Það eru ennþá til menn sem halda og vilja trúa að það sé hægt að stjórna fiskveiðum með kvóta. Menn verða að skilja að til að ná hámarks afrakstri af veiðunum verður aldrei hægt að notast við kvótakerfi. Það er af því að Þorskurinn (náttúran) passar aldrei inní reikniforrit.
Það er ekki nóg að hafa verið á sjó til að skilja fiskveiðar. Þú hangir ekki á dekki eða niðrí móttöku og skilur hvað þarf til leita og finna fisk. Bubbi Jens einn okkar fremsti togaraskipstjóri sagðist eitt sinn hugsa eins og þorskurinn. Þeir sem ekki skildu hvað hann sagði gerðu grín af þessum ummælum en þetta er staðreyndin Skipstjórar læra af reynslunni að setja sig inní hegðunarmynstur fisksins. Fleiri þekkja þetta úr laxveiðinni sárstaklega fluguveiði.
En það sem fær menn til að þrjóskast við kvótastýringu er að þeir skilja "kvóta" og halda að það sé auðveldasta leiðin til að rukka fyrir afnot af auðlindinni. Þessir aðilar eru að gæla við þá hugmynd að fiskveiðar og gjald af nýtingu miðanna geti tekið við af skattheimtu. Þetta er náttúrulega regin fyrra og ekkert nema lýðskrum að halda þessu fram. Víst er hægt að taka auðlindagjald þegar vel árar en þjóðfélagið má ekki vera háð slíku gjaldi og það má ekki verða eins og SF fólk leyfir sér að láta í skína að það geti farið að hygla vildarvinum og draumaverkefnum með tekjum af slíku gjaldi.
Auðlindagjald má aldrei verða annað en auðlindasjóður sem síðan er rekin til hagsbóta fyrir þjóðfélagið allt í formi lífeyrissjóðs eða eitthvað í þá veru. Þetta gera sveiflur í veiðum og afkomu sjávarútvegs og eins sveiflur í afkomu þjóðfélagsins. Stór og traustur auðlindasjóður sem væri utan langra fingra stjórnmálamanna gæti verið góð kjölfesta í jafn sveiflukenndu þjóðfélagi og Ísland er og verið trygging fyrir ungviðið og aldraða.
Og ef ekki kvótavitleysa hvað þá? Jú við afnemum kvótann og setjum aftur sóknarmark með allan fisk á markað. Á markaði tökum við gjald eftir einhverri þeirri reglu sem sem við setjum og gerir það að verkum að í meðalári og góðærum fær þjóðin rentu af öllum lönduðum fiski eða þeim fisk sem er að skila hagnaði hverju sinni. Eins fær þjóðin alltaf rentu af undirmálsfisk sem landað er og þeim fiski sem reynist skemmdur einhverra hluta vegna. Þessi gjöld rynnu í sérstakan auðlindasjóð sem lyti einhverri þeirri stjórn sem væri bundin þjóðinni beint en ekki í gegnum stjórnmálaflokka. Við eigum nú endanlega að hafa lært að fólki úr þeirra röðum er ekki treystandi fyrir lögbundnum eigum almennings.
Hvað ætti slíkur sjóður að annast? Skilyrðislaust ætti þessi sjóður að vera ávaxtaður eins kröftuglega og kostur er og má sannarlega horfa til Norska sjóðsins í því sambandi. Og hann ætti að fjármagna sérstök gæluverkefni kynslóðanna eins og barnaspítala og öldrunar deildir sjúkrahúsanna. Byggingu og rekstur elliheimila og barnaheimila þar sem lagt yrði uppúr góðu starfsfólki. (Gott starfsfólk kostar meira og skilar meiru). Það að ætla að fara að láta ríkissjóð treysta á að sjávarútvegur geti tekið yfir venjulegan rekstur þjóðfélagsins er bara hlægileg heimska og vitleysa (lýðskrum) sem heimskt fólk eins og í SF lætur sér detta í hug til að falsa út atkvæði gegn betri vitund.
Vegna svona hugsunar þurfum við að komast eins langt frá kvótakerfinu og við getum. Því lengra því betra. Við verðum að skilja að mesti gróði þjóðfélagsins er í því að hér sé heilbrigt umhverfi í sjávarútvegi þar sem allir sitja við sama borð og allur fiskur fari á markað. Þannig myndast sú drift út um allt landið og skilar þjóðfélaginu hagnaði sem allir munu njóta.
Nú er verið að leggja loka hönd á það sem ég kalla skipulagðan glæp. SAMNINGALEIÐINA nýja kvótafrumvarp ríkisstjórnar LÍÚ þar sem Ríkisstjórn LÍÚ semur við LÍÚ um að ríkið þ.e. þjóðin afsali sér með öllu nýtingu á fiskimiðunum. Færustu áróðursmeistarar LÍÚ eru innan dyra hjá ríkisstjórninni að plotta hvernig þessu verður troðið ofaní kok á þjóðinni og við skulum ekki efast um að fagrar ræður verða haldnar þar sem þjóðinni verður boðið sanngjarnt gjald fyrir. En það á aldrei að greiða þetta sanngjarna gjald því að ekkert sanngjarnt gjald getur komið í stað þess gífurlega taps sem þjóðin hefur af kvótakerfinu í formi vannýtingar fiskimiðanna og hruni á markaðshlutdeild. Afnám kvótakerfisins er eina raunhæfa kjarabót þjóðarinnar allrar sem á það skilið að losna við kvótahirðina og alla þá eyðileggingu sem henni hefur fylgt.
PS Ef einhverjum stjórnmálamönnum finnst að sér vegið í þessum pistli mínum þá vil ég benda á lítið dæmi sem sýnir hversu lítið erindi hugmyndafræði stjórnmálamanna á í sjávarútveginn. Eftir 7 ára starf hjá BUR þar sem ég sat meðal annars útgerðarráðsfundi get ég fullyrt að eina sem var að í rekstri BUR var að koma útgerðaráðs. (þ.e. aðkoma stjórnmála manna).
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.