5.4.2013 | 12:02
ANDREMMAN ÚR AFTURSÆTINU
Engum sem fylgst hafa með Sjálfstæðisflokknum og þróun mála þar eftir HRUNIÐ hefur dulist hvernig kverkar tök útgerðarinnar stjóra þar öllu. Komið hefur glöggt fram á Landsfundum flokksins að það er enn útgerðin með styrkri hönd EIMREIÐARINNAR sem ráða þar lögum og lofum og skirrast þau ekki við að eyðileggja menn sem reyna að koma vitinu fyrir þá.
Nýja sýnilega flokksforystan vildi gera upp Davíðisman og HRUNIÐ eins og sannarlega var þörf á en voru keyrð í kaf og síðan hefur ekki mát HORFA Í BAKSÝNIS SPEGILINN.
En að sjálfsögðu lét hinn almenni flokksmaður hinn sanni Sjálfstæðismaður ekki draga sig endalaust á asnaeyrunum í kvótastýringum og EINOKUNAR tilburðum þar sem hagsmunagæslan kom á undan skynseminni. Sennilega hefur fíflagangurinn á þingi þar sem þingmenn gerðu sig að fíflum hangandi í pontu dag eftir dag viku eftir viku.
Þó ég skilji ekki flóttann ofaní haughús Framsóknar þá virðast mönnum alla vegna líka þar betur en í andremmu kvótahirðar og eimreiðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.