Kvótakerfið skapar aumingja.

Það er nú meiri aumingjadómurinn alltaf í fólki sem einhverra hluta standa fyrir markaðssetningu íslensk sjávarafla. Kvótakerfið og skortur á úthlutun aflaheimilda er búið að eyðileggja markaðshlutdeild í þorski og nú á að byrja að væla um makrílinn.

Ef svo illa árar að ekki takist að selja Makrílinn á þeim verðum sem nú eru uppi og jú eru mjög góð verður að lækka verðið og sækja inná ódýrari markaði og skapa þannig þörf og eftirspurn eftir góðri vöru. Sama á við um bræðslu. Ef þarf að draga úr framboði er ekkert að því að bræða makrílinn. 

Þetta sýnir okkur að kvótakerfi og framsóknarmennskan er að skapa aumingja sem ekkert erindi eiga í markaðssókn og eru búnir að stór skemma markaðshlutdeild þjóðarinnar á okkar helstu fisktegundum. Þessu verður að ljúka með afnámi kvótakerfisins. Það er eina leið þjóðarinnar útúr þeim hremmingum sem þetta fáránlega fiskveiðistjórnkerfi hefur skapað.


mbl.is Erfitt að selja aukinn makrílafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband