Fáránlegt er að verða vitni að þessum bellibrögðum og leiksýningu Ragnars Árnasonar leikstjóra LÍÚ.
Hér kemur sjávarútvegsráðherra fram með frumvarp um veiðileyfagjald og stýringu Makrílveiða sem brýtur fyrstu og þriðju grein Laga um stjórn fiskveiða með því að bjóða kvóta á Makríl til 6 ára í stað eins árs.
Kolbeinn Árnason Framkvæmdastjóri SFS (LÍÚ) kemur svo og talar um "grundvallarbreytingu á því kerfi sem við höfum búið við"????
Við höfum "búið við" lög um stjórn fiskveiða sem taka skýrt fram að ekki má úthluta kvótum til meira en eins árs í senn og hefur aldrei verið úthlutað til lengri tíma en eins árs.
Hér er Kvótahirðin að reyna að komast upp með að brjótast út úr skotheldum Lögum um stjórn fiskveiða og opna þar með fordæmisleið fyrir nýja kvótafrumvarpið "sáttaleiðina" þar sem á að tryggja útgerðinni eignaréttinn á nýtingu miðanna og gera ríkissjóð ábirgan vilji þjóðin hafa eitthvað með stjórn fiskveiða að gera í framtíðinni.
Það væri best að taka þátt í þessum skollaleik og bjóða makrílkvótann allan til sölu á almennum markaði og selja réttinn hæstbjóðendum sem borga við hverja löndun. Fyrir utan sjávarutveg og landbúnað býr engin önnur atvinnugrein í landinu við fyrirsjáanleika tryggingu úr höndum þjóðarinnar. Stoppum svona fíflagang og hendum leppum kvótahirðarinnar út úr Alþingi og út úr Háskóla Íslands. Munum hvernig Frakkar fóru að í sinni byltingu. Þannig á að fara með menn sem svíkjast að sinni þjóð.
Frumvarpið umdeilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.