Bandaríkin haga sér eins gegn Snowden og LÍÚ gerir gegn þeim sem segja sannleikann um kvótakerfið

Hugsið ykkur yfirganginn við að ná sér niður á uppnjósnaranum Snowden þar sem löndum er hótað að þau verði beitt "þrýstingi" ef þau hýsa manninn sem sagði frá glæpsamlegir starfsemi Bandaríkjanna gegn þegnum ekki bara bandaríkjamanna heldur er að koma í ljós að hér erum miklu víðfeðmari njósnir að ræða. 

Þetta er nákvæmlega eins og ÞMB og félagar hans hafa hagað sér gegn þeim sem sagt hafa frá þeim tvísýnu athöfnum sem farið hafa fram í kringum kvótakerfið. Menn ég þar á meðal hafa verið hundeltir og þeir sem ráðið hafa mig í vinnu eða haft hafa viðskipti við mig beittir "þrýstingi".

Það sem meira er LÍÚ er nú að komast upp með að stofna "KLASA" um þessa ofbeldis starfssemi þar sem öll fyrirtæki sem vilja hafa viðskipti við þá sem í dag EINOKA fiskveiðar og vinnslu verða að gangast við að vera meðlimir í "SJÁVARKLASANUM" og ljá nafn sitt ógeðslegum lyga áróðri útgerðarinnar sem er að freista þess að stela nýtingaréttinum af þjóðinni.  


mbl.is Sótt um hæli í 21 landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Finnbogason

LÍÚ ætlar þó ekki að pynta þig, né hafa þeir gert þig heimilislausan. Alveg sama hversu mikið þér finnst LÍÚ brjóta þá færðu engin plússtig fyrir að tengja þetta saman við þessa frétt og þetta mál - þetta er ekki sambærilegt. Þó þú teljir þig geta borið saman ákveðin vinnubrögð (hvort sem þú hefur rétt fyrir þér eða ekki) geturðu aldrei borið saman afleiðingarnar, né tilvist þína við tilvist Snowden.

Hafirðu rétt fyrir þér ættirðu að geta vakið athygli á því á allt annan hátt - hátt sem fær fólk ekki til að hunsa þig fyrir það eitt að gera þér enga grein fyrir veruleika annarra (á borð við Snowden). Því efni samlíkingarinnar lyktar af því að þú eigir mjög auðvelt með að gera úlfalda úr mýflugu.

Leifur Finnbogason, 2.7.2013 kl. 15:08

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég er vanur að þakka mönnum komuna og svar þeim með kurteisi. Þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala Leifur en ég get fullyrt að aðfarir þeirra LÍÚ manna til dæmis í minn garð í gegnum síðust 20 ár eru engu betri en það sem fíflin í bandaríkjunum eru núna að reyna að gera Snowden og eins og Bandaríkin virða þeir enginn landamæri.

En það er gott að þeir eiga talsmann eins og þig til að sleikja á þeim *******ið Verði þer að því.

Ólafur Örn Jónsson, 2.7.2013 kl. 22:12

3 Smámynd: Leifur Finnbogason

Ég tók ekki afstöðu til þess sem þú heldur fram. Ég er því ekki að mæla gegn því sem þú segir, heldur aðeins að segja að þetta sé ekki rétta samlíkingin. Þú sannaðir enn þarna hve auðveldlega þú telur alla vera á móti þér.

Leifur Finnbogason, 3.7.2013 kl. 01:46

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Fyrirgefðu Leyfur þú ert greinilega misskilinn eins og Forsætisráðherrann okkar.

Þó held ég nú að ég viti nákæmlega í hvaða tilgangi þú skrifar og þarf ekki frekari útskýringar á því. Vona bara þin vegna að þú fáir þakkir fyrir og klapp á bakið.

Ólafur Örn Jónsson, 3.7.2013 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband