður í gangi í þessu þjóðfélagi í skjóli kjána kjosenda.
![]() |
Fengu húseignir á góðum kjörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nuna þegar betur og betur er komið i ljos að her verður ekki rekið velferðakerfi með haum kaupmætti almennra launa nema að afnema EINOKUNINA a fiskveiðum og vinnslu. Þegar velferðakerfið sem byggt var og rekið fyrir daga kvotans er að hrynja i hausinn a okkur þurfum við að vakna til vitundar um að eitthvað storkostlegt er að i uppbyggingu þjoðfelagsins.
Ein rikasta þjoð i veröldinni geti ekki lengur haldið mannsæmandi kaupmætti almennra launa og borgað t.d. læknum og hjukrunarfolki samkeppnishæf laun er oboðlegt i einu lengsta og mesta goðæri siðustu ara til sjavar og sveita?
Hefjum barattu gegn gendarlausri græðgi farra og naum aftur stjorn eigin mala ur höndum þeirra sem stra um sig illa fengnu gullinu til að þetta vörnina um serhagsmuni sina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2013 | 12:13
Vinnuframlag, dugnaður og vandvirkni í stað græðgi, yfirgangs og frekju
Baráttan fyrir afnámi kvótakerfisins sem er að eyðileggja þjóðfélagið gengur ekki út á hatur og illgirni heldur afnám HAFTA og EINOKUNAR sem ekki á að þekkjast í nútíma þjóðfélagi.
Að sjálfsögðu á að afnema fiskveiðistjórnkerfi sem aldrei hefði átt að innleiða og búið er að þróa í þá átt að langstærstur hluti arðsins nýtist þjóðinni ekki. Búið er að útfæra umgjörðina í kringum kerfið á þá leið að sem minnst af arðinum rennur um æðar samfélagsins heldur rennur beint inní bankanna sem fitna og í hendur þeirra útgerða sem skuldsett hafa kvótaeign þjóðarinnar í botn.
Það vita allir sem vilja vita að kvótastýring á fiskveiðar getur aldrei skilað hámarks afrakstri hvers stofns við botntroll veiðar eins og við höfum kynnst illþyrmilega síðastliðin 5 ár þegar við höfðum svo sannarlega þörf fyrir þann auka afla sem ekki var tekinn í þorski, karfa, ufsa og síld. Milljarðar forgörðum í þeim eina tilgangi að halda uppi verði á kvóta og passa að skapa ekki offramboð á eign þjóðarinnar.
Kominn er tími til að þjóðin átti sig á því að afnám kvótakerfisins er stærsta hagsmunamál okkar og við verðum að brjóta niður múra EINOKUNAR um verðmæti hafsins til að geta brauðfætt þjóðfélagið og haldið gangandi velferðarkerfi og kaupmætti launa eins og var hér fyrir kvótakerfið.
Ekkert er því til fyrirstöðu að þjóðin knýi fram breytingar á fiskveiðistjórninni og afnemi það óréttlæti sem ríkir í greininni. Með því að taka upp sóknarmark að hætti Matthíasar Bjarnasonar sem var gott og skilvirkt kerfi og setja allan fisk á markað er búið að breyta þjóðfélags gerðinni sem kvótakerfið hefur eyðilagt. Hér mun aftur rísa þjófélag þar sem VINNUFRAMLAG, DUGNAÐUR OG VANDVIRKNI ERU Í FYRIRRÚMI VIÐ SKIPTINGU ARÐSINS AF TEKJUM ÞJÓÐARINNAR EN GRÆÐGIN, YFIRGANGURINN OG FREKJAN VERÐUR AÐ VÍKJA.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.8.2013 kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2013 | 04:34
Ísland vs Noregur
Takið eftir fyrir kvótakerfið var hagvöxtur á Íslandi slíkur að með áfram haldandi Sóknarmarki og allan fisk á markað eins og til stóð væru Íslendingar ein ríkasta þjóð veraldar við hlið NOREG!
En þá kom HALLDÓR ÁSGRÍMSSON.
Eyðilegging kvótakerfisins á íslensku efnahagslífi á sér enga hliðstæðu í hinum Vestræna heimi og eyðileggingin heldur áfarm þar til fólkið í landinu áttar sig loksins á því að þrátt fyrir að auðævi okkar séu mikil höfum við ekki efni á að halda hirð sem veltir sér uppúr arðinum af auðlindunum á meðan velferðarkerfið sem við byggðum og rákum fyrir kvótakerfið hrynur vegna fjárskorts.
Frelsi til veiða og allan fisk á markað þarf að taka við af Framsóknarstefnunni EINOKUN OG HÖFT.
![]() |
Olíusjóðurinn stækkar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2013 | 10:06
Margföldun peninganna. Flæði fjár er nauðsyn til hagvaxtar.
"Saga peninganna" kenndi okkur hvernig bankinn getur nýtt sér innlögn í hreinu gulli og búið til þrefalt (nífalt) margfeldi gullsins og nýtt það til útlána.
Þetta var undirstaða stóra kvótafroðu þjófnaðarins. Eign þjóðarinnar var notuð sem eigin fé útgerðanna (hrein eign GULL) útgerðanna. Bankinn tók veð í útgerðinni kvótanum og lánaði útgerðinni einu sinni tvisvar eða þrisvar eða einhverjum öðrum því bankinn hafði nú þrefalt "verðmæti" kvótans reiknað út frá verði á kvótanum í viðskiptum útgerðarmanna á meðal.
En þetta er annað mál. Kvótarúllettan hefur skapað hrikalega aðstöðu sem þjóðin er að vefjast inní horfandi á lækkun launa og hrun velferðarkerfisins. Sérfræðingar þora ekki að segja hvað þarf að gera og pólitíkusar er múlbundnir á klafa gömlu hagsmunagæslu flokkanna.
Þjóðin nær sér ekki á strik af því að arðurinn af fiskveiðunum er múraður inní í útgerðunum og bönkunum með EINOKUN og nær ekki að flæða í gegnum æðar þjóðfélagsins og mynda þar með MARGFELDIÐ í virðisaukanum sem verður þegar segjum 45 milljarðar sem núna eru í höndum kvótahirðarinnar + 15 milljarðar sem ekki eru veiddir núna en eru til staðar (=60 milljarðar) færu með eðlilegum hætti í gegnum hendur fjöldans og fyrirtækja landsins.
Ég er ekki lærður hagfræðingur en veit að þarna úti eru heiðarlegt fólk sem gæti og hefur aðferðir við að reikna út hvað svona flæði fjár um þjóðfélagið myndi gefa í margfeldi eftir að hafa farið í gegnum verslun og viðskipti og endað inní ríkissjóði sem gæti þá staðið við skuldbindingar sínar.
EIGUM VIÐ EKKI BARA AÐ HÆTTA MEÐ ÞETTA ANDSKOTANS KVÓTAKERFI OG FARA AFTUR AÐ BYGGJA UPP OKKAR EIGIN ÞJÓÐFÉLAG ÁN KVÓTAHIRÐAR OG HIRÐFÍFLA ÞEIRRA?
Frábær ábending hjá Birni og segir mikið um hvernig komið er fyrir okkur sem þjóð með handónýtt þjóðfélag og banka sem nærast á EINOKUN og HÖFTUM.
Ekkert má lengur vera frjálst og opið einstaklingunum allt verður að vera háð EINOKUN OG KVÓTUM til að banka menn skilji verðmæti. Menn sem berjast af eigin rammleik eru taldir asnar af íslensku bankaelítunni sem veit hverjum þeir vilja þjóna.
Var ekki einhvern tíma til flokkur á Íslandi sem stóð við bakið á einstaklingunum og barðist gegn EINOKUN OG HÖFTUM? Hver fór hann?
Datt hann kannski ofaní haughús Framsóknar á eftir Formanni sínum?
![]() |
Furðulegur söfnuður í bankakerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |