Dæmigerð valdníðsla Framsóknar ráðherrans sem við verðum að stöðva.

Eitt sem einkennt hefur allt kvótakerfið er brot á mannréttindum þegar mönnum er mismunað til framtíðar með kvótasetningu. Það liggur fyrir dómur frá mannréttinda dómstól SÞ um kvótakerfið og því hlýtur að vera skýlaus krafa að ekki sé vaðið beint inní þetta fyrirkomulag án þess að taka tillit til mannréttinda.

Hingað til hefur veiðum á makríl sem er óútreiknanlegur flökkufiskur verið stjórnað með sóknarmarki og á að sjálfsögðu að halda því áfram þar sem ekki einat eru þetta "nýjar" veiðar sem eru í örri þróun heldur er EKKERT í hendi með magn og göngumynstur makrílsins hverju sinni.

11185777_10153729776405828_1368562588_n.jpgÞað er ekkert sem liggur á að kvótasetja veiðarnar og eins og ráðherrann gerir núna þá er hægt a stjórna þessum veiðum eins og öllum veiðum með reglugerð (3 gr laga um stjórn fiskveiða) og hefur umboðsmaður Alþingis ekkert með það að gera hvernig þessu á að stjórna. Það er ekkert í lögum sem segir að útgerðir eigi rétt á að veiðarnar séu kvótasettar. Þetta er bara fyrirsláttur.

Makrílfrumvarpið er því bara bastarður til að brjótast út úr lögum um stjórn fiskveiða og á að hætta með það frumvarp og halda áfram með veiðar á makríl með sóknarmarki og ekki einu sinni reyna að kvóta setja veiðarnar. (Útgerðin er að freista þess að brjótast út úr eins árs úthlutunar reglunni í 3ju grein laga um stjórn fiskveiða).

Síðan varðandi auðlindagjald mætti setja allan makrílinn á opin markað þar sem tekið yrði hæfilegt gjald af lönduðum alfa sem rynni þá í auðlindasjóð.

En hvernig sem farið verður í að stjórna þessum veiðum þá er kvóti ekki tímabær og allra síst á þeim forsendum sem ráðherrann boðar að minnka úthlutun til smábáta (Hefði átt að auka) og mismuna mönnum. Það var ekki gert þegar afli var ákveðinn í kvótakerfinu (meðaltal af 3 af síðustu 4 árum til viðmiðunnar) ekki farið í árin þar á undan eins ráðherra ætlar að gera núna. Ráðherrann er vísvitandi að stunda eyðileggingar starf og svellt menn úr greininni og eyðileggja þeirra fjárfestingar. Svona gera menn bara alls ekki.

 


mbl.is Smábátasjómenn reiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband