Lausn á borðinu í sjávarútvegi. EINOKUNINA BURT.

EINOKUN í sjávarútvegi er ekki bara mesta skömm íslensk atvinnulífs heldur hefur kvótastýring á veiðunum stór skaðað þjóðar hag. Í fyrstalagi getur kvótastýring aldrei hámarkað afrakstur greinarinnar eins og hefur greinilega sýnt sig síðustu 5 ár*og síðan hefur takmörkun á aflaheimildum í þeim tilgangi að halda uppi kvótaverði stórskaða markaðshlutdeild okkar sem er nánasta að hrynja þegar Norðmenn og Rússar hafa með réttu ákveðið að stór auka sínar veiðar. 

Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið sumarþing til að létta af auðlindagjaldinu sem stórskuldug  útgerðin segist kikna undan. Útgerð sem vinnur í skjóli EINOKUNAR (hafta) kiknar á endanum og höftin verða þeim nauðsynlega og fólkið í forystu greinarinnar verður hrætt við allt annað fyrirkomulag og sér dauðann framunda verði EINOKUNIN ekki tryggð um alla framtíð. 

Því lengur sem þetta ófremdar ástand varir því verra fyrir eiganda auðlindarinnar  þjóðina og sérstaklega alvöru sjómenn. En nú er lag að brjótast út úr þessum viðjum EINOKUNARINNAR. Nú þegar Hafró LOKSINS viðurkennir að stórauka má afla úr ekki bara þorski heldur einnig karfa og ufsa er lag að sleppa LÍÚ mönnum gersamlega við þennan afla sem eingöngu mun auka á þjáningar þeirra. Betra að úthluta þessum alfa í formi sóknarmarks (Matta Bjarna) til nýrra kvótalausra útgerða og nýrra útgerða sem fengju að veiða aukninguna á sóknarmarki með skilyrði að landa öllum fiski á markað. Á markaði yrði tekið gjald í auðlindasjóð 2,5% af fyrsta flokks fiski, 5% öðrum flokki og 15 % af þriðja flokks fiski. Eins rynni 25% af sölu á undirmálsfiski í auðlinda sjóð. 

Komið yrði í veg fyrir að nokkur tengsl væru milli núverandi kvótahafa (nema þeir leggi inn kvóta sína í þetta nýja fyrirkomulag) og þessara útgerða sem tækju þátt í sóknarmarkinu.  

Með þessu yrði komið á réttlæti og opnaðar dyr fyrir nauðsynlega nýliðun"  í sjávarútvegi um leið og "frjálsar" fiskvinnslur fengju stöðugt framboð af fiski til að geta notað í að tryggja sér markaði og sóknarfæri á erlendum mörkuðum. 

Ef reynsla af þessu fyrirkomulagi verður góð (sem ekki þarf að efa) þá  yrði eftir 3 ár byrjað að höggva af kvóta úthlutunum og sá afli færður yfir í frjálsa sóknarmarkið og um leið gætu gömlu kvótaútgerðirnar sem telja sig betur settar í sóknarmarkinu lagt sinn kvóta rétt inní sóknarmarkskerfið og komið aftur í alvöru útgerð. 

 PS ég er að tala um að hér yrði stefnt að 50 þus tonna aukningu í þorksi 20 karfa og ufsa og ýsu eftir þörfum. 

* þjóðin hefur tapað milljörðum á afturhaldi á aflaheimildum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband