Mjög erfitt fyrir bankanna sem ætla sér að halda milljarða arði og kúga landsmenn.

Frábært hjá Lífeyrissjóð Verslunarmanna að ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti.

Nú þurfa fjármálastofnanir að ríða a vaðið og koma með lánalínur sem gefa fólki sem er í sjálfheldu í okur leigu uppá 130 til 200 þus á mánuði kost á að eignast íbúðir. Má þar horfa á fullt lán fyrir íbúð t.d. 30 milljónir sem borgað yrði af með 150 þús króna greiðslu í 5 ár. Þá yrði lánið endurfjármagnað og kæmi 30 til 40 ára lán svipað því sem LV er hér að bjóða.

Það er fráleitt að dæma allt það fólk úr leik sem annað tveggja á ekki útborgun eða fór illa út úr hruninu með því að krefjast fjáreignar upp á fleiri milljónir og dæma það í okurleigu sem tekur möguleikanna af að geta nokkru sinni eignast það sem til þarf.

Hér gildir einfaldlega "if there is a will there is a way". Mætti vel hugsa sér að ríkið komi að þessum málum með ábyrgð til að liðka fyrir.


mbl.is Erfitt fyrir bankana að svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bankarnir á Íslandi hafa óverjandi stöðu, sem þeir geta ekki með nokkru móti varið á siðferðislegan og mannúðlegan réttardómsstólanna lagalegan hátt.

Ef bankarnir ætla að kúga kerfisþrælana áfram, þá skrifa þeir sína sögu í sama sjúka sögubæklinginn og Stalín og Hitler voru látnir gera.

Það er ekki verðugt né siðferðislega réttlætanlegt ræningjastjórnar-bankaveldi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2015 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband