Færsluflokkur: Bloggar

ÞJÓÐIN ÖSKRAR Á AFNÁM KVÓTANS en enginn hlustar?

83 % þjóðarinnar talaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni og sögðu....

* Innköllun aflaheimilda eins og ríkistjórnin lofaði og úthlutun á fjrálsum markaði
* Kvótaþegar greiði aukið en réttlátt veiðigjald til samfélagsins
* Allan fisk á markað
* Aðskilnaður veiða og vinnslu
* Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvörpin, kjósum um kvótann
* Frjálsara og heilbrigðara strandveiðikerfi

Kvótaþegar og aðrir útgerðarmenn ætla að nota starfsfólk sitt til að mótmæla auknu veiðigjaldi. LÍÚ hefur boðað til mótmæla á Austurvelli í dag kl. 16:00. Þetta er á mörkum þess að vera siðleg aðgerð, þarna er verið að stilla sjómönnum og starfsmönnum þessara fyrirtækja upp við vegg. Hætt er við að margir sjómenn munu ekki þora að vera á annarri skoðun en vinnuveitendur þeirra.

Ég skora á alla sem vilja mótmæla hroka og frekju útgerðarinnar, vilja krefjast réttlátara kerfis, vilja sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi að mæta á Austurvöll og sýna stjórnvöldum að við erum fleiri og sterkari en útgerðarmenn. Við verðum að pressa á ríkisstjórnina að standa við kosningaloforð sín!

Látum ekki útgerðarmenn standa í vegi fyrir eðlilegum framförum. Látum þá ekki hirða áfram allan ávinning af fiskum í sjónum.

Mætum hress í sólina á Austurvöll með mótmælaspjöldin og látum heyra í okkur.

Þetta er auðlind okkar, okkar allra!


Þorsteinn Már kippti í spottan á LÍÚ hænunni svo hún fór að kvaka.

Friðrik segir að LÍÚ kvótahafarnir eigi rétt á fiskveiðum umfram aðra? Hvaða andskotans rétt? Hvað þykist þetta "fólk" hafa rétt yfir aðra? Þeim hefur aldrei verið færður neinn réttur hvorki með stjórnarskrá né með lögum um stjórn fiskveiða. Allir vita að það er hægt að afnema kvótann hvenær sem er og getur sjávarútvegsráðherra gert það í nafni meirihluta alþingis.

Þess vegna verður þetta þing að afnema kvótann og taka upp annað kerfi til að skera á þessi rök Hirðarinnar í eitt skiptiu fyrir öll. Meirhluti þjóðarinnar hefur alla tið verið andvígur kvótakerfinu og 84 % þjóðarinnar var að segja þingnu "AFNEMIÐ ÞIÐ KVÓTANN NÚNA". Þjóðin líður engan skollaleik í þessu máli lengur.

Ekkert 15 ára eða 20 ára plan. NÚNA! LÍÚ er á fullu að reyna að búa til lögfræðileg rök til að halda EINOKUN á veiðunum við. Þetta verður að stoppa. Ná til okkar pengunum sem hafa horfið og sparka þessu fólki sem ekki vill vera partur að þessu þjóðfélagi út í hafsauga.

Það er ekkert sem mælir gegn því að afnema kvótakerfið á morgun og taka hérna upp annað stjórnkerfi fiskveiða eins og til dæmis sóknarmark með allan fisk á markað. Það verða engin Ragna rök eða eða fall banka. Það sem mun ske er að fé í umferð mun stóraukast og verstöðvar hringin í kringum landið munu vakna til lifsins fasteignir munu hækka í verði atvinnuleysi mun hverfa og hagur ríkissjóðs mun vænkast.

Eftir 3 ár munu laun á Íslandi verða sambærileg við það besta á Norðurlöndum og nýjar sjúkrastofnanir byrja að rísa.

Varðandi skuldir útgerða verður ekkert afskrifað meira heldur verður farið eftir hverri krónu því það er ekkert sem heitir Money heaven. Illa fengið fé útgerðarinnar er einhverstaðar og ekkert annað en að finna það sem ekki fæst borgað.


Hentu kvóta kvikindinu út úr Valhöll!

Bjarni Benediktsson hættu að falsa fyrir og sýna kjósendum Sjálfstæðisflokksins lítilsvirðingu! Vertu maður af meiri fyrir Sjálfstæðismenn og taktu í hnakkadrambið á Þorsteini Má og hentu honum út úr Valhöll. Vilji þjóðarinnar og vilji Sjálfstæðismanna er krystal tær hvað varðar EINOKUN  á aflaheimildum. Þjóðin ÖSKRAR á frelsi einstaklingsins og Sjálfstæðisflokkurinn stendur eins og nátttröll og svarar ekki kalli sinna eigin kjósenda.
mbl.is „Sýnir mikla óeiningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KJAFTSHÖGG Á KVÓTANN

Stórt Lýðræðisskref var tekið í gær og er vert að óska þjóðinni til hamingju.

Nú þegar þessi vel heppnaða þjóðaratkvæðagreiðsla er afstaðinn er vert að skoða og virða niðurstöðurnar og beinist það ekki síst að forystu Sjálfstæðisflokksins. Niðurstöðurnar varðandi auðlindaspurninguna eru svo afgerandi að engum stjórmálaflokk og allra síst Sjálfstæðisflokki er stætt á að hafa EINOKUN fiskveiðiheimilda á stefnu skrá sinni.

Þjóðin hefur algerlega hafnað "kvóta" úthlutunum í sjávarútvegi. Þjóðin hefur hafnað mismunun einstaklingsins og takmörkunum á handfæraveiðum. Forystusveit Sjálfstæðisflokksins verður að láta af linkind við Þorstein Má og Mogga-hirðina og sýna kjósendum sínum þá virðingu að láta af fáráðlins stefnu í sjávarútvegsmálum og snúa við blaðinu. 

Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar var og er sennilega eitt besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi þróað í nánu samstarfi við sjómenn og útvegsmenn. Það virkaði vel og var bæði skilvirkt við fiskveiðistjórn, hámörkun afraksturs og gerði öllum jafn hátt undir höfði. Sóknarmark með allan fisk á markað er í anda Sjálfstæðisstefnunnar þar sem frelsi einstaklingsins er virt.


Siðferði Sjálfstæðismanna

Í viðræðum og samskiptum við Sjálfstæðismenn hef ég verið að rekast á furðulegar fullyrðinar um menn og málefni og greinilega hefur komið fram í þessum samskiptum og ummælum annarra Sjálfstæðismanna þessar skrítnu fullyrðingar sem gera manni ljóst að svona er talað um menn og málefni innan þess hóps sem flykkir sér nú í kringum forystu flokksins.
 
Fullyrðingar eins og þingmenn séu eingöngu bundnir af sannfæringu sinni og geti hvenær sem er gefið skít í kjósendur flokksins þegar þeim eða mönnunum bak við tjöldin hentar.
Upphrópanir eins og viltu verða "eyðilagður" eða "lemur þú ennþá konuna þina". eins og HHG sagði við óþægilegann viðmælanda á beinni línu. (Sem ekki átti neina konu!)
 
En hvernig á þetta öðruvísi að vera eftir 30 ár með Davíð sem æðsta mann flokksins og dominerandi prímus motor. Mann sem notaði stórfyrirtæki Reykvíkinga BÚR til að hysja buxurnar upp um gjaldþrota flokksmenn og gera þá stór ríka hluthafa í Granda á kostnað bæjarbúa.
Manninn sem sveik kjósendur sína þegar hann í kosningaloforði lofaði kjósendum að afnema kvótakerfið og moka Framsóknar flórinn en sveik Sjálfstæðismenn fyrir litla klíku útgerðarmanna sem rottuðu sig að baki K.R. í þeim tilgangi að ná að einoka sjávarútveginn og nota kvótann til að draga fé út úr ríkisbönkunum.
Er það ekki siðleysi að ekki skuli upplýst um 500 milljarða sem hurfu sporlaus úr Seðlabankanum korter fyrir hrun?
Sorgarsaga Davíð-ismans er ein endalaus saga siðleysis og spillingar og greinilegt er að þannig er andrúmsloftið ennþá innan flokksins. Ég vil endilega hvetja þá sem virkilega ætla sér að kjósa þessa aðila að kafa aðeins dýpra og hlusta eftir athugasemdum þeirra um samtímamenn sína og andstæðinga í pólitík.
Ég lærði ungur að þeir sem ekki kunna að bera virðingu fyrir öðrum kunna ekki að bera virðingu fyrir sjálfum sér. Þetta sýnist mér meira og meira eiga við um forystumenn og talsmenn Sjálfstæðisflokksins því miður.
 
Ég greiddi Davíð Oddssyni aðeins einu sinni atkvæði mitt vegna augljóss siðleysis sem ég leið ekki. Því miður virðist siðleysi formannsins fv enn fljóta yfir vötnunum í Valhöll.
 
PS Spyrjið sjálf ykkur ef ritstjóri dagblaðs, sem ber að allar greinar verði birtar sem blaðinu berast, hringir í fant í þeim tilgangi að hótast við höfund innsendrar greinar og reyna að fá greinina stöðvaða. Er hægt að hugsa sér meira siðleysi og ómerkilegheit?

Hag-álfur LÍÚ fær mann dæmdan fyrir að segja sannleikann

Hvað er það annað en að vera á launum hjá LÍÚ að sjá um verkefni sem eru sér pöntuð af samtökunum sem styrkja samsetningu lyga áróðursins sem framleiddur hefur verið innan hagfræðideildarinnar undir stjórn og af Hagálfinum.

Þetta er enn eitt skítugt skref dómkerfisins gegn tjáningarfrelsinu og sannleikanum um spillinguna sem fram fer í hagsmunavörslunni um kvótakerfið. 

Er það kannski líka dautt og ómerkt að Hagálfurinn stofnsetti Sjávarklasann til að taka við af farsíma Kvótapúkans og hóta mönnum og fyrirtækjum ef talað er gegn kvótakerfinu?? 

Það er skítalykt þöggunnar af þessu og vona ég að þetta mál fari fyrir Hæstarétt og ef ekki dugar fyrir mannréttinda dómstól Evrópu í Strassburg. 


mbl.is Þór Saari dæmdur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskriftirnar a þjoðina og Kvotinn til Samherja

Eg helt að þjoðin ætti Landsbankann? Nu horfum við a tvo stor skuldamal afgreidd i tvennu lagi. Fyrst koma milljarða afskritir og siðan littlu seinna er gerður hokus pokus og kvotinn er kominn Norður a Akureyri.

Bæði i tilfelli Brims og nuna BH hefðu kvotar fyrirtækjanna att að vera gerðir upptækir. Þratt fyrir að ekki hafi verið bein kvotaveð þa voru þessi lan með krokaleiða veð i fyrirtækjunum sem hafa komist upp með að nota kvotann eign þjoðarinnar sem eiginfe i viðskiptum við bankanna.

Að i baðum þessum storu malum hlytur að vekja athygli af hverju þegjandi og hljoða laust eign þjoðarinnar gengur til Samherja i stað þess að bankinn gangi að veðinu eins og rett hlytur að vera.

Eg tel rett að bæði þessi mal og reyndar oll samskipti utgerða við bankanna verði rannsokuð og skoðað hvernig kvoti tengist viðskiptunum og hvað hafi orðið um þa peninga sem horfið hafa sporlaust að þvi er virðist.

Hvað a að gera við kvota sem endurheimtist með þessum hætti ætti að vera skyrt. Allan kvota sem bankarnir innheimta a að leigja hæstbjoðanda til 3 manaða og siðan aftur og aftur og opna þannig nyliðun sem byggist a kvota þeirra sem foru a hausinn.


mbl.is „Málið stærra en Vestmannaeyjar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánin og heimilin: Svikamilla stjórnvalda og bankanna.

Fyrir hrun áttum við íbúðina okkar og vorum með einhverja prósentu af henni veðsetta fyrir láni uppá einhverja upphæð.

Bankarnir hrundu og varð að "afnema" þá og skipta upp svo eignir bankanna lánasöfnin yrðu áfram í verði en restin lenti í uppgjöri gömlu bankanna.

Nú er komið í ljós að einhvers konar leynisamningur var gerður milli nýju bankanna og ríkisins við "kaup" nýju bankanna á lánasöfnum gömlu bankanna og þar með íbúbúðarlánum.

Svikin við okkur fasteignaeigendur var að lánin voru seld til nýju bankanna á skít og kanel sem full gild krónulán en ekki sem sama prósenta af eigninni og lánin voru fyrir hrun. Það hefði átt að vera réttu fasteinga eigenda að lánin hefðu verið seld nýju bönkunum sem prósenta af eigninni á því verði sem hún stóð í eftir hrun. Nýju bankarnir hefðu haft ágæti rentu af því að innheimta þennan part af lánunum og fasteignaeigendur hefðu haldið eign sinni.

Þegar horft er á arðsemi bankanna núna stuttu eftir hrun á sama tíma og við eigum ekkert eða mikið minna í "eigum" okkar er ljóst að réttur okkar hefur verið gróflega fyrir borð borinn og verið er að fremja hérna hreint rán. Og það er svívirða að bjóða fólki sem átti 60 til 70 % í eign sinni 110 % regluna. Hugsið ykkur ósvífnina sem okkur var sýnd með færslu lánanna yfir til nýju bankanna sem nú "eiga" eignir okkar.


MOGGA-HIRÐIN sér um þetta

Veit ekki hvað er verið að velta þessu fyrir sér. Þetta er útrætt mál.
mbl.is Boðið upp á þriðju leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÆRA AF MISTÖKUM

Það var áfall nýju framboði Lilju að missa Sigurð og þessi tölvupóstur sýndi dómgreindarleysi. Það getur verið einmanalegt á þoppnum þvi þar leyfist ekki allt sem lægra settir geta leyft sér.

Best er þegar sterkir einstaklingar geta upphafið sjálf sig og unnið með öðru "sterku" fólki þannig verður alvöru stjórnmála afl til. Við bíðum ekki eftir öðrum "einræðisherra".

Lilja lærir af þessu og  heldur sínu striki og vonandi skilur hún að fólkið bíður ekki eftir einhverju framboði af hennar hálfu heldur breytingum því spillingin í fjórflokkunum er búin að eyðileggja nóg í okkar ágæta þjóðfélagi.


mbl.is Úrsögnin var áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband