Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gjaldtakan getur ekki gengið fyrir nýtingu miðanna og stjórn fiskveiða

Það eru ennþá til menn sem halda og vilja trúa að það sé hægt að stjórna fiskveiðum með kvóta. Menn verða að skilja að til að ná hámarks afrakstri af veiðunum verður aldrei hægt að notast við kvótakerfi. Það er af því að Þorskurinn (náttúran) passar aldrei inní reikniforrit.
 
Það er ekki nóg að hafa verið á sjó til að skilja fiskveiðar. Þú hangir ekki á dekki eða niðrí móttöku og skilur hvað þarf til leita og finna fisk. Bubbi Jens einn okkar fremsti togaraskipstjóri sagðist eitt sinn hugsa eins og þorskurinn. Þeir sem ekki skildu hvað hann sagði gerðu grín af þessum ummælum en þetta er staðreyndin Skipstjórar læra af reynslunni að setja sig inní hegðunarmynstur fisksins. Fleiri þekkja þetta úr laxveiðinni sárstaklega fluguveiði.
 
En það sem fær menn til að þrjóskast við kvótastýringu er að þeir skilja "kvóta" og halda að það sé auðveldasta leiðin til að rukka fyrir afnot af auðlindinni. Þessir aðilar eru að gæla við þá hugmynd að fiskveiðar og gjald af nýtingu miðanna geti tekið við af skattheimtu. Þetta er náttúrulega regin fyrra og ekkert nema lýðskrum að halda þessu fram. Víst er hægt að taka auðlindagjald þegar vel árar en þjóðfélagið má ekki vera háð slíku gjaldi og það má ekki verða eins og SF fólk leyfir sér að láta í skína að það geti farið að hygla vildarvinum og draumaverkefnum með tekjum af slíku gjaldi.
 
Auðlindagjald má aldrei verða annað en auðlindasjóður sem síðan er rekin til hagsbóta fyrir þjóðfélagið allt í formi lífeyrissjóðs eða eitthvað í þá veru. Þetta gera sveiflur í veiðum og afkomu sjávarútvegs og eins sveiflur í afkomu þjóðfélagsins. Stór og traustur auðlindasjóður sem væri utan langra fingra stjórnmálamanna gæti verið góð kjölfesta í jafn sveiflukenndu þjóðfélagi og Ísland er og verið trygging fyrir ungviðið og aldraða.
 
Og ef ekki kvótavitleysa hvað þá? Jú við afnemum kvótann og setjum aftur sóknarmark með allan fisk á markað. Á markaði tökum við gjald eftir einhverri þeirri reglu sem sem við setjum og gerir það að verkum að í meðalári og góðærum fær þjóðin rentu af öllum lönduðum fiski eða þeim fisk sem er að skila hagnaði hverju sinni. Eins fær þjóðin alltaf rentu af undirmálsfisk sem landað er og þeim fiski sem reynist skemmdur einhverra hluta vegna. Þessi gjöld rynnu í sérstakan auðlindasjóð sem lyti einhverri þeirri stjórn sem væri bundin þjóðinni beint en ekki í gegnum stjórnmálaflokka. Við eigum nú endanlega að hafa lært að fólki úr þeirra röðum er ekki treystandi fyrir lögbundnum eigum almennings.
 
Hvað ætti slíkur sjóður að annast? Skilyrðislaust ætti þessi sjóður að vera ávaxtaður eins kröftuglega og kostur er og má sannarlega horfa til Norska sjóðsins í því sambandi. Og hann ætti að fjármagna sérstök “gæluverkefni kynslóðanna“ eins og barnaspítala og öldrunar deildir sjúkrahúsanna. Byggingu og rekstur elliheimila og barnaheimila þar sem lagt yrði uppúr góðu starfsfólki. (Gott starfsfólk kostar meira og skilar meiru). Það að ætla að fara að láta ríkissjóð treysta á að sjávarútvegur geti tekið yfir venjulegan rekstur þjóðfélagsins er bara hlægileg heimska og vitleysa (lýðskrum) sem heimskt fólk eins og í SF lætur sér detta í hug til að falsa út atkvæði gegn betri vitund.
 
Vegna svona hugsunar þurfum við að komast eins langt frá kvótakerfinu og við getum. Því lengra því betra. Við verðum að skilja að mesti gróði þjóðfélagsins er í því að hér sé heilbrigt umhverfi í sjávarútvegi þar sem allir sitja við sama borð og allur fiskur fari á markað. Þannig myndast sú drift út um allt landið og skilar þjóðfélaginu hagnaði sem allir munu njóta.
 
Nú er verið að leggja loka hönd á það sem ég kalla „skipulagðan glæp“. „SAMNINGALEIÐINA“ nýja kvótafrumvarp ríkisstjórnar LÍÚ þar sem Ríkisstjórn LÍÚ semur við LÍÚ um að ríkið þ.e. þjóðin afsali sér með öllu nýtingu á fiskimiðunum. Færustu áróðursmeistarar LÍÚ eru innan dyra hjá ríkisstjórninni að plotta hvernig þessu verður troðið ofaní kok á þjóðinni og við skulum ekki efast um að fagrar ræður verða haldnar þar sem þjóðinni verður boðið „sanngjarnt“ gjald fyrir. En það á aldrei að greiða þetta sanngjarna gjald því að ekkert sanngjarnt gjald getur komið í stað þess gífurlega taps sem þjóðin hefur af kvótakerfinu í formi vannýtingar fiskimiðanna og hruni á markaðshlutdeild. Afnám kvótakerfisins er eina raunhæfa kjarabót þjóðarinnar allrar sem á það skilið að losna við kvótahirðina og alla þá eyðileggingu sem henni hefur fylgt.
 
PS Ef einhverjum stjórnmálamönnum finnst að sér vegið í þessum pistli mínum þá vil ég benda á lítið dæmi sem sýnir hversu lítið erindi hugmyndafræði stjórnmálamanna á í sjávarútveginn. Eftir 7 ára starf hjá BUR þar sem ég sat meðal annars útgerðarráðsfundi get ég fullyrt að eina sem var að í rekstri BUR var að koma útgerðaráðs. (þ.e. aðkoma stjórnmála manna).

Gjaldtakan má ekki ganga fyrir í stjórnfiskveiða og nýtingu miðanna.

Það eru ennþá til menn sem halda og vilja trúa að það sé hægt að stjórna fiskveiðum með kvóta. Menn verða að skilja að til að ná hámarks afrakstri af veiðunum verður aldrei hægt að notast við kvótakerfi. Það er af því að Þorskurinn (náttúran) passar aldrei inní reikniforrit.
Það er ekki nóg að hafa verið á sjó til að skilja fiskveiðar. Þú hangir ekki á dekki eða niðrí móttöku og skilur hvað þarf til leita og finna fisk. Bubbi Jens einn okkar fremsti togaraskipstjóri sagðist eitt sinn hugsa eins og þorskurinn. Þeir sem ekki skildu hvað hann sagði gerðu grín af þessum ummælum en þetta er staðreyndin Skipstjórar læra af reynslunni að setja sig inní hegðunarmynstur fisksins. Fleiri þekkja þetta úr laxveiðinni sárstaklega fluguveiði.
En það sem fær menn til að þrjóskast við kvótastýringu er að þeir skilja "kvóta" og halda að það sé auðveldasta leiðin til að rukka fyrir afnot af auðlindinni. Þessir aðilar eru að gæla við þá hugmynd að fiskveiðar og gjald af nýtingu miðanna geti tekið við af skattheimtu. Þetta er náttúrulega regin fyrra og ekkert nema lýðskrum að halda þessu fram. Víst er hægt að taka auðlindagjald þegar vel árar en þjóðfélagið má ekki vera háð slíku gjaldi og það má ekki verða eins og SF fólk leyfir sér að láta í skína að það geti farið að hygla vildarvinum og draumaverkefnum með tekjum af slíku gjaldi.
Auðlindagjald má aldrei verða annað en auðlindasjóður sem síðan er rekin til hagsbóta fyrir þjóðfélagið allt í formi lífeyrissjóðs eða eitthvað í þá veru. Þetta gera sveiflur í veiðum og afkomu sjávarútvegs og eins sveiflur í afkomu þjóðfélagsins. Stór og traustur auðlindasjóður sem væri utan langra fingra stjórnmálamanna gæti verið góð kjölfesta í jafn sveiflukenndu þjóðfélagi og Ísland er og verið trygging fyrir ungviðið og aldraða.
Og ef ekki kvótavitleysa hvað þá? Jú við afnemum kvótann og setjum aftur sóknarmark með allan fisk á markað. Á markaði tökum við gjald eftir einhverri þeirri reglu sem sem við setjum og gerir það að verkum að í meðalári og góðærum fær þjóðin rentu af öllum lönduðum fiski eða þeim fisk sem er að skila hagnaði hverju sinni. Eins fær þjóðin alltaf rentu af undirmálsfisk sem landað er og þeim fiski sem reynist skemmdur einhverra hluta vegna. Þessi gjöld rynnu í sérstakan auðlindasjóð sem lyti einhverri þeirri stjórn sem væri bundin þjóðinni beint en ekki í gegnum stjórnmálaflokka. Við eigum nú endanlega að hafa lært að fólki úr þeirra röðum er ekki treystandi fyrir lögbundnum eigum almennings.
Hvað ætti slíkur sjóður að annast? Skilyrðislaust ætti þessi sjóður að vera ávaxtaður eins kröftuglega og kostur er og má sannarlega horfa til Norska sjóðsins í því sambandi. Og hann ætti að fjármagna sérstök “gæluverkefni kynslóðanna“ eins og barnaspítala og öldrunar deildir sjúkrahúsanna. Byggingu og rekstur elliheimila og barnaheimila þar sem lagt yrði uppúr góðu starfsfólki. (Gott starfsfólk kostar meira og skilar meiru). Það að ætla að fara að láta ríkissjóð treysta á að sjávarútvegur geti tekið yfir venjulegan rekstur þjóðfélagsins er bara hlægileg heimska og vitleysa (lýðskrum) sem heimskt fólk eins og í SF lætur sér detta í hug til að falsa út atkvæði gegn betri vitund. Vegna svona hugsunar þurfum við að komast eins langt frá kvótakerfinu og við getum. Því lengra því betra. Við verðum að skilja að mesti gróði þjóðfélagsins er í því að hér sé heilbrigt umhverfi í sjávarútvegi þar sem allir sitja við sama borð og allur fiskur fari á markað. Þannig myndast sú drift út um allt landið og skilar þjóðfélaginu hagnaði sem allir munu njóta. Nú er verið að leggja loka hönd á það sem ég kalla „skipulagðan glæp“. „SAMNINGALEIÐINA“ nýja kvótafrumvarp ríkisstjórnar LÍÚ þar sem Ríkisstjórn LÍÚ semur við LÍÚ um að ríkið þ.e. þjóðin afsali sér með öllu nýtingu á fiskimiðunum. Færustu áróðursmeistarar LÍÚ eru innan dyra hjá ríkisstjórninni að plotta hvernig þessu verður troðið ofaní kok á þjóðinni og við skulum ekki efast um að fagrar ræður verða haldnar þar sem þjóðinni verður boðið „sanngjarnt“ gjald fyrir. En það á aldrei að greiða þetta sanngjarna gjald því að ekkert sanngjarnt gjald getur komið í stað þess gífurlega taps sem þjóðin hefur af kvótakerfinu í formi vannýtingar fiskimiðanna og hruni á markaðshlutdeild. Afnám kvótakerfisins er eina raunhæfa kjarabót þjóðarinnar allrar sem á það skilið að losna við kvótahirðina og alla þá eyðileggingu sem henni hefur fylgt.
 
PS Ef einhverjum stjórnmálamönnum finnst að sér vegið í þessum pistli mínum þá vil ég benda á lítið dæmi sem sýnir hversu lítið erindi hugmyndafræði stjórnmálamanna á í sjávarútveginn. Eftir 7 ára starf hjá BUR þar sem ég sat meðal annars útgerðarráðsfundi get ég fullyrt að eina sem var að í rekstri BUR var að koma útgerðaráðs. (þ.e. aðkoma stjórnmála manna).

"Íslenska efnahagsundrið" var bara geggjun...

Íslenska efnahagsundrið var bara geggjun og ekkert annað. Geggjun sem gekk út á að halda lýðnum illa upplýstum á meðan elítan herti tökin á EINOKUN í atvinnulífinu og undirtökin í bönkunum með hjálp stjórnvalda. Hjálp fólksins sem við kusum til að afnema spillingu og sóðaskap í stjórn- og bankakerfinu. Fólkið sem kom í veg fyrir „nýtt Ísland“.

Jú Eva Joly hjálpaði okkur og við settum upp embætti sérstaks saksóknara og við vorum heppin með frábæran starfskraft í FME Gunnar Andersen en létum skítaköggul í stjórnmálastétt komast upp með að bola honum úr starfi. Husið ykkur þau gátu stoppað flóð glæpamála inní réttarkerfið.  

Við létum (látum) hylja augum okkar orsök hrunsins á meðan sama orsök liðar þjóðfélag okkar í sundur svo ekki stendur lengur steinn yfir steini og fólk þjáist þraut pínt við slæm starfskilyrði og lág laun eins og í heilbrigðisgeiranum og víðar.

Hvað olli hruninu? FROÐA! Hvaðan koma FROÐAN? Peningarnir „milljarðarnir“ sem ekkert var á bakvið? Jú FROÐAN  kom úr ofur kvótalánum teknum út úr ríkisbönkunum veðsettum í kvóta kvótahirðarinnar. „Fyrirfram greiddur arður“ í sumum tilfellum eða menn voru „keyptir út“.  Þetta brall er ennþá á fullu og lánin afskrifuð en lántakendur halda kvótanum og fyrri „eigendur“ labba burt með milljarðana sem falla á endanum á ríkissjóð og veskið þitt.

Þessi FROÐA orsakaði „stækkun“ bankanna svo útúr flæddi og græðgin óx og óx og EIMREIÐIN OG SÍS MAFÍAN (þeir sem eru aftur komnir í stjórn) sem hvergi máttu sjá gróðavon einkavæddu bankana sem settu síðan þjóðina endanlega á hausinn og ætla að halda henni þar.

Hvers vegna stoppum við þessa geggjun ekki? Er ekki nóg að vera búin að missa stóran eða allan hluta eigna okkar og láta hnýta hér í raunveruleikan láglaunastefnu og þrældóm? Það sitja þjófar á þingi og erindi þeirra þangað er að fullkomna skipulagðan glæp gegn þjóðinni sem gengur út á að ná fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum til eilífðar. Ekki í eitt ár ekki í 10 ár eða 20 ár nei til eilífðar. Þetta styðjum við og undir engum nema okkur komið að stoppa þennan feril og geggjun.

Búsáhaldabyltingunni var stolið af fólkinu og snúið uppí andhverfu sína. Þá áttum við ekki stjórnaskrá og vissum ekki að ALLIR gömlu flokkarnir eru rotnir inn að beini í spillingu og hagsmunapoti og þeir fáu einstaklingar sem hanga þar  inni eru kúgaðir til hlýðni. Nú erum við tilbúin með nýtt fólk sem er reiðubúið að taka til hendinni og færa okkur aftur lýðræðið og réttlætið. Við höfum séð að heiðarlegir menn „af götunni“ eru margfalt betri stjórnendur en sauðspilltir stjórnmálamenn ON THE TAKE.


Ríkisstjórn LÍÚ semur við LÍÚ um framsal nýtingaréttarins til eilífðar.

"SAMNINGALEIÐIN" Er það kallað nýja KVÓTAfrumvarpið sem á að leggja fram á Alþingi. Hér er um loka árás kvótahirðarinnar í stríðinu við þjôðina um eign (Nýtingarétt ) á auðlindinni að ræða.

Eftir að þjóðin hefur stefnt samskiptum sínum við nálægar vinaþjóðir í hættu með útfærslu landhelginnar og staðið í fararbroddi fiskveiðiþjóða að tryggja rétt sinn yfir fiskimiðunum stöndum við frammi fyrir þeirri leiðu staðreynd að þeir sem síst skyldi snúast gegn þjóðinni og reyna að véla til sín þjóðareignina. Knúðir áfram af græðgi og valdhroka ganga þeir gegn hreinum meirihluta þjóðarinnar sem í 30 ár hefur lýst sig andvígan kvótakerfinu og EINOKUNNAR útgerðarinnar á auðlindinni og vinnslu sjávarafla.

Kæru landsmenn. Afnám kvótakerfisins er lang stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og án þess verður hér enginn hagvöxtur fólksins í landinu. Við verðum að halda vöku okkar og ekki làta svikula stjórnmálamenn sem ganga erinda græðginnar komast upp með að stela nýtingaréttinum og EINOKA sjávarútveginn.

Stöndum saman gegn afnámi kvótans og endurreisum íslensks þjóðfélag börnin okkar eiga það inni hjá okkur.  


"Síldarævintýrið" í Breiðafirði ætti að sýna öllum hugsandi mönnum fáránleika kvótakerfisins?

Ef óréttlætið og vitleysan í fiskveiðistjórninni krystallast einhverstaðar er það í kringum síldina í Sunnan verðum Breiðafirði. Fyrst fyrir um 5 árum var hún látin hlaðast upp án þess að veiðar væru heimilaðar fyrr en seinnt og síðar meir þegar síldin var orðin sjúk í kýlum og útbrotum og svo núna þegar hún ár eftir ár flýtur sjálfdauð á land af því veiðar eru takmarkaðar.

Og hvað veldur? Jú nú er hirðfíflið í ráðuneytinu búinn að upplýsa okkur út á hvað vitleysan í úthlutunu veiðileyfa gengur? Fiskur fyrir utan fjörur er eign kvótahirðarinnar en sjálfdauður fjörufiskur er sameign þjóðarinnar af því hann truflar ekki verðmyndun í viðskiptum með kvóta.  

Smábátar hafa náð góðum árangri við veiðar á síldinni og ættu sannarlega að hafa opið leyfi á síldveiðar allt árið. Því eins og með "frjálsar"handfæraveiðar. Smábátar geta aldrei "skaðað" fiskstofnana við landið.

Fáránlegt að Flokkur sem kennir sig við frelsi í atvinnulífinu og kjósendur hans skuli styðja VERSTU EINOKUN sem sést hefur síðan landið byggðist. Já kjósendur Sjálfstæðisflokksins beta ábyrgð á kvótakefinu og skaðanum sem það veldur þjóðfélaginu ár eftir ár eftir ár.


Viðbjóðslegur yfirgangur og frekja útgerðarinnar

Birtist nú í fyrirhuguðu frumvarpi RÍKISSTJÓRNAR LÍÚ þar sem á að ganga gegn skýrum vilja þjóðarinnar og eignaútgerðar mönnum kvótann. Þarna hámarkast margra ára skítaplott útgerðamanna sem með skipulögðum hætti og ómældu ofbeldi hafa notað sér EINOKUNINA á kvótanum til að festa eignarhald sitt á auðlindinni.

Með því að nota orðið nýtingarréttur er verið að freista þess að villa um fyrir þjóðinni sem "á" auðlindina og á þar með nýtingaréttinn og úthlutar honum til eíns ár í senn. Að bera því við að það þurfi 25 ára "nýtingarétt" til að fjárfesta í greinni er bara eitt áróðursbragðið enn og þarf ekki annað en að líta til áranna fyrir kvótakerfið til að sjá hvílíkt rugl fellst í þessari fullyrðingu.

Vilji þjóðarinnar er skýr hvað varðar fiskveiðistjórnina. Afnám kvótakerfisins með öllu og þar með forréttindi kvótahirðarinnar. Hér þarf að koma SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ þangað sem þjóðin sækir réttlátt gjald fyrir afnotaréttinn og sjómennirnir sem bera mestan og besta fiskinn að landi fá sína umbun. Við þurfum ekkert á frekjunni og yfirganginum í fámennisklíkunni í krigum Þorstein Má að halda.


RÍKISSTJÓRN LÍÚ hefur einn tilgang og aðeins einn tilgang. FRAMSELJA NÝTINGARÉTTINN TIL EILÍFÐAR.

Það sem kjánarnir sem kusu LÍÚ flokkana skildu ekki var að kosningaloforðin höfðu ekkert með efndir að gera heldur eingöngu að tryggja að útgerðin næði langtíma markmiði Þorseins Má og hans kóna í kvótahirðinni að ná eignarhaldi á NÝTINGU AUÐLINDARINNAR.

Síðasta ríkisstjórn hafði skýr skilaboð frá þjóðinni að afnema kvótakerfið sem olli hruninu og er núna að eyðileggja velferðarkerfið og setja þjóðina á láglaunamörk. Svikarar sem gengu erinda kvótahirðarinnar á þingi settu á þennan fáránlega gerning að sáttanefnd með öllum nema eiganda auðlindarinnar þjóðinni.

Það þarf bara eina sátt um fiskveiðistjórnina og það er við þjóðina. Enginn hefur meiri rétt en aðrir að segja til um hvað þjóðin vill og hvað er þjóðinni fyrir bestu. Svikin sem þjóðin stendur frammi fyrir í þessu fiskveiðistjórnarmáli er heims hneisa og vonandi skilur þjóðin að þessi gerningur má aldrei ná fram að ganga. Fólkið í landinu verður að standa einhuga að hverjum þeim aðgerðum sem þarft til að stöðva þetta ferli og við verðum að skilja að nú þýðir ekki að treysta á Forsetan sem nú þegar hefur reynst tvöfaldur í ´roðinu í þessu máli.


mbl.is Semja frumvarp um stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnemum kvótakerfið og gefum landsbyggðinni og fólkinu öllu líf.

Er ekki kominn tími til að skilja að 5 ára kreppa er ekki eðlilegt ástand á Íslandi á sama tíma og það er góðæri í hafinu. Við getum ekki setið hjá og látið menn haldna óþrjótandi valdagrægði stýra þjóðinni í nýtt gjaldþrot og hrun. Látum öll heyra í okkur og gerum stjórnvöldum ljóst að þolinmæði okkar er á þrotum. Afnám kvótans er langstærsta hagsmunamál þjóðarinnar.

AFNÁM KVÓTANS ER UNDIRSTAÐA NÝRRAR VELFERÐAR

Það var strax ljóst eftir hrun og verður ljósara og ljósar núna 5 árum seinna að hér verður ekki byggt upp og viðhaldið velferðarþjónustu, viðunandi heilbrigðisþjónustu og mannsæmandi launum nema við afnemum kvótakerfið með öllu og tökum upp sóknarmark með allan fisk á markað þar sem við opnum fyrir nýliðun í sjávarútvegi bæði í veiðum og vinnslu. Þannig fær þjóðfélagið aftur það flæði fjár sem við þurfum til að byggja upp velferð.

EINOKUNAR fyrirkomulag Framsóknarmanna í báðum ríkisstjórnarflokkunum má ekki verða til þess að við eyðileggjum okkar góða heilbrigðiskerfi sem við byggðum og rákum fyrir tilkomu kvótakerfisins. Við verðum að skilja að þetta er langstærsta hagsmunamál þjóðarinnar og veltur á hvort hér nái valdagráðugt fólk öllum völdum eða hvort við sköðum aftur heilbrigt samfélag þar sem allir sitja við sama borð hvar í landinu sem þeir búa hvað varðar auðævi þjóðarinnar.


Af hverju sjá lífeyrisþegar ekki um stjórn sjóðanna og fá smá sposlu fyrir?

Þetta er nú ljóta andskotans vitleysan allstaðar í þessu þjóðfélagi.


mbl.is Laun fyrir stjórnarsetu aldrei hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband