Hvernig rýrir EINOKUN kvótakerfisins afkomu þina og þinna???

Þetta er ekki flókið þegar menn gera sér grein fyrir hvernig þessu var háttaði fyrir kvótakerfið og samþjöppun aflaheimildanna. Áður en útgerðin byrjaði að veðsetja aflaheimildirnar uppí topp. 

Við veðsetninguna og stærri einingar í útgerð þjappaðist þjónustan við útgerðina saman og varð jafnvel partur að samsteypunni í stað þess að vera fyrirtæki á opnum markaði. Hagnaður af þjónustunni færðist inní útgerðarfyrirtækið og starfmenn lækkuðu í launum.

Við kvótakerfið hrundi samnings aðstaða sjómanna og hafa þeir verið beittir ofbeldi til að taka á síg part af kostnaðarhludeild útgerðarinnar án þess að fá rönd við reist.  

Stórútgerðirnar sóttust eftir að kaupa upp útgerðir sem unnu á frjálsum markaði með fisk þannig að minnkað framboð var á fiski "utan" samstæðanna. Þetta allt skeði hægt og bítandi en á skipulagðan hátt og í efnahagsbólunni sem veðlán útgerðanna ollu fann fólkið ekki fyrir peninga skorti þar sem ódýrir matador peningar voru í umferð.

En þá Hrundi allt enda allt byggt á fyrirfram greiddum arði útgerðarinnar. Gengið féll og fólk missti eigur sínar sem aldrei fyrr. Af hverju? Af því að nú var engin peningur frá útgerðunum í hringrás hagkerfisins. Allur arður og athafnir í kringum útgerð og fiskvinnslu var nú einangraður inní í útgerðarbatteríunum og arður byggður á lágu gengi fór beint inní bankana sem réttu fljótar úr sér en auga á festi á meðan fólkið missti eigur sínar og fyrirtæki á innanlandsmarkaði börðust í bökkum eða fóru á hausinn.

Og þetta hefur nú gegnið í 5 ár og greinilegt að eitthvað vantar í hagkerfið sem þarf til að þjóðin nái að rétta úr sér á meðan sjávarútvegsfyrirtæki og bankar blómstra af því að sjávarútvegsfyrirtækin einoka nú  fiskveiðar og vinnslu og allt er gert til að enginn komist inn og enginn segi frá.

Án eðlilegrar hringrásar tekna og arðs útgerðar og fiskvinnslu eru engir peningar að ráði í þjóðfélaginu til að halda gangandi því þjóðfélagi sem við byggðum upp fyrir kvótakerfið. Þess vegna tapar fólk eigum sínum og fyrirtæki hafa ekki rekstrargrundvöll. Ríkið fær ekki tekjur og getur ekki viðhaldið og rekið velferðarkerfið. Erlendar tekjur fyrir fiskinn skila sér ekki í hringrás innlends atvinnulífs eins og áður.

Ef við nú afnemum kvótakerfið og tækjum upp sóknarmark með allan fisk á markað myndi afli stór aukast þar sem í dag er haldið aftur af aflaheimildum til að halda hér háu kvótaverði. Þessi aukni afli myndi kalla á fleiri skip og fleiri vinnslur myndu byggjast upp og stækka. Þetta yrði sprengja í atvinnulífi þjóðarinnar og við sæjum algeran viðsnúning í afkomu heimila, fyrirtækja og ríkisreksturinn yrði auðveldari. 

Vel kom fram á síðasta þingi hvílík öfl eru í gangi í þjóðfélaginu til að verja það að við náum ekki að afnema kvótakerfið og einokunina sem ver útgerðirnar. Þessi öfl verður að brjóta niður með einum eða öðrum hætti annars missir þjóðin ekki bara tekjur sína heldur sáum við í lok þingsins að lýðræðið er í hættu.

Engin getur hjálpað okkur í því þorskastríði sem útgerðin hefur sett okkur í nema við sjálf. Kosningarnar í vor eru vígvöllur okkar til að gera breytingar. Við verðum að brjóta niður múra einokunarinnar 4 flokkinn. Við verðum að skipta út fólki sem gengur erinda útgerðarinnar á þingi og kjósa heiðarlegt fólk á þing. Nýju framboðin eru skipuð heiðarlegu fólki sem er reyðubúið að taka á vanda þjóðarinnar og breyta því sem breyta þarf.

Verum ekki hrædd við breytingar ástandið á Alþingi getur varla versnað er það? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband