17.5.2015 | 09:49
Það þarf að hækka (leiðrétta) gengi krónunnar
Það er sannarlega vitlaust gefið í íslensku þjóðfélagi og því miður virðist fólk ekki skilja að krónutölu hækkun launa er ALLS EKKI leiðin til að leiðrétta óréttlætið heldur þvert á móti leið til að fast setja óréttlætið í kjörum sem komið var á í hruninu.
Þetta e nákvæmlega það sem kvótahirðin og bankarnir vilja. Halda lágu gengi krónunnar og sigla sjálf á ofur gróðanum sem þetta skapar útgerðinni og útflutnings greinunum á kostnað launþega, lífeyrisþega og bótaþega og þar með opinbera geirans.
Þetta er ástæða þess að AFNÁM KVÓTANS er lang lang stærsta hagsmunamál þjóðarinnar og við veðrum að ná að setja hér á "Sóknarmark með allan fisk á markað". Við verðum að stór auka útflutning og ná þannig að leiðrétta gengi krónunnar. Auka kaupmátt og ná hæstu launum niður á RÉTT PLAN í samræmi við afköst og vægi í atvinnulífinu. Framboð og eftirspurn virkar ekki núna eins og ef við afnemum EINOKUN í sjávarútvegi og landbúnaði og komum á markaðsverði á afurðir og vinnu fólksins.
Skrifum öll undir thjodareign.is og hefjum afnám kvótakerfisins og ægi vald kvótahirðarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér Óli Jó.
Jón Kristinn Guðmundsson, 17.5.2015 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.