19.3.2013 | 18:27
Óvirðingin við Stjórnarskána kemur frá þeim sem leggja stein í veg atkvæðagreiðslunnar
Alveg furðulegt að menn skuli ekki grípa keflið sem Margrét Tryggvadóttir réttir fram til lausnar málinu. Í stað þess leggjast þessir óheiðarlegu menn enn gegn vilja þjóðarinnar sem vill þessa stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er ógeðslegt að fylgjast með því sem fram fer í þingsölum. Það liggur fyrir loforð 32 þingmanna um að greiða já með frumvarpinu það er ekkert annað að gera en að svar þarna vilja þjóðarinnar.
Óvirðing við stjórnarskrá landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Athugasemdir
Víðáttuvitlaust hjá þér, Ólafur, en ég hef ekki tíma til að rökstyðja það í bili. Fullveldisframsalsheimildin ESB-væna er líka ALGER FRÁGANGSSÖK þessa marg-gagnrýnda plaggs. Til þess heimildarákvæðis (111. gr.) leituðu hinir 25 EKKI umboðs frá kjósendum, þegar kosið var til stjórnlagaþings, og höfðu heldur ekkert umboð til þess frá Þjóðfundinum 2010; þvert á móti lagði hann áherzlu á, að stjórnarskrá ætti að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins.
Jón Valur Jensson, 19.3.2013 kl. 19:04
Ég skal fræða þig um það af hverju samfylkingin vil ekki afgreiða málið nú. Stjórnarskrárbreytingarnar eiga sér rót í áætlunum um inngöngu í ESB í byrjun árs 2009. Í því panikki átti að taka upp evru og ganga í sambandið á sex mánuðum. Til þess að svo mötti verða varð að breyta stjórnarskrá til að leyfa fullveldisframsal, færa þinginu ráðstöfunarrétt yfir auðlindum (svokölluð þjóðareign) og taka af eða rýra áfríunarvald forseta og auka vald þingsins.
Án þessara breytinga varð ekki gengið í sambandið. Brjóta átti stjórnarskrána til þess að gera þetta og nota fordæmin um inngöngu í Nato og EES sem réttlætingu.
Framsóknarflokkurinn stöðvaði flanið með því að neita að styðja minnihlutastjórnina nema að efnt yrði til stjórnlagaþings. Það þróaðist svo eins og alþjóð veit.
Nú er komið frumvarp, sem nær ekki markmiðunum að mati Feneyjanefndar Evrópuráðsins og við verðum ekki gjaldgeng í sambandið nema að skerpt verði á framsalsákvæðinu, áfríunarvald forseta rýrt og völd þingsins aukin. Að samþykkja eins og þetta er er því tilgangslaust ef lítið er til upphaflegu markmiðanna. Það er Evrópuráðið sem stjórnar ferðinni og krefst meiri vinnu. Samfylkingin getur hinsvegar ekki komið hreimt fram með þetta, því þá myndi stjórnarskrármálið deyja drottni sínum. Þeir eru því í þessu dillemma vegna þess lygavefs og leyndarhyggju sem býr að baki þessu öllu.
Tilgangur stjórnarskrárbreytinga er grundvallarþáttur í aðlögunarferli okkar að evrópusambandinu. Á meðan markmiðum og kröfum er ekki sinnt, mun Samfylkingin ekki veita því brautargengi.
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 19:51
Þ.e. Markmiðum og kröfum Evrópuráðsins sem birtast í skýrslu Feneyjanefndarinnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 19:53
Það er ekki verið að svíkja þig með að samþykkja þetta ekki ef þú ert ákafur ESB sinni. Það væru svik við þig ef Að yrði gert. Málið er einfaldlega það að Samfylkingin getur ekki komið hreint fram í málinu án þess að tapa fylgi við það í umhverfi þar sem 70% þjóðarinnar er á móti aðlögun og inngöngu í ESB.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.