LÝGI - 32 þingmenn lýstu sig reyðubúna að greiða Stjórnarskránni atkvæði sitt

Framsóknarplebbarnir grípa hvað eftir annað til lyginnar þegar þeir vitna í söguna. Árni Páll gekk erinda útgerðarinnar þegar hann skaut stjórnarskránna út af borðinu.

Það lágu fyrir ummæli 32 þingmanna sem lýstu sig reiðubúin að standa með þjóðinni og leggja Nýju Stjórnarskrá þjóðlagaráðs atkvæði sitt og þar með senda stjórnarskrána til fyrstu atkvæðagreiðslu þjóðarinnar um málið. Það var hin lýðræðislega leið sem leppar líu komu í veg fyrir með stanslausu málþófi og rakalausri andstöðu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar.

Núna vonast rikisstjornarflokkarnir að þeir geti vélað stjórnarandstöðuna undir forystu svikarans til að koma með útþynnt auðlindaákvæði sem ljúga á í gegnum þingið til að þeir geti komið "sáttaleiðinni" illræmdu í lög. Sáttaleiðin eru svik við þjóðina þar sem gefinn er skítur í eign þjóðarinnar á auðlindunum en nýtingarétturinn verði eign útgerðarinnar.

Þetta er ljótasta skítaplott sem þjóðin hefur staðið gegn fyrr og síðar og eru Framsókn og Sjálfstæðisflokkur handbendi útgerðarinnar í þessu máli og ætti að refsa þessu fólki fyrir þessi svik.


mbl.is Myndi styðja auðlindaákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband