Færsluflokkur: Bloggar
29.3.2011 | 09:44
HRYÐJUVERK Í SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTINU
Það er betur heima sitið en að stað farið ef ríkistjórnin er að setja saman frumvarp um áframhaldandi kvótakerfi sem á nánast í engu að koma til móts við vilja þjóðarinnar um afnám kvótans. Það á að taka hér upp Sóknarmarks kerfi sem stoppar allt það óræéttlæti og óhagræði sem fells í stjórnun fiskveiða með kvóta aðferð.
Það er einstakt nú þegar allt svindlið og sögur um mannlegt ofbeldi eru að koma upp á yfirborðið aftur og aftur að Ríkistjórn sem situr með umboð til að gera breytingar og afnema spillinguna ætlar að festa hér í sessi kvótakerfi. Kvótakerfið er sannanlega rót þess rotna samfélags sem var hér fyrir hrun og þeir sem blómstruðu í þeim hrunadans eru nú á fullu að viðhalda óbreyttu ástandi.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er nú að styðja þessi öfl og ætlar ekki að fara að vilja þjóðarinnar og skapa hér "Nýtt og betra Ísland". Fyrsta og stærsta skerf sem þarf að taka til að bæta hér ástandið er að afnema kvótakerfið með öllu. Það er bara lýðskrum að segjast vera að afnema eitthvað með að leggja hér fram frumvarp um nýtt kvótakerfi. Það er bara óbreytt ástand og meiri spilling.
Ef Ríkistjórnin er svo aum að hún þorir ekki að taka ábyrgð á því að afnema kvótann af hræðslu við Þorstein Má og hyskið sem flykkir sér í kringum hann á hún að setja saman frumvarp um annarsvegar Kvótakerfi og hins vegar Sóknarmark. Síðan á þetta val að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem við þjóðin greiðum atkvæði um og veljum annað tveggja. Þetta á að gera fyrr en seinna því neyðrástand er í þjóðfélaginu og hér þarf réttlæti sem aldrei verður með áframhaldandi Kvótakerfi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2011 | 09:24
HVERS VEGNA ÞARF AÐ RANNSAKA?
Það hlýtur að verða krafa að það fari fram rannsókn á því hvernig útgerðaraðilar með hjálp spilltra stjórnmála manna náðu og halda þeim heljar tökum á Alþingi og Hafrannsóknarstofnun sem raun ber vitni. Það verður að láta rannsaka hvernig stendur á því að það er verið að eiga við stjórnun á aflamagni hvers árs í þeim tilgangi að halda hér uppi verði á kvótum í stað þess að hámarka aflann.
Þetta plott sem búið er að standa síðan aflaframsalið var sett á er búið að kosta þjóðina milljarða í töpuðum útflutnings tekjum fyrir utan að hafa kostað fleiri manns vinnuna. Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar núna í uppgjörinu að þetta verði rannsakað til að hægt verði að skera á þessi óeðlilegu völd sem grafið hafa um sig í kringum útgerðina og eru að eyðileggja uppbygginu samfélagsins.
Það er ekki hægt að láta menn sem sópað hafa að sér völdum í krafti lána tekin út á veðsetningar kvóta standa í vegi fyrir afnámi óréttlætis og uppbyggingar Nýs og betra Íslands.
Sóknarmark er sannanlega leiðin við stjórnun fiskveiða sem á að fara til að skapa hér réttlæti og hagsæld fólksins í landinu. Það verður að ryðja þeim öflum úr vegi og helst úr landi sem stand í vegi fyrir betrum bótum á samfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2011 | 08:33
FÖRUM OG VEIÐUM FISKINN
það fyrsta sem sjómenn læra þegar róið er til fiskjar er "að þú veiðir ekki á morgun það sem þú getur veitt í dag". Þetta eru ekki flókin fræði en þó of flókin fyrir hagfræðideild Háskóla Íslands og fyrir Ríkistjórnina. Það er í dag sem fólk sveltur, það er í dag sem fólk er atvinnulaust það er í dag sem Ríkistjórnin þarf að afnema kvótakerfið og byrja að veiða fiskinn sem flæðir um öll mið. Einn maður dekkhleður Þriggja tonna trillu trekk í trekk nokkra metra frá landi. Flotinn þarf 3 til 5 daga til að taka mánaðar skammtinn af þorski. FÖRUM OG VEIÐUM FISKINN.
Það eru svona afla hrotur sem við höfum lifað á sem þjóð. Það er í svona ástandi sem við verðum að veiða fiskinn því núna er of mikið af fiski á miðunum til að hann hafi nóg að éta svo best er að taka sem mest til að stofninn haldist á miðunum en hverfi ekki í fæðu leit eitthvert annað eins og skeð hefur trekk í trekk eftir svona ástand.
Þetta er eins og guðsgjöf til þjóðar sem á í basli. Fólk sveltur og þarf matargjafir, atvinnuleysi sem aldrei fyrr, mesti niðurskurður í velferðakerfinu sem við þekkjum og fyrirsjáanlegt gat í fjárlögum ríkisins upp á milljarða. Þjóðin þarf á þessum fiski að halda til að skapa hagvöxt. En hvað? Það má ekki auka aflaheimildir af því að útgerðin vill það ekki!!! Það má ekki gefa mönnum aflaheimildir svo verð á kvóta lækki ekki og veðin í bönkunum hrynji ekki. þjóðin biður um "Nýtt og betra Ísland" en það á ekkert að breytast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2011 | 12:51
ATVINNULEYSI OG EKKI MÁ VEIÐA
"Fólkið sveltur en ekki má fiska"? sagði okkar ágæti leiðtogi Bjarni heitinn Benediktsson. Þá eins og alltaf er mesta böl þjóðar þegar þegnarnir geta ekki séð fyrir sér og fjölskyldum sínum. Ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komst að í krafti þess að þjóðin vildi breytingar til hins betra á öllum sviðum þjóðlífsins. Það rauk úr rústum Davíð-ismans og ekki beið auðvelt hlutverk Jóhönnu og hennar fólki en tækifæri voru í stöðunni.
Stærsta tækifærið sem þessari ríkistjórn gafst var að afnema örlagavald hrunsins KVÓTAKERFIÐ. Með því að, afnema það strax þegar Ríkistjórnin tók við og setja hér á Sóknarmark að hætti Matthíasar Bjarnasonar, hefðu hjól atvinnulífsins um allt land spólað af stað.
Því miður bar Ríkistjórninni ekki gæfa til að framkvæma þetta þá og allt hefur farið niður á við síðan. En nú þegar raunveruleikinn blasir við. Atvinnuleysi orðið það hæsta á Norðurlöndum í fyrsta skipti og niðurskurður á öllum sviðum er að setja velferðakerfið aftur fyrir miðja síðust öld í tíma.
Ég spyr. "Hvað er ríkistjórnin að hika"? Afnema nú þegar KVÓTAERFIÐ sem sannanlega er upphaf þeirra erfiðleika sem við gengum i gegnum og sá þröskuldur sem heftar þjóðina og fólkið í að bjarga sér.
Hristið af ykkur hræðsluna við Þorstein Má. Hans tími hroka og yfirgans er liðinn. Nú þarf að afnema Kvótann með einu pennastriki eins og gert var þegar kerfið var sett á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2011 | 09:46
A..SKOTANS VITLEYSA ER ÞETTA MESTA ATVINNULEYSI EN EKKI MÁ VEIÐA FISKINN
Hvað á þessi a..skotans vitleysa að standa lengi? Fiskur flæðir um allan sjó en fólkið sveltur. Met atvinnuleysi og ekki má auka aflahlutdeildina svo verð á kvóta og veðin í bönkunum hrynji ekki. Á þetta svínarí aldrei að taka enda.
ÞAÐ VERÐUR AÐ AFNEMA ÞETTA KERFI UNDIR EINS. ÚTGERÐAMENN MEGA GUTLA VIÐ AÐ VEIÐA SINN HELL...IS KVÓTA EN LEYFIÐ OKKUR HINUM AÐ FARA AÐ VINNA FYRIR ÞJÓÐINA OG ÞURRKA ÞESSA SMÁN AF ÞJÓÐINNI.
Það er nógur fiskur og engin áhætta í því að auka veiðina um þúsundir tonna og færa inn á markaðina á næstu mánuðum meðan verið er að ganga frá nýju fiskveiðistjórnunarkerfi. Með þessu má spóla hjólum atvinnulífsins af stað og vera komin á fullt fyrir sumarið. Það er óhæfa að hygla útgerðamönnum lengur þetta fólk er búið að sýna okkur hug sinn til þjóðarinnar með framkomu sinni svo nú er komið að því að þau stigi niður úr hásæti hrokans og sitji við sama borð og við hin.
Sá glæpur sem framinn hefur verið til að halda verði á kvótum uppi er meiri en fólk getur ímyndað sér þjóðarbúið er búið að tapa milljörðum á því plotti í tíð þessa kerfis. Þorsteinn Már elskar Noreg svo mikið svo sennilega losnum við fljótlega við hann. Hvílík landhreinsun verður það. Menn eiga þá ekki lengur von á hótunar símtölum um atvinnu missi eða eitthvað þaðan af verra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 11:29
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM FISKVEIÐISTJÓRNINA
Um áramótin hét Jóhanna þjóðinni því að farið yrði gegn kvótakerfinu. Ekki var annað að sjá og heyra en að þjóðin stæði að baki Forsætisráðherra og var því ekki annað að gera en að setja saman frumvarp sem annars vegar kollvarpaði núverandi kvótakerfi og gerbreytti úthlutunar reglum eða hreint og beint fara í Sóknarmark sem yrði besta leiðin.
En í síðustu viku komu fréttir að í byggingu væri stjórnarfrumvarp um áfram haldandi nánast óbreytt fyrirkomulaga á stjórnun fiskveiða með kvótakerfi og sömu úthlutanir til næstu 15 ára og þá kannski 5 % niðurskurð.
Síðan í gær segir Jóhanna í fréttum stöð 2 að hún sé fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Hvað á Forsætisráðherra við? Er hún að boða að hér verði þjóðinni gefinn kostur á að greiða atkvæði um eitt kvótakerfi á móti öðru alveg eins kvótakerfi.
Svona fíflar Samfylkingin ekki þjóðina. Það verður aðeins ein þjóaratkvæðagreiðsla um fiskveiðistjórnina og þjóðin á rétt á að fá að kjósa um annars vegar Kvótakerfi og hins vegar Sóknarmark.
Við erum heppin að eiga mjög gott Sóknarmarks kerfi tilbúið sem reyndist okkur vel og eins eru frændur okkar í Færeyjum með Sóknarmark sem góð sátt er um. Varðandi Kvótakerfi ætti það að vera gjörbreytt leið þar sem óréttlætið og framsalið verða afnumin.
Það er augljóst í mínum huga að þjóðin verður að fá að koma meira að stjórn landsins í framtíðinni og yrði það verðugt fyrsta skref að búið yrði til frumvarp um fiskveiðistjórnina þar sem gagngert er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu. Hvort sem þingmönnum líkar það betur eða verr þá er það staðreynd að þjóðin er ekki sátt við framtaksleysi og spillingu sem viðgengst á þinginu. Því ástandi verður að linna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 09:45
Sverð mitt er sannleikurinn og heiðarleikinn er minn skjöldur
Já sverð mitt gegn lyginni er sannleikurinn og skjöldur minn gegn græðginni er heiðarleikinn. Það verður ekki þegjandi komið á Nýju Íslandi. Hér situr fólk á kjötkötlum þjóðarinnar og heldur að það sé hafið yfir aðra þegna til að drottna í þessu þjóðfélagi. Af hverju er stór hópur fólks haldinn þessari siðblindu "án þess að vita það"? Jú þetta er siðblinda,veiki, sem er partur af græðginni. Peninga græðgi og eða valda græðgi.
Davíð-isminn í 16 ár er sennilega stærsti örlagavaldurinn að svona fór. Lygin tók við af sannleikanum og græðgin leysti heiðarleikann af hólmi og að stela varð dyggð. Það þarf ekki að orðlengja um hvernig fiskinum og bönkunum var stolið af þjóðinni og allt endaði í hruninu. En það er uppbyggingin sem er í uppnámi. Það er núna sem þeir sem búnir voru að koma krók sínum vel fyrir borð fyrir hrun ætla nú að stjórna því hvert stefnir í uppbyggingunni og koma í veg fyrir að þjóðin nái aftur eignum sínum og rétti.
Íslenska þjóðin vill breytingar og er margbúin að senda sín skýru skilaboð til ráðamanna um "Nýtt og betra Ísland"en ekkert breytis. Það fólk sem á Alþingi situr virðist vera í heljargreipum þeirra afla sem ætla sér að halda áfram einkavæðingu á náttúrulegum eignum þjóðarinnar. Ætla Íslendingar að láta þetta viðgangast? Þetta er ekki spurning um vinstri eða hægri þetta er spurning um rétt eða rangt.
Hvar í flokki sem við stöndum verðum við fólkið, þjóðin nú að rísa upp og með öllum ráðum að stoppa þessa þróun. Þessa fyrirlitningu og lítilsvirðingu sem fámenn klíka sýnir þjóðinni og komandi kynslóðum. Já kæri lesandi ég er hvetja byltingar gegn ríkjandi ástandi og vopn okkar gegn lyginni og græðginni verða sannleikurinn og heiðarleikinn. Látum ekki sjúka gróðapunga ræna okkur og afkomendur okkar lifibrauðinu og sjálfsvirðingunni. Leggjums öll á eitt og tökum stjórn landsins í okkar hendur hér er ekkert lýðræði það fólk sem nú situr á Alþingi er ekki alls ekki traustsins vert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 13:15
KVÓTAKERFI / ICESAVE
Gullið tækifæri er að renna okkur úr greipum nú þegar þjóðin flykkir sér á kjörstað til að kjósa eingöngu um Icesave. Það sem hefði átt að gera var að setja upp þjóðaratkvæðagreiðslu jafnhliða Icesave um Kvótakerfi VS Sóknarmark en í staðinn ákváðu einhver öfl að svona skyldi farið að. Láta þjóðina kljást um Icesave en á meðan átti að smygla í gegnum þingið áframhaldandi kvótakerfi.
Fólk verður að gera sér grein fyrir að jú "Icesave og hver borgar" er mikilvægt fyrir okkur en ekkert í líkingu við þau auðævi sem þjóðin er að missa af ár eftir ár útaf fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar. Hvað breytis fyrir samfélagið ef við fáum hér aftur Sóknarmark? Jú aðilum fjölgar í sjávarútvegi og fleiri skip bera fisk inná smærri staði sem eru nær fiskimiðunum. Allur fiskur fer á markaði svo allir hafa aðgang að fiski sem vilja. Stærsta breytingin fyrir þjóðfélagið verður að meiri botnfiskur berst að landi (auknar aflaheimildir og brott kast ) og fiskurinn fer í gegnum hendur fleiri sem þýðir meira flæði peninga um æðar þjóðfélagsins alls en nú er. Sem þýðir alvöru hagvöxtur fólksins.
Skrítið hvað hagfræðingar við HÍ láta lítið yfir mikilvægi þess að peningar flæði sem víðast um þjóðfélagið öfugt við það sem hagfræðingar annarra þjóða leggja mikla áherslu á þennan þátt til að bæta fjármálaumhverfið í löndum sínum. Hagfræðingar HÍ vilja binda afrakstur fiskveiðiauðlindarinnar innan sem fæstra og stærstra og gefa þar með skít í raunverulegan hagvöxt fólksins. Ég held að HÍ sé ekki búinn að ná því hvað þjóðin er að fara með að hér verði að byggja upp Nýtt Ísland. Eins og Alþingi og fleiri stofnanir ríkisins er HÍ ekki í neinum tengslum við vilja og þarfir þessarar þjóðar.
Hvað breytis í þjóðafélaginu þegar afrakstur fiskveiðanna fer í gegnum hendur svo margra eins og var hér í Sokarmarkinu þegar við bjuggum við alvöru hagvöxt fólksins. Jú fleiri skip koma víðar og fleiri keppast um að fá fisk og fleiri keppast um að flytja út fisk. Þegar auknir peningar fara í gegnum hendur fólksins fá bæjarfélögin meira til sín og þjónustu fyrirtækin fá meira til sín. Öll nálægð fólksins byrjar að blómstra fjárhagslega og mannlega. Meiri fiskur berst aftur til dæmis til Vestfjarða sem mun kalla á fólk sem er reiðubúið að vinna bæði sjómenn sem ekki fá í dag vinnu hjá fyrirtækjum tengdum Samherja og verkafólk mun flykkjast í byggðarlagið sem mun þar með kalla á meiri þjónustu.
Ég kalla það glæp að svíkja þjóðina um að ráða sjálf sínum málum varðandi fiskveiðistjórnina og er engin munur á því fólki á Alþingi íslendinga og þeim einræðisherrum sem nú er verið að steypa af stóli hvað það varðar að þeir hafa ekki farið að vilja fólksins í landinu. Það eru ekkert annað en Landráð ef stjórn lands hundsar vilja þjóðar sinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.3.2011 | 10:04
VAKNAÐU ÍSLENSKA ÞJÓÐ hér á að fremja glæp.
Kæru landar hingað og ekki lengra við getum ekki látið illmenni komast upp með að plotta hér gegn þjóðinni og með bolabrögðum halda tökum á Alþingi landsins. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur síðan 1993 róið að því eins og rotta milli veggja að plotta gegn allri skoðana myndun í kringum sjávarútveginn. Einhverja fylgjendur hafði hann við illvirki sín en hann hefur sannanlega verði primus motor í því ofbeldi sem beitt hefur verið gegn mönnum og fyrirtækjum og sannanir eru fyrri því að hann er enn að.
Nú er svo komið að alþingismenn eru eins og leikbrúður í höndum Þorsteins og ekki þorir orðið einn einasti þingmaður að fara gegn manninum. Jóhanna var með einhvern sýndarleik um áramótin og eins spriklaði Ólína aðeins en þessi skrípalæti voru bara til að blekkja þjóðina og gerðu fólki sem strax brást við reiðubúið að fylgja þeim eftir erfitt fyrir því nú hefur fullt af fólki lýst stuðningi við stóru orð þessa fólks til þess eins að vera komin í "hefndar" bók Þorsteins Má og eiga nú von á hótunar símtölum eins og við fleiri höfum þurft að líða frá þessum fanti. Svona hafa þessar gellur svikið okkur sem vorum reiðubúin að styðja þær með ráðum og dáð.
Eftir " mont glærufund" Þorsteins á Akureyri þar sem hann gerði sig að fífli átti Ríkisstjórnin kost á að afnema kvótakerfið með einu penna striki. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefði hrópað fimmfalt húrra fyrir Jóhönnu og þjóðin hefði með því losnað undan ánauð Þorsteins. Nei í staðinn ætlar Jóhanna að svíkja þá sem voru tilbúnir að fylgja henni í baráttinni við ofureflið. Hvers vegna Jóhanna svíkur okkur svona vitum við ekki í dag en sannleikurinn á sjálfsagt eftir að koma í ljós og verum viss að hér er plott að baki sem runnið er undan rifjum Þorsteins Má enda ef litið er á frumvarp ríkisstjórnarinnar þá er það eins og sniðið að óskum LÍÚ og eingöngu kallað "nýtt frumvarp" til að blekkja fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011 | 11:58
ARGASTA SIÐLEYSI
Niðurlægingin sem þjóðinni er sýnd með nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórnun fiskveiða er alger. Hér sést hvernig plott fáeinna manna innan LÍÚ undir forystu Þorsteins Má og Kristjáns Ragnarssonar er að skila árangri. Síðan 1993 er búið með skipulögðum hætti að fara með fantaskap og ofbeldi gegn frjálsri skoðana myndun í þjóðfélaginu.
Nú horfir þjóðin agndofa á hið háa Alþingi með Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar misþyrma vilja þjóðarinnar. Þá spyr maður ef yfir 60 % þjóðarinnar vill afnema kvótakerfið afhverju speglast sá vilji ekki innan veggja Alþingis?? Jú í 18 ár er búið að fara á eftir fólki með ekki bara hótunum heldur ofbeldi sem fólst í atvinnu missi og viðskipta þvingunum (Mubarak). Stjórnmálamenn sem vildu fara gegn hinu augljósa óréttlæti og spillingu sem í framkvæmd kvótakerfisins felst voru einfaldlega þaggaðir niður með slíku ofbeldi.
Þá horfir maður á hvernig Alþingi Íslendinga er orðið saman sett. Eingöngu já bræður LÍÚ klíkunnar sem þora ekki einu sinni að gagnrýna kvótakerfið þótt að ljóst sé að það brýtur í bága við alþjóða mannréttindi. Augljóst óréttlætið er bara hundsað að þeim sem sitja á Alþingi og þau loka augunum fyrir spillingunni sem viðgenst eins og t.d. Skinney/Þinganes 2,3ja milljarða bankaránd.
Það sem ég er að segja með þessu er að þjóðin ræður ekki sínum málum af því að sett var hér á kvótakerfi gegn vilja þjóðarinnar. Af því að útgerðamenn komust upp með það þá varð græðgin alsráðandi og framsalið var sett á og nú var stefnan sett að þessi auðævi fiskurinn í sjónum yrði eign þeirra sem þá héldu á veiðiréttinum. Eins og siðspilltir einræðisherrar fór "leynileg" klíka Þorsteins Má af stað með skipulögðum hætti og braut niður allar raddir sem reyndu að segja sannleikann um kvótaframkvæmdina og það sem var í uppsiglinu.
Með Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson við stjórnvölinn náðu þessir menn að sýkja svo þetta samfélag að hér er ekki virkt lýðræði í dag. Heiðarleikinn hefur vikið fyrir græðgi og siðblindu. Sjálftöku peningar (þjófnaður) er dygð í dag. Jóhanna Sigurðardóttir og hennar flokksbræður styðja þetta ástand og ætla að bæta um betur og í stað þess að nýta tækifærið og afnema þetta ófremdar ástand á að lögleiða hér áframhaldandi eignarhald útgerðamanna á kvótanum og ekkert gert til að leiðrétta það óréttlæti sem viðgengist hefur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)