Fiskveiðarnar lausar úr snöru ESB nú þarf bara að aflétta "einokun" LÍÚ

Fiskveiðarnar eru og verða traustasta og arðbærasta tekjulind þjóðarinnar um ókomin ár. Þessum gífurlegu verðmætum hefur þjóðin náð að halda í baráttunni við stórþjóðir sem ágirntust auðinn og völdin sem fólust í yfirráðum yfir stórri og auðugri fiskveiðilögsögu Íslendinga.

ESB vill nota fríverslunarsamninga til að ná völdum yfir lögsögunni og möguleika að ná yfirráðum yfir kvótunum eins og kemur fram í þessari grein. Þetta er ástæða þess að við megum ekki og getum ekki gegnið í ESB það er á hreinu.

En þá kemur að EINOKUN útgerðarinnar á fiskimiðunum og nýtingu þeirra?  ESB býður okkur allskonar fríðindi og jafnvel styrki eftir að þeir verða búnir að stela af okkur auðlindinni, hvað fáum við frá LÍÚ? 

Við Íslendingar verðum að skilja að það er ekkert eðlilegt við EINOKUN útgerðarinnar á fiskveiðum og vinnslu við landið. Þetta fyrirkomulag er búið að stór skaða útflutning okkar svo milljörðum skiptir og nú er komið í ljós að markaðshlutdeild okkar á mikilvægum mörkuðum sem unnust fyrir kvótakerfið er hrunin.

Afnám kvótakerfisins er langstærsta réttinda og hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og mun ráða því hvort hér nást aftur sambærileg kjör fyrir þorra þjóðarinnar eða ekki.  Við háðum þorskastríð þar sem við hættum fólki og góðum samskiptum við nágrannaþjóðir til verja og halda í auðlindina. Ekki til að setja hér á fót KVÓTAHIRÐ sem EINOKAÐI AUÐINN heldur til að halda hér uppi sterku og sjálfbæru velferðakerfi þar sem allir sætu við sama borð. 


mbl.is Valdið hjá Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég bara átta mig ÓLi alls ekki á þessari snöru sme þú ert að tala um í sambandi við ESB. Þá veit ég ekki til þess að ESB ráði yfir einhverju sem heitir auðlind, í hvaða formi sem það kann að vera. Þá held ég að það sé gróflega ofmetið að útlendingar ásælist miðin okkar eins mikið og sumir vilja vera láta. Ég spyr því reglulega í þessu sambandi; af hverju hafa útlendingar t.d. einhverjir Spánverjar ekki keypt einhverjar stórútgerðirnar hjá okkur. En samkvæmt lögum frá 1994 er erlendum ríkisborgurum heimilt að eiga allt að 49,9% í gegnum sjóði og hlutdeilarfelög í hvaða útgerðarfélagi sem þeir óska. En enginn hefur séð ástæðu til þess... svar óskast af hverju

Atli Hermannsson., 15.6.2013 kl. 16:06

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þemað í greininni er í raun að við séum illa sett þrátt fyrir að vera ekki í ESB Atli. En eins og Paulsen segir allir mega veiða sem eiga kvóta. Í kvótakerfi getur hver sem er kaypt upp allan kvótann ekki satt.

Ólafur Örn Jónsson, 17.6.2013 kl. 18:53

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Óli, ég er búinn að renna yfir pistilinn aftur og nú með réttu gleraugunum. Rétt, þeir sem hafa fjármagnið og sjá sér hag í því að kaupa kvóta geta gert það sem og hingað til - það er í raun allt galopið.

Það sem ég var að fiska eftir og tel vera ástæðu þess að útlendingar hafa ekki séð sér hag í því að kaupa útgerðarfyrirtæki hér og þar með kvóta eins og þeim stendur í dag opið upp að 49% markinu. Tel ég vera vegna fyrstu greinar í fiskveiðilögunum frá árinu 1990, sem segir að auðlindin sé sameign þjóðarinnar, aflaheimildum sé aðeins úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt. Ég tel að erlendir aðilar geti ekki keypt eftir að hafa fengið að sjá efnahagsreikninga fyrirtækjanna - þar sem fram kemur að stærsta eign þeirra er óveiddur fiskurinn - sem er sameign þjóðarinnar.

Því er algert glapræði að gera 20 ára nýtingarsamning við útgerðina... sem þá fyrst gerir auðlindina að alvöru söluvöru og opnar allt eignarhaldið upp á gátt - hvort heldur sem við erum í ESB eða ekki.

Atli Hermannsson., 17.6.2013 kl. 23:56

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Rétt Atli 20 ára "nýtingarréttur" er brjálæði og má aldrei verða. Og í raun nú þegar svona hugmyndir eru farnar að heyrast verður að afnema kvótakerfið strax. HA berst fyrir að opna sölu á óveiddum aflaheimildum og getur hver maður séð hvað liggur að baki.

Þetta er slík ógn við íslenska sjómenn að við erum eins og einhverjar skeppnur út á túni sem hægt erð að leiða til slátrunnar þegar þeim sem styðja sovna spillingu sýnist.

Ólafur Örn Jónsson, 20.6.2013 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband