Nú þegar ríkisstjórn líú segist vera að rétta við "forsendubrestinn" sem hrunið olli leiðir það hugann að því að forsendubresturinn var fall krónunnar. 50% gengisfelling sem rann beint til útgerðarinnar en skildi almenning eftir með afleiðingarnar óbættar með öllu er enn við líði og hér er enginn forsendubrestur bættur fyrr en búið er að rétta hlut almennings og alls þjóðfélagsins í þeim skiptum sem mynduðust við þessa miklu gengisfellingu.
Á meðan við lifum við krónuna "verður að vera" jafnvægi milli útflutnings greina og þjóðfélagins. Þetta var fram að hruni virt en einhverra hluta vegna var þessi þjóðarsátt brotin við hrunið og er spurning hvernig það gat gerst?
Ég segi að glæpur hafi verið framinn og eins og oftast þekkjast þjófarnir á þýfinu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.