LÆRA AF MISTÖKUM

Það var áfall nýju framboði Lilju að missa Sigurð og þessi tölvupóstur sýndi dómgreindarleysi. Það getur verið einmanalegt á þoppnum þvi þar leyfist ekki allt sem lægra settir geta leyft sér.

Best er þegar sterkir einstaklingar geta upphafið sjálf sig og unnið með öðru "sterku" fólki þannig verður alvöru stjórnmála afl til. Við bíðum ekki eftir öðrum "einræðisherra".

Lilja lærir af þessu og  heldur sínu striki og vonandi skilur hún að fólkið bíður ekki eftir einhverju framboði af hennar hálfu heldur breytingum því spillingin í fjórflokkunum er búin að eyðileggja nóg í okkar ágæta þjóðfélagi.


mbl.is Úrsögnin var áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Örn. Lífið byggist á því að þroskast af mistökum og lífsreynslu. Lilja er í mínum augum lífsreynd og skynsöm kona, sem vill raunverulegt réttlæti fyrir alla, en ekki sérhagsmuna-pólitík, sem blekkingarkerfið kallar "hægri og vinstri".

Heimurinn þarf bæði hægri og vinstri samtímis, en ekki öfgakennd átök stríðandi fylkinga.

Gangi Lilju sem best, ásamt öllum öðrum, við að koma sannleikanum og réttlætinu upp á yfirborðið.

Opin og illindalaus umræða er eina leiðin að því nauðsynlega takmarki, að ná fram réttlæti og sátt í samfélaginu. Við þurfum að heyra öll viðhorf, til að geta skilið þau og tekið síðan réttláta og sjálfstæða afstöðu út frá því.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.3.2012 kl. 15:00

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að ganga frá sem flestum lausum endum fyrirfram, það er eitt af því mikilvægasta þegar stofnuð eru ný stjórnmálasamtök. Ég mæli af reynslu um þetta efni. En það er misjafnt eftir aðstæðum hve langt er hægt að ganga í þessum efnum.

Stundum nægir staðfastur vilji til samkomulags til þess að hægt sé að byrja með autt blað þegar kynnt er nýtt framboð og aðstandendur þess.

En ef þess er nokkur kostur, er betra að búið sé að ganga frá stefnuskrá og raða sem mest upp í forystu samtaka, þegar þau eru sett á stofn og þau kynnt.

Því meira sem er ófrágengið, þeim mun meiri hætta er á að ótrúlega mikil orka og tími fari eftir á í að sætta einstaklinga og sjónarmið.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2012 kl. 10:04

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Anna, Ómar þakka ykkur innlitið. Ég held við séum sammála um að við viljum að þessu nýja fólki gangi sem best og er ég sannarlega spenntur að sjá hvernig til tekst og vona að fólk  sé ekki of rígbundin af áskrift á viss stjórnmálaölf að fólk kunni ekki eða þori ekki að breyta. því nú er þörf á breytingum.

Ólafur Örn Jónsson, 16.3.2012 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband