Færsluflokkur: Bloggar
5.4.2011 | 10:07
Lýðræðið og umræðan um ICESAVE
Ekki ætla ég að blanda mér í ICESAVE umræðuna að öðru leiti en því að dást að því að sjá Lýðræðið virka í raun. Mér finnst stórkostlegt að Forsetinn tók þessa ákvörðun og setti þetta hita mál í hendur þeirra sem eiga að greiða þessar skuldir hvernig sem þetta endar. Menn koma fram í eigin persónu og hika ekki við að segja skoðun sína mis mikið niðri fyrir eins og gengur en allir fá að tjá sig með sínu nefi.
Nú er spurning ef einhver eftir mál verða að þessari notkun tjáninga frelsisins. Skyldu einhverjir sem berjast opinberlega fyrir sínum málstað missa vinnuna? Fá atvinnurekendur heimsókn frá framá mönnum einhverra fyrirtækja sem hóta þeim viðskipta þvíngunum ef þeir ekki reka þegar í stað þennan eða hinn starfsmanninn fyrir þátttöku hans í kosningunum um Icesave?
Ég tók á sínum tíma þátt í stofnun Frjáslynda Flokksins og í fyrstu kosninga baráttu okkar var ég með í gerð sjónvarps auglýsinga fyrir flokkinn. Morguninn eftir að fyrsta auglýsing okkar byrtist var ég kallaður uppí Hampiðju þar sem ég vann eftir að hafa verið rekinn frá Granda fyrir að skrifa greinar um kvótakerfið. Nú þegar ég er kominn á teppið hjá yfirmönnum fyrirtækisins er mér tjáð að nokkrir stórir útgerða aðilar hafi haft samband við stjórnendur Hampiðjunnar og krafist þess að ég yrði þegar í stað rekinn. Annars myndu þeir stoppa öll viðskipti við fyrirtækið!
Ég álasa ekki mínum félögum hjá Hampiðjunni sem gáfu mér kost á að halda áfram störfum með því skilyrði að ég léti ekki í mér heyra opinberlega eða tæki frekari þátt í kosningabaráttunni.
Ég vann hjá Hampiðjunni í 10 ár eftir þetta er ég hætti til að fara aftur á sjó hjá góðu fyrirtæki sem var með rekstur skipa í Afríku. Ári seinna eftir að ég hafði kynnst þessu auðugu miðum hóf ég baráttu mína að koma mér upp mínu eigin skipi til veiða á þessu svæði.
Til að gera langa sögu stutta tókst mér þetta ætlunar verk og átti nú hlut í stórum flottum risatogara sem ég sá um rekstur á suður í kanarí eyjum. En einhverahluta vegna sem ég vissi ekki þá fór einn félaga minna að baknaga mig og rægja í eyru fjárfesta okkar og veit ég ekki fyrri til en ég missi eignarhlut í mínu eigin skipi.
Nú lýða tvö ár þá rekst ég á grein eftir Halldór Ásgrímsson í mogganum. Ég gat ekki staðist mátið þegar ég las eftir þennan mann sem er einn helsti ábyrgða maður hrunsins þar sem hann var að monta sig af kvótakerfinu. Ég sendi inn grein á moggann með loforði að hún yrði birt.
Tveim dögum eftir að ég sendi greinina 5 dögum áður en hún birtist hringdi Þorsteinn Már Baldvinsson Samherja maður í mig og lýsti því fyrir mér að hann hefði staðið að baki "félaga mínum" Sigurbirni Svavarssyni er hann með lygum og óþverra skap kom mér út úr mínu eigin fyrirtæki. Hvort ég ætlaði aldrei að læra? (Í kjölfarið á þessu samtali fékk ég staðfest að Þorsteinn var einn af þeim útgerða aðilum sem hótuðu Hampiðjunni).
Þetta er nú Lýðræðið þeirra LÍÚ manna. Þessi maður beið í 12 ár af því hann gat ekki hefnt sín á mér og látið reka mig úr Hampiðjunni þá eyðilagði hann þetta fyrirtæki fyrir mér og nú hótaði hann mér. Ég stoppaði ekki greinina þar sem ég átti ekkert eftir fyrir hann til að eyðileggja en samt fór hann í umboðsmann veiðileyfa í Mauritaniu í sumar og hótaði honum öllu illu ef hann léti mig hafa annað leyfi fyrir skipi. Sá sparkaði í ra...atið á honum og henti honum út. Þeir líða ekki svona spillingu í Mauritaniu. Þeir virða Lýðræðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2011 | 09:22
RÍKISSTJÓRNIN Í OPINBERRI HEIMSÓKN Á VESTFJÖRÐUM
Nú þegar í fyrsta skipti er haldinn ríkistjórnar fundur á Vestfjörðum er von að Ríkistjórnin hristi nú af sér slenið í atvinnumálum og opni með reglugerð fyrir frjálsar handfæraveiðar sem taki gildi þegar í dag. Hlýtur að vera hægt að fóðra það sem neyðarlög.
Það hlýtur að vera nóg sönnun þess að við sem talað höfum fyrir aukningu aflaheimilda höfðum rétt fyrir okkur nú þegar netarallið er að sýna mestu veiði frá upphafi. Hver fréttin af annarri hefur bent til þess að hér væri um stóra göngu af þorski á ferðinni en nú er þetta sannað og engin ástæða fyrir Ríkisstjórnina önnur en að fara að slaka til í úthlutun aflaheimilda.
Allir sem vit hafa á vita að handfæraveiðar þar sem t.d. einn maður 4 rúllur í 6 tonna trillu geta aldrei eytt eða skaðað fiskstofnana. Það var bara eitt skref í plotti þeirra manna innan LÍÚ sem ætluðu fiska, á "veð í bönkum" í stað aukinn fisk sem varð þess valdandi í upphafi að settur var kvóti á handfæraveiðar. Ekki mátti trufla verðmyndun á kvótanum. Allur veiddur fiskur varð að vera í Kvóta.
Það yrði söguleg stund og virðingarauki fyrir Ríkisstjórnina ef hún tæki af skarið á þessum táknræna stað og lyfti þar með þessu byggðarlagi sem stendur í nálægð við ein auðugustu þorsk-mið í heimi upp í það hásæti sem þetta fólk á heima. Leyfum þessum vinnufúsu höndum að leggja hönd á plóg og hjálpa þjóððinni út úr þeim kröggum sem hrunið kom okkur í.
Eitt ber að skoða þegar við fáum allan þennan fisk inná miðin. Af hverju var ekki gert ráð fyrir þessari stóru göngu af þorski í úthlutun aflaheimilda fyrir þetta ár? Er það kannski staðreynd að LÍÚ hafi haft áhrif á að haldið var leyndu raunverulegu ástandi þorskstofnsins eins og gert hefur verið þráfaldlega í þeim tilgangi að halda uppi verði á kvóta? Ég tel að ástæða sé til að láta fara fram opinbera rannsókn á þessu máli því ég tel að Hafró eigi að hafa alla burði til að sjá fyrir svona aflahrotur og góðæri en svona hrotur hafa verið látnar synda hjá trekk í trekk síðustu 18 árin og menn ekki fengið að veiða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2011 | 12:13
AFNEMA KVÓTAKERFIÐ ÞEGAR Í STAÐ OG SETJA HÉR SÓKNARMARK
Svívirðileg hegðun LÍÚ sem brýtur allar siðareglur og velsæmi sýnir okkur að þetta hyski svífst einskis í viðleitni sinni að þvinga stjórnvöld til að standa vörð um óbreytt kvótakerfi. Öllum er ljóst hvílíkir gallar eru á Kvótakerfinu bæði til uppbyggingar á fiskstofnum og til að hámarka aflamagnið.
Alþingismenn eru lamaðir í afstöðu sinni til kvótans út af einhverjum tengslum sem ekki eru uppá yfirborðinu. Hvað er þá til ráða? Forsætisráðherra hefur sagt að það komi til greina að fara með kvótamálið fyrir þjóðina í þjóaratkvæðagreiðslu. Er það ekki eina Lýðræðislega leiðin til að leysa þann hnút sem þessi mál eru í í dag og búin að vera í yfir 20 ár.
Það liggur ljóst fyrir að þjóðin vill að farið sé að vilja hennar og er reiðubúin að taka ábyrgð á þeim málum sem eru hálf strand á Alþingi. Semja á lög sem gefa þjóðinni kost á að velja milli Kvótakerfis og Sóknarmarks. Hér munu ekki verða nein Ragnarrök hvort kerfið sem þjóðinni hugnast en sannanlega mun Sóknarmark skila meiri fisk að landi og hann mun dreifast meira um þjóðfélagið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Frekja LÍÚ manna stjórnar nú ferli almennra kjarasamninga. Það er sjálfsagt að í erfiðu árferði komi Ríkisstjórnin að lausn mála með einhverjum hætti en að Samtök Atvinnulífsins vogi sér að nota erfiðleika í þjóðafélaginu til að ganga erinda LÍÚ og hóta að láta almenna kjarasamninga brotna á ákvörðun Ríkisstjórnar í Kvóta-málinu. Engin fordæmi eru fyrir svona ósvífni hvorki fyrr og síðar.
Hvernig réttlæta Samtök Atvinnulífsins þessa kröfu? Það á ekkert að stöðva veiðar. Það á ekki að banna LÍÚ mönnum að veiða frekar en öðrum. Svo það berst fiskur að landi. Hvað eru Samtök Atvinnulífsins þá að kvarta? Þeirra umbjóðendur fá vinnu og skipin mega fiska.
Er verið að fara fram á meiri aflaheimildir?? Nei það má ekki því þá falla veðin í verði.
Má gefa handfæraveiðar frjálsar og auka atvinnu vítt og breitt um landsbyggðina? Nei þá falla veðin í verði.
Má færa meiri afla heimildir til byggðarlaga sem standa mjög ílla eftir að framsalið var tekið upp? Nei þá falla veðin í verði.
Nei Samband Atvinnulífsins er eins og fleiri orðin gengilbeina Þorsteins Má sem krefst óbreytts ástands svo hann geti aukið völd sín og áhrif í þjóðfélaginu í krafti illa fengis gróða. SA á að stoppa þessa vitleysu. Í landinu situr réttkjörin Ríkisstjórn og það er ekkert sem réttlætir svona hegðun hvaða flokkar sem standa að sérhverri stjórn hverju sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 13:42
JÁ ÞAÐ Á AÐ SKIPTA UM SJÁVARÚTVEG VILHJÁLMUR VEGNA SPILLINGAR
það er eitt sem einkennir alla þessa dindla hans Davíðs Oddssonar það er siðblinda og valdhroki. Við höfum Davíð sjálfan sem kann ekki að skammast sín og síðan Hannes Hólmstein og þennan hryðjuverkamann sem stjórnar núna aðför að þingræðinu Vilhjálm Egilsson.
Vilhjálmur treystir á að áróðurinn og lygin sé dygð. Hann kemur núna í fréttaskotum og fer með ragnaraka upphrópanir. Hann spyr hvort skipta eigi um sjávarútveg?? Hvað er svarið og hvað kemur það Samtökum Atvinnulífsins við??
Það á að skipta um sjávarútveg af því Kvótakerfið leiddi okkur í gjaldþrot og stefnir í að leiða okkur í annað gjaldþrot ef ekkert verður að gert.
Það á að skipta um sjávarútveg af því að í kvótakerfi sem byggir á framsali má ekki auka við aflaheimildirnar til að veðin í bönkunum hrynji ekki. Kostar þjóðina milljarða í útflutnings tekjur.
Það á að skipta um sjávarútveg af því að núverandi kvótakerfi er brot á mannréttindum
Það á að skipta um sjávarútveg til að stoppa brottkast, fá fisk á vigt og hætta litun á fiski.
Það á að skipta um sjávarútveg til að fólkið á landsbyggðinni geti bjargað sér og sé ekki leiguliðar einhverra gróðapunga.
Það á að skipta um sjávarútveg til að stoppa skuldasöfnun í útgerðinni.
Það á að skipta um sjávarútveg til að færa sjómönnum aftur virðingu sína og samnings stöðu
Það á að skipta um sjávarútveg svo sjómenn séu ekki eins og ótýndir glæpamenn við að vinna störf sín eins og nú er.
Sóknarmark kemur í veg fyrir þetta allt og bætir fyrir hörmungar Davíð-ismans.
Allir vita að sjávarútvegur ber ekki 500 milljarða skuldir og ef haldið verður áfram á þessari braut þá verður slysið enn stærra þegar þetta kerfi ríður sér til húðar. Útgerðin ætlar að treysa á að Skinney/þinganes leiðin reddi þeim. Svo verður ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 09:58
LÍÚ ER ÓGNUN GEGN LÝÐRÆÐI!
Skítalyktin leggur af Landssambandi Íslenskra Útgerðamanna núna þegar þeir reyna enn einu sinni að þvinga þjóðina til að láta að vilja þeirra í kvótamálinu. Furðulegt er að Samtök Atvinnulífsins skuli láta hafa sig útí svona ofbeldis aðgerðir og aðför að réttkjörinni Ríkisstjórn.
Hvað er til ráða fyrir Ríkisstjórnina? Engan veginn má láta Þorsteinn Má Baldvinsson komast upp með þetta plott sitt. Hann er sannanlega höfundur þessarar aðfarar að Ríkistjórninni og er þetta bara eitt skref í hans valdabrölti.
Samtök Atvinnulífsins verða bara að leysa þetta mál innan sinna raða. S.A. getur ekki látið LÍÚ nota sig og umbjóðendur sína svona í þeirri valdabaráttu sem á sér stað. LÍÚ varð að bakka tvisvar með innsiglingu flotans því þá lá ekkert annað fyrir en að þeir yrðu sviptir veiðileyfunum. Nú notar LÍÚ Samtök Atvinnulífsins sem vopn gegn þjóðinni í Kvótamálinu sem hlýtur að vera einstakt í sögu vestrænnar þjóðar.
Ég vona að við þjóðin skiljum hvað hér er að eiga sér í fyrsta skipti í sögu okkar. Samtök sem hafa notið illa fengis aðgangs að auðlindum þjóðarinnar ætlar að beita þjóðina ofbeldi til að koma í veg fyrir að þjóðin nái yfirráðum yfir auðlindinni. Með því að hóta því að lama allt atvinnulíf þjóðarinnar ætlar LÍÚ að fremja Landráð. Það er ekki nóg að búið sé að hrekja fleiri manns úr greininni til að þagga niður sannleikann um þá galla og spillingu sem átt hefur sér stað innan kerfisins heldur skal núna fara gegn lýðræðinu í landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 07:56
STRÍÐSYFIRLÝING LÍÚ!
Hvað gengur Samtökum Atvinnulífsins til? Notar frágang kjarasamninga sem þumalskrúfu á Ríkisstjórnina í þeim tilgangi að þvínga fram "ásættanlega" stjórnun fiskveiða. Hér horfir þjóðin uppá mestu aðför að Íslenskri Ríkisstjórn fyrr og síðar. Svona hafa hagsmuna aðilar aldrei hagað sér fyrr og má svona yfirgangur aldrei líðast.
Fáránleg rök Vilhjálms Egilssonar sem segir að "vegið sé að þeim fyrirtækjum sem standi sig best"???? í sjávarútvegi. Hvaða bull er þetta? Það á ekki að minnka afla hvorki til þeirra "fyrirtækja sem standa sig best" eða annarra fyrirtækja eða einstaklinga. Eina sem hér er verið að þvinga fram með þessu ofbeldi er að "veðin í bönkunum" haldi. LÍÚ er hér að gera atlögu að Ríkisstjórninni og Alþingi til að geta haldið áfram að stela peningum í gegnum bankanna. Ekkert annað liggur að baki, EKKERT!
Það á að fara með þessum bolabrögðum runnum undan rifum Þorsteins Más Baldvinssonar gegn Lýðræðislega kosinni Ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga. Valdagræðgin sem í þessu fellst er slík að aldrei hefur lýðræðinu verið ógnað eins og LÍÚ og Samtök Atvinnulífsins eru núna að gera.
Ekki stendur til að svipta einn eða neinn aflamarki eða möguleikunum til að fiska eða takamarka "bestu útgerðirnar" einn eða annan hátt. Það má alls ekki láta undan þessari ógeðslegu frekju og verður Alþingi bara að setja neyðalög til að halda vinnufrið meðan verið er að gefa Samtökum Atvinnulífsins kost á að gera sér grein fyrir á hvílíkum villigötum þeir eru á.
Allir sem skilja það sem fer núna fram verða að láta heyra í sér í ræðu og riti. Við fólkið í landinu verðum að hrinda þessu þriðja áhlaupi LÍÚ sem búin eru tvívegis að hóta Alþingi með innsiglingum skipa og nú þetta. Fyrirlitningin sem þjóðinni er sýnt með þessum ógnunum á að verða til þess að við skiptum um stjórnkerfi í fiskveiðum og breytum yfir í Sóknarmark.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2011 | 10:10
VALDARÁN GRÆÐGINNAR
Hvernig stendur á því að Samtök Atvinnulífsins leyfa sér að gera atlögu að Ríkisstjórninni og reyna að þvinga fram "ásættanlega" niðurstöðu í Kvótamálinu? Hvað er það sem hefur skeð og breytt áherslum þessara stóru samtaka sem áður spegluðu meiri breidd í afstöðu til þjóðmála.
Það sem er að ske er VALDARÁN GRÆÐGINNAR! Þetta upphófs 1993 eftir lögleiðingu kvótaframsalsins og hefur síðan þróast undir forystu Þorsteins Má Baldvinssonar útgeraðamanns sem hefur ekki svifist neins í að auka og styrkja völd sín. Fyrst innan útgerðarinnar og síðan inní Sjálfstæðisflokkinn. Smámsaman hefur hann komið fólki fyrir í bönkum og tryggingarfélögum. Hann hefur hagað fjárfestingum sínum í þessum tilgangi einnig og liggja þræðir hans víða.
Ekki veit ég um fleiri sem hafa verið eins afgerandi í þessari uppbyggingu en að sjálfsögðu virkjar Þorsteinn marga aðila í þessum athöfnum sínum. Nú er að skýrast hversu ágengt þessu fólki hefur orðið þegar þau hafa full yfirráð yfir samtökum eins og Samtökum Atvinnulífsins og stærsta stjórnmálaflokki landsins.
Hvað þýðir þetta fyrir fólkið í landinu ef svona öfgamaður hefur tögl og haldir í svona samtökum og þau geta hvenær sem er gert það sem þau eru að gera núna. Með því að hóta að stöðva atvinnulífið í landinu ef ekki verður farið að kröfum þeirra núna í Kvótamálinu og næst hverju?
Nei núna þegar okkur verður ljóst að svona heimtufrekja og græðgi hefur grafið sig svo djúpt í þjóðfélagið og öflugust samtök landsins aðhyllast nú svona spillingu verður þjóðin að fara að passa sig og nota áhrif sín í formi kosninga og málfrelsis og stöðva þessa þróun. Annars verður þessu landi breytt í þræla nýlendu þar sem ríkir einræðisstjórnar fyrirkomulag eins og þegar er farið að votta fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.3.2011 | 09:32
LÍÚ OG SAMTÖK ATVINNULÍFSINS
HVERNIG DIRFAST ÚTGERÐAMENN AÐ ÆTLA AÐ NOTA LÍF OG KJÖR FÓLKS Í LANDINU Í ÞEIM TILGANGI AÐ ÞVINGA ÞJÓÐKJÖRNA RÍKISSTJÓRN TIL AÐ FARA AÐ VILJA ÞEIRRA.
Eru útgerðamenn orðnir svona siðblindir að þeir eru tilbúnir að standa að svona gerningi til að tryggja illa fengin réttindi sín. Ætlið þið öll að verða ófreskjur eins og Þorsteinn Már sem er siðspillt illmenni sem leyft hefur sér að eyðileggja líf fleiri manns með illverkum sínum?
Hvaðan koma Vilhjálmi Egilssyni þessi völd að fara framá að fá svona ákvörðunartöku frá Ríkisstjórn Íslands? Svona svívirða á sér ekkert fordæmi hvorki hér né í þeim lýðræðisríkum sem við mælum okkur við. Þessi framkoma Vilhjálms er svo rotin og siðspillt að manni verður flökurt að verða vitni að svona ofbeldi og hroka.
Þjóðin er að rísa úr ösku Davíð-ismans sem byggðist á svona spillingu eins og kemur fram í hegðun Samtaka Atvinnulífsins og Vilhjálms Egilssonar. Fólkið er búið að senda skilaboð um að svona hegðun verði afnumin og hér verði byggt aftur samfélag sem byggist á heiðarleika og virðingu. Framkoma þessa fólks sem stendur að þessari kröfu LÍÚ er eins og blaut tuska í andlit fólksins í landinu. Útgerðamenn ætti að skammast sín fyrir að fara svona gegn réttkjörinni Ríkisstjórn og sýna þar með þjóðinni viðbjóðslega lítilsvirðingu.
Nú á skilyrðislaust að afnema kvótann og taka forréttindin af svona ógæfu fólki sem ekki kann sig. Skilur fólkið í landinu hvað svona framkoma þýðir fyrir framtíð okkar og barnanna okkar þegar sérréttinda hópar leyfa sér að taka völdin af réttkjörinni ríkistjórn? Þetta eru landráð og ekkert annað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2011 | 11:27
ÞORSTEINN MÁR OG KVÓTI / SÓKNARMARK
Það er svo fyndið að horfa á fólkið í LÍÚ sem Þorsteinn Már er búinn að hafa af fíflum með að ota þeim í þetta kvóta stríð sem hann hóf ásamt Kristjáni Ragnarssyni í þeim tilgangi að ljúga fé út úr bönkunum. Þorsteinn Már veit manna best að Kvótakerfið hefur ekkert með uppbyggingu fiskstofna að gera en hann fór þessa krossferð sem hafin var 1993 til að þagga niður alla umræðu gegn þessu kerfi til að tryggja sér fé til fjárfestinga.
Þorsteinn Már var núna að fjárfesta 6 milljarða í sjávarútvegi Færeyinga sem byggir á sóknarmaki! Svo sóknarmarkið er nú ekki verra í hans augum og enginn skal ætla að fyrirtæki Þorsteins muni ekki blómstra í Sóknarmarki hérna einnig.
En hvað er það sem hvetur Þorstein Má áfram í aðgerðum sínum að fara eftir mönnum og "aflífa" þá úr íslenskum sjávarútvegi? Jú Þorsteinn er haldinn óstjórnlegri GRÆÐGI. Ekki bara peninga GRÆÐGI heldur VALDA GRÆÐGI. Hann kann sér engin takmörk. Allir vita hvernig hann hefur sleppt sér með öskrum og hurðaskellum á kollega sína innan LÍÚ og samflokksmenn sína í Sjálfstæðisflokknum. Hann reyndi að sýna þjóðinni samskonar ofbeldi á glærufundinum fræga. Ógeðslegast í hegðun Þorsteins eru þó upphringingar hans til manna sem reynt hafa að veikum mætti að segja sannleikann um kvótakerfið þar sem hann hellir sér yfir þá með hótunum og formælingum.
Ófáir hafa verið hraktir úr íslenskum sjávarútvegi fyrir hendi þessa manns sem enn þann dag í dag gengur laus og hefur fylgi félaga sinna innan LÍÚ sem láta teyma sig á asnaeyrunum í stríð við sína eigin þjóð bara til að hann geti haldið áfram að auðgast og sölsa undir sig völd yfir samborgurum sínum. Skrítið er hve heiðarlegt fólk í sjávarútvegi er orðið blint á ferlið sem þau eru komin í. Er það "siðblinda" þegar fólk er í afneitun og neitar að sjá óréttlætið og spillinguna sem þrífst í kringum það.
Ég hef leitt hugann að þeim mannréttinda brotum sem framin hafa verið að þeim sem svona haga sér og beita atvinnu svipti við að þagga niður skoðana myndun í þjóðfélaginu. Í alþjóðamannréttinda sáttmálum er Ríkisstjórnum landa falið að fara eftir þriðja aðila í slíkum brotum. Væri ekki rétt að Ríkisstjórnin fæli saksóknara að láta fara fram rannsókn á atferli þeirra manna og atvinnugreina sem stundað hafa og stunda slíkt ofbeldi sem ég hef lýst?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)