Ríkisstjóður þennst út og óðagróði útgerða allt á kostnað láglaunafolks og elllífeyrsþega.

Gott er að farið sé að vinda ofan af hruninu og þeim áföllum sem það olli fjölda manns. En hvað hefur þetta kostað þjóðina? Ég meina almenning í landinu?

Nánast hver einasti íbúðareigandi missti hluta eigna sinna til bankanna og sumir misstu allan eignarhlut sinni í íbúðunum og var hraktir út á götu með fjölskylduna. Ekkert vildi vinstri stjórnin gera til að koma til móts við þetta fólk og þá koma lyga stjórn LÍÚ sem ALLT ætlaði að gera en lét síðan fólkið borga sjálfum sér leiðréttingu lánanna. Ekkert var gert fyrir þá sem kastað var út á götu með fjölskyldur sínar.

Staðið var í vegi að gengið hækkaði þrátt fyrir hæsta heimsmarkaðsverð á fiski, lækkun olíu verðs og risa fjölgun túrista. Af hverju mátti þjóðin ekki fá leiðréttinguna sem fólst í hækkun gengisins?? Jú útgerðin sigldi nú í mesta góðæri markaða og í afla með allt of lágt gengi. Kaupmætti almennings var fórnað fyrir óðagróða þeirra sem ollu hruninu.

Þáttur ríkisstjórna í að halda niðri genginu er marg þættur. Í fyrsta lagi réðst Vinstristjórnin ekki gegn kvótanum og jók afla eins og allar upplýsingar bentu til að nauðsynlegt væri strax eftir hrunið. Þarna fór gullið tækifæri til að leiðrétta hlut alls almennings strax á fyrstu 3 árunum eftir hrun en komið var í veg fyrir það og útgerðin fékk frítt spil með allan ágóðann af góðærinu. Komið er fram að þessu náðið útgerðin (bankarnir) fram með beinum hótunum gegn ríkisstjórninni og furðulegt að það mál skuli ekki gert opinbert.

Síðan kom hörmunga ríkisstjórn LÍÚ og þá var nú heldur betur tekið til hendinni enda gjaldeyri farinn að flæða til landsins og þrýstingur á gengið til hækkunar stór jókst. Byrjað var á að reka og ráða Seðlabankastjórann til að endursetja hann í hvað væri forgangurinn. Að halda genginu niðri og gera allt sem hægt væri til að halda lágu gengi fyrir útgerðina og þrátt fyrir að enn ykist góðærið. Söguleg lækkun olíunnar og sífellt fleiri ferðamenn. Leppur LÍÚ var nú til höfuðs Seðlabankastjóranum með hótun um að vera gerður að bankastjóra við hlið hans.

Og nú kemur Fjármálráðherrann fram og segir að til séu svo miklir peningar að hann viti í rauninni ekkert hvað hann eigi að gera við þá vegna hræðslu við þenslu (of mikinn hag þinn).

1. Væri kannski hægt að setja upp fría heimsendingaþjónustu með matvæli til barnafjölskyldna sem hraktar voru út úr eigum sínum?

2. Eða væri það þenslu hvetjandi að setja allar eignir ÍBL og bankanna á leigumarkaðinn til að freista þess að ná niður skikkanlegri leigu í borginni?

3. Kannski svigrúm til að hækka persónuafsláttinn til að hinir lægst launuðu eigi möguleika á að ná endum saman?

4. Með heilbrigðiskerfið væri kannski hægt að skapa langveiku fólki lyf eins og lög landsins gera ráð fyrir að gert sé??

Nei þeir sem hafa borið þessa þjóð út úr hruninu sem óða græðgi útgerðarinnar olli eiga ekkert að fá. Hér er grímulaust verið að byggja eitt ljótasta þjóðfélag Evrópu þar sem eigur almennings í velferðarkerfinu eru eyðilagðar og auðævi landsins EINOKAÐAR í höndum þeirra sem síst skyldi eða þjófa og ræningja.

Viðbjóðurinn sem við verðum vitni að frá þessu veruleikafirta fólki er engu lík.

 


mbl.is Afgangur og skuldahreinsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband