Kvótaflokkarnir eru fimm á þingi ... munum á kvótanum skulum við þekkja þá

Við kjósendur verðum að gera okkur grein fyrir að til að ná völdum aftur úr höndum útgerðarinnar verðum við fyrst og fremst að fá nýja Stjórnarskrá og til að ná hagvexti fyrir almenning í landinu verðum við að AFNEMA KVÓTANN.

Við megum ekki gefa frambjóðendum í næstu kosningum neinn afslátt í þessum veiga miklu málum og ganga á þá um stefnu flokkanna og stefnu þeirra sjálfra.

Við getum ekki þolað lengur að hér séu kosnir óheiðarlegir þingmenn og konur trekk í trekk sem komast upp með að ganga erinda óvina þjóðfélagsins - út Skagafirðinum og úr útgerðinni.


mbl.is Gjörbreytt landslag í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm og trúir einhver Guðmundi Steingrímssyni?  Ekki ég. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2015 kl. 19:36

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað finnst þér vera að núgildandi stjórnarskrá?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2015 kl. 19:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að spyrja mig eða Ólaf?  Það má ýmislegt bæta við núverandi stjórnarskrá til sæmis þetta með aðkomu þjóðarinnar að því að kjósa um ýmismál.  En ég verð að viðurkenna að 111 greininn virkaði tvímælis á mig, þetta með að veita ríkisstjórn leyfi til að undirgangst erlent yfirráð tímabundið.  Ég hafði óhug á þeirri grein, vitandi um læmsku og undirlægju hátt og hvernig væri hægt að fara kring um það mál.  Ég treysti enganveginn Samfylkingu, né vinstri grænum og alls ekki Bjartri framtíð til að koma heiðarlega fram í svoleiðis máli.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2015 kl. 23:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég var nú bara að fiska eftir þessu svona almennt. :)

Núgildandi stjórnarskrá er nefninlega ekkert svo slæm, ef það væri í raun alltaf farið eftir henni. Ég er ekki að meina að það megi ekki bæta hana en það þýðir samt ekki heldur að þurfi að henda henni í ruslið.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2015 kl. 01:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei sennilega þarf að hnykkja á málum og gera skýrari.  Það er satt sem þú segir, ef farið væri eftir henni.  til dæmis með kvótann hann er eign þjóðarinnar, en samt hafa stjórnvöld brotið þá grein með því að úthluta nokkrum einstaklingum þjóðareignina á silfurfati, og jafnvel lagt heilu byggðirnar í rúst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2015 kl. 10:32

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ólafur

Ég skora á þig að skrá og hefja nú þegar undirbúning að stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar í anda réttlætis og heiðarleika.

Þú ættir auðvitað að hafa Grétar Mar, Pétur Gunnlaugs og Arnþrúði Karlsdóttur, auk kjarnans úr Flokki heimilana í slagtogi með þér við þetta verk, því hér eru þvílík hættumerki á lofti og ástand landsmanna komið á það stig að ekki er til setunar boðið.

Ég álít virkilega að sameinuð breiðfylking landsmanna sem rís upp gegn kúgun og yfirgangi kvótagreifa og spilltrar valdastéttar geti auðveldlega náð hreinum meirihluta á Alþingi við hið fyrsta tækifæri.

Jónatan Karlsson, 3.4.2015 kl. 14:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk.  Dögun er starfandi og hefur unnið vel að því að koma sinni málefnaskrá á koppinn.  Í dögun eru þeir sem koma frá Hreyfingunni og Frjálslyndaflokknum, þar er Guðjón Arnar einn af forkólfum og Sigurjón Þórðarson.  Auk fjölmargra annara sem þekkja vel til landsmálanna.  Í stað þess að stofna endalaust flokka væri nær að flykkja sér um þá sem fyrir eru, til dæmis Dögun og Pírata.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2015 kl. 14:49

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Dögun virtist aðhyllast ESB tækifærin einum of og Píratar sitja saddir og þögulir hjá kjötkötlunum, eins og sést einna skýrast í höfuðborginni, þó fæst axarskafta meirihlutans spyrjist sennilega nokkurn tíma út fyrir borgarmörkin.

Jónatan Karlsson, 3.4.2015 kl. 16:00

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 Ég verð að vera þér ósammála með að hér vanti nýja stjórnarskrá, stjórnarskráin getur alveg uppfyllt það sem þú ert að tala um með viðbættum lögum (og eins og Guðmundur segir ef menn bara fylgja henni).

Ég vildi sjá kvótakerfið sett aftur í fyrra form áður en "vinstri" stjórnin komst í það í gamla daga, það er einmitt þeim að þakka að það er svona ónýtt í dag, Jóhanna og co bættu við þeim breytingum sem gerðu "kvóta eigendum" það kleyft að áfram selja kvótann.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.4.2015 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband