Stórþorskurinn um allan sjó að éta undan sér. Ruglið með kvótann í algleymingi

Jæja kæru lesendur og vinir hér hefur áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni dreift myndbandi sem sýnir okkur fáránleikann sem átt hefur sér stað og á sér stað á miðunum. Þorskur er að éta undaan sér vegna osetningar og veiðileysis. Þetta er að sjálfsögðu versta fiskveiðistjórnun í heimi og ætti að kæra íslensk stjórnvöld og Hafró fyrir þátttöku í þessari endaleysum fyrir kvótahirðina sem með svikium í stjórn landsins við heldur múrum EINOKUNAR um fiskveiðarnar.

Þetta kostar okkur ekki bara hrun bygðanna sem við sjáum hringinn í kringum landið heldur hefur markaðshlutdeild Íslands

einnig hrunið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þessi mynd frá þeim á Hrafni Sveinbjarnar er mjög áhugaverð og staðfestir það sem margir hafa bent á í áraraðir að gerist við vissar aðstæður. En þar sem engin reikniformúla er til yfir þetta hjá Hafró, þá geta þeir ekki reiknað út í hversu miklum mæli þetta er. Þar sem "computer says no" er því algerlega horft framhjá þeim möguleika að þetta geti yfir höfuð gerst - og því aldrei haft til hliðsjónar við fiskveiðiráðgjöf eða það sem kalla má nýtingarstefnu - Sem ætti nær eingöngu að byggjast á heilbrigðri skynsemi en ekki tölvuleikja-formúlum Vísindakirkjunnar við Skúlagötuna.   

Atli Hermannsson., 5.12.2015 kl. 16:43

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ólafur.

Þetta myndband sannar svo ekki verður um villst, að stórþorskurinn er að éta undan sér afkvæmin.

Ég vona að þú getir gengið til samstarfs við sanna Íslendinga, líkt og fólkið sem stóð að Flokki heimilana í síðustu kosningum og velt núverandi fulltrúum fjármagns og kvótaeigenda úr sessi.

Ég gæti alveg hugsað mér heiðarlegan “strigakjaft” á borð við þig í þeim félagsskap, þó ég geti alls ekki verið sammála þér um ágæti þess að selja græna raforku úr landi með sæstreng, eins og þú hefur mælt fyrir – en það er önnur saga.

Jónatan Karlsson, 6.12.2015 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband