Hvaða rugl er í gangi í Borgarstjórn varðandi umferðar framkvæmdir?

Að láta sér detta í hug að ætla að "venja" alla borgarbúa á að hætta að nota einkabílinn og fara að hjóla. Hlutverk Borgarstjórnar er að bregðast við venjum borgarbúa en ekki að venja borgarbúa að sínum duttlungum.

Búið er að byggja flott net hjólreiðarstíga og er það vel en nú er komið að okkur hinum borgarbúum sem ekki höfum neinn áhuga á að láta Borgarstjórn VENJA okkur. Gagngerar lagfæringar a Miklubraut eru orðnar bráð nauðsynlegar og löngu kominn tími til að taka á því stór vandamáli og opna óhindrað flæði umferðar alla leið út á Granda.

Eins þarf að lagfæra og opna aðgengi Kringlumýrarbrautar alveg niður á Lækjartorg og síðan Sæbrautina þar sem þurfa að koma til göng eða brú á Grafarvog og stokkur.

Nú skulum við hætta öllum þessum fjáraustri vitleysinga í hjólahraðbrautir og gæluverkefni. Setja allt framkvæmdafé borgarinnar í að lagfæra og opna aftur þrengingar og afreinar sem búið er að loka (eins gáfulegt og það var) og setja einkabílinn í forgang.

Eins væri æði að fá fleiri stæði.

Skattgreiðandi


mbl.is Hafi ekki efni á hjólreiðaáætluninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Hugsunin er fyrst og fremst að bæta aðgengi til hjólreiða. Kannanir hafa sýnt viða að margir sem gætu hugsað sér að hjóla gera það ekki vegna hræðslu við þann ógn sem starfa af bílaumferðinni. Þess vegna eru byggðar sér stígar til hjólreiða og unnið í því að auka öryggistilfinning fólks sem vilja nota reiðhjól til samgangna, oftast í bland við annarra ferðamáta. 
Sjá líka umræðuna undir þessa frétt :
http://www.visir.is/ny-og-metnadarfull-hjolreidaaaetlun-i-reykjavikurborg/article/2015150919505

Morten Lange, 11.10.2015 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband