Af hverju fiskum við ekki bara okkar eigin þorsk og minnkum göngur þorsk í Barentshafið?

Það væri sannarlega gott að fá samninga við Rússa um veiðar en gerum okkur grein fyrir að skortveiðin á Íslandsmiðum er sannarlega styrking fyrir þorskveiðar í Barentshafi og við Grænland. Og eins styrkir skortveiðin hérna markaðsstöðu Noregs og Rússlands á þorsk mörkuðum.

Með því að byrja aftur að fullnýta okkar fiskstofna styrkjum við stöðu okkar aftur á mörkuðunum heimsins og stór aukum kjör og allt atvinnulíf á Íslandi. Kvótakerfið hefur haft gífurlega eyðileggingu í för með sér á íslenskan sjávarútveg og byggð í landinu. Þess vegna liggur beinast við að afnema kvótakerfið með öllu eins fljót og auðið verður og koma hér á sóknarmarki og setja allan fisk á almennan markað svo að allir sem vettlingi geta valdið hafi aðgang að auðlindinni og geti tekið þátt í verðmætasköpuninni hérna.

Með því að nýta að fullu þorskinn okkar líka í góðærum eins og sóknarmarkið myndi hjálpa okkur að gera myndu minnka göngur héðan til Noregs og Grænlands og styrkja þannig okkur í okkar markaðssókn ekki veitir af.


mbl.is Búist við fundarboði frá Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband